Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 3
Sæll háttvirti Alvitur! Við erum hér 10 stelpur i skátafiokki, scm heitir Vofur. Okkur langar svo að eignast pennavini i skátaflokk i Eng- landi eða Danmörku. Getur þú verið svo góður að visa okkur á eitthvert blað frá öðru hvoru iandinu sem getur birt þessa ósk okkar? Vertu svo góður að birta þetta, elsku góði Alvitur. Okkur langar svo að eignast penna- vini i skátaflokki. Vofur, Arbúum Akureyri Þar sem ég hef ekki fundið neitt blað i þessum löndum sem þið getið skrifað til valdi ég aðra leið til þess að útvega ykk- ur skátapennavini. Ég fékk heimilisfang skátasambanda i Englandi og i Danmörku sem ættu að geta útvegað ykkur skátapennavini. 1 Englandi er það The Girl Guide Ass., 17-19 Buckingham Pallace Rd., London SW 1W OPT, England 1 Danmörku er það: Pigespejdernes Fællesr*ad, Dronningsgards Allé 122, 2840 Holte, Danmark. Ég vona svo að þið eigið eftir að eignast marga skátapenna- vini á næstunni. Hæ Alvitur og gleðilegt ár, Ég á i dálitlum vandræðum, og ætla hér meö að veita þér hlutdeild i þeim. Málið er nefnilcga það að ég á enga virkilega vini. Þ.e.a.s. auðvitað á ég vini, en mér finnst alltaf að allir sem tala við mig, séu bara að þvi af ein- tómri vorkunnsemi. T.d ef ég fer eitthvaö út að skemmta mér, þá finnégþaöallt of vel að það er ekki minn félagsskapur sem sótzt er eftir, heldur þeirra, sem ég held mig mest með. Óg nú er svo komið aö það er ekki neitt sem ég kviði jafnmikið fyrir og það að fara eitthvað út. Stundum á- kveð ég, að hætta þessu bara alveg, og sitja heima, en svo þegar allir fara að tala um ballið, sem á aö verða um næstu helgiogallir ætla á, þá stenzt ég ekki freistinguna og fer... svo endar alltaf með þvi að þetta verður þraut- leiðinlegt. Nú þá hefurðu heyrt þetta, og ef þú getur bent mér á einhverja leið, þá máttuvisa mérá hana. Og svarðu mér nú fljótt og svaraðu mér vel. Blessaöur og sæll, 30475-4482 Þetta eru nú meiri vandræðin. Ég held að ekki sé ástæða til þess að i- mynda sér, að fólk sé einungis að tala við þigafvorkunnsemi.Þaðnennir þvi tæpast til lengdar og hvers vegna ætti það að vorkenna þér? Hresstu þig nú upp og reyndu að stappa stáli i sjálfa þig, og fá sjálfs- traust. Annars getur vel verið rétt hjá þér að ekki sé eftir miklu að slæðast varðandi þessar ballferðir og kannski rétt eins gott aö vera ekkert að fara með. Þú gætir nú til dæmis reynt að sitja heima i nokkur skipti. Þá sérðu hvortþig langar I raun og veru nokkuð með þegar öllu er á botninn hvolft. Langi þig samt, getur þú farið seinna, og hver veit nema þú sjáir þá, að fólkið hefur saknað þin á meðan þú varst fjarverandi og ekki i hópnum. Reynduþetta! Elsku Alvitur! Ég er I vandræðum. Það er óþyrmi- lega sætur strákur, sem leigir her- bergi I húsinu hjá mér. Hvað get ég gert tii að vekja athygli hans á mér? P.S. hver er happalitur, happasteinn og happadagur Sporðdrekans? Elsku Alvitur, ég vona, að þetta lendi ekki i ruslakörfunni. 1260-4569 Nú er úr vöndu að ráða, með þennan strák. Kannski þú gætir byrjað á þvi að heilsa honum, ef þú ert þá ekki þeg- ar farin að gera það. Svo gætir þú ef til vill boðið honum i kaffi heim til þin, ef hann hefur ekki aðstöðu til þess að hafa hjá sér mat og annað álika. Vertu bara glaðleg og hress I hvert skipti, sem leiðir ykkar liggja saman, og þá er ekki að vita nema hann fari að fá áhuga á þér. Happalitir sporðdrekans eru rauðir litir. Topaz er happasteinninn og mið- vikudagurinn er þinn happadagur, en passaðu þig hins vegar á laugardögun- um, þeir geta verið viðsjárverðir. Meðal efnis í þessu blaði: Er til uppskrift að barnabók...........bls. 4 Goida Meir i sviðsljósinu..............bls. 6 Fyrirheitna land Mennonitanna..........bls. 8 Stevie Nicks...........................bls. 13 Afskorin blóm og stórir steinar....bls. 14 Norska skógarkettinum borgið.......bls. 20 Tæki til að hjálpa blindum börnum _bls. 26 Þausmíða Gosa......................bls.36

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.