Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 22
2 [framhaldssagán Læknir fyrir Barböru eftir Audry Buys — Ég hélt, að við værum að ræða um doktor Davidson. Þær voru komnar út að bilnum, og Barbara opnaði dyrnar og var sjálfri sér reið vegna þess að hún hafði látið Jenni.iu koma sér i æsing. — Hvers vegna skyídum við vera að hafa áhyggjur út af doktor Davidson? Jennie skellti sér niður i sætið við hlið hennar og yppti öxlum. — Einhvern tima hittir hann stúlku, sem rifur hann upp úr þessu afskiptaleysisástandi. Ég hel að ég vildi þó miklu fremur verða til þess að vekja grábjörn úr dvala, sagði Jennie og skrikti, en bætti svo við: — En það gæti þó ver- ið þess vdrði að reyna. Gat það verið? Hafði Jennie á réttu að standa? Barbara velti þessu fyrir sér. Jennie vissi sitt af hverju um karlmenn, sem Barbara hafði ekki hugmynd um, enda þótt hún væri eldri að árum. Þessa stundina reyndi hún þó að láta, sem hún hefði ekki tekið eftir þessu. — Það er eitthvað spennandi við alla menn, hélt Jennie áfram. — Hvernig þá? spurði Barbara. — Þú átt einhvern tima eftir að kynnast þvi. Jennie leit undarlegu augnaráði til Barböru, og það fór i taugarnar á henni. — Drottinn minn, það gæti sannarlega verið skemmtilegt að láta mann á borð við doktor Davidson falla fyrir sér. Ég fæ gæsahúð, þegar ég hugsa um það. Orð Jenníjar voru ef til vill dálitið óhefluð, og ekki sérlega fullorðinsleg, og Barbara fann til sektar yfir að hafa svo mikið sem leitt hugann að þvi, hvort nokkur stúlka gæti vakið áhuga Johns Davidsons. Hún varð glöð, þegar hún komst að raun um, að Fran Harrison átti að vera á vakt þetta kvöld. Hana langaði til þess að vera ein. Hún hafði hafnað boði Hugh um að fara með honum á dansleik, en stungið upp á þvi i staðinn, að þau hittust annað kvöld. Var réttlátt að vera að fara þetta út með Hugh? Hún reyndi að komast að niðurstöðu með sjálfri sér. Hún gæti auðveldlega sært hann með þvi að vera að ýta undir vináttu, sem aldrei gæti leitt til neins frekara. Það yrði erfitt að hafa komið einhverju á, sem ekki gat endað nema með aðskilnaði að lokum. Allur vani gat orðið fólki erfiður að lokum. Barbara hafði fyrir langa löngu gert það upp við sig, að hún myndi aldrei sætta sig við það eitt að eignast eiginmann og heimili, eins og svo margar stúlkur létu sér nægja. Það varð eitthvað annað og meira að koma til. Hún las 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.