Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 23
um ástir i bókum og sá sitthvað álika i kvik- myndum, og hana dreymdi um ástaræfintýri, sem hún einhvern tima myndi lenda i. Hún hafði ekki upplifað neitt þvi likt til þessa, hugsaði hún með sjálfri sér, þegar hún sat ein og dreypti á kaffinu sinu um kvöld- ið. Kannski hún væri eins barnaleg og Jennie, og hefði ekki mikið vit á karlmönnum. Var eitthvað spennandi við John Davidson, eitthvað, sem vert var að leggja sig eftir, eins og Jennie hafði látið liggja að? Væri hættulegt fyrir hana að láta sig dreyma um, að einn góð- an veðurdag myndi henni takast að brjóta nið- ur múrinn i kringum hann. Barbara hugsaði með sér, að hún væri ehgu skárri en Jennie. Svo tók hún saman matar- diskana og áhöldin eftir kvöldmatinn, og hét þvi, að hún skyldi ekki leiða hugann að dr. John Davidson aftur. Annar kafli Barbara Benson hafði fyrst komið á Hilton General sem sjúklingur. Hún hafði þurft að gangast undir smáaðgerð, og komst þá að raun um, að mikil þörf var á að á sjúkrahúsinu væri smágjafavöruverzlun. Læknirinn hennar hafði sýnt málinu áhuga, og fyrir tilstilli hans hafði hún fengið tækifæri til þess að ræða hugmynd sina við stjórnarnefnd sjúkrahússins. Eigin- maður Daisy Foster fékk áhuga á málinu, og tveimur árum áður en John Davidson kom til Hilton var Barbara farin að starfrækja verzlunina, og gat meira að segja varla trúað sjálf velgengni sinni og heppni. Nefndarmennirnir sjálfir voru hinir ánægð- ustu að hafa gert rétt, þegar þeir studdu hana til þess að koma á fót verzluninni. Barbara var sjálf alvarlega hugsandi stúlka, sem vildi að- eins ná sem lengst, og lét sér i léttu rúmi liggja áhuga ungu mannanna, sem komu oft inn i verzlunina hennar. Hún hugsaði um það eitt, að þetta fyrirtæki mætti heppnast sem bezt. Verzlunin óx úr þvi að vera aðeins á fáeinum hillum og einn standur með kortum upp i það sem hún nú var orðin, verzlun með glerveggj- um innréttuð i aðalinngangi sjúkrahússins. Barbara gat fylgzt með þvi sem fram fór fyrir utan i gegn um glerveggina á búðinni. Á öðru ári var svo bætt við veitingaaðstöðu, þar sem fólk gat keypt sér gosdrykki og kaffi og fengið sér samlokur, og þá hafði Barbara orðið að fá sér aðstoð. Jennie var þriðja stúlk- an, sem vann hjá henni. Hinar tvær höfðu ekki verið lengi að krækja sér i eiginmenn. Þannig stóðu málin, þegar John Davidson kom að Hilton frá sjúkrahúsinu, sem hann hafði unnið við i Pennsylvaniu. Hann hafði ekki fallið inn i hinn litla heim sjúkrahússins. Hann fór ekkert leynt með það, að hann hafði ekki áhuga á að láta draga sig inn i iðandi lif þess, nema hvað við kom starfinu sjálfu, sem hann sinnti óaðfinnanlega Framkoma hans kom illa við þá, sem venjulega voru vingjarnlegir i garð annarra. Flestir hörmuðu afskiptaleysi hans, þó að Hugh Harding undanskildum. Velgengni og místök annarra höfðu engin áhrif á hann, og brátt var svo komið, að hann stóð einn utan við allt, sem fram fór á sjúkrahúsinu. Sumir töldu, að hann ætti bjarta framtið fyr- ir sér vegna hinna miklu hæfileika hans sem skurðlæknis. Aðrir, ogþar á meðal Hugh, héldu þvi fram, að hæfileikarnir einir gætu ekki bætt upp framkomu hans gagnvart umhverfinu. Það var mikið að gera næsta dag. Kaffistof- an var yfirfull, og einn kom er annar fór. Jennie hafði engan tima til þess að svikjast um fyrr en langt var liðið á daginn. Þá gekk hún yfir til Barböru, sem var að pakka inn gjafa- kassa og hvislaði: — Sjáðu hver er kominn. Barbara leit upp, og sá dr. Davidson nema augnablik staðar i dyrunum, áður en hann skálmaði yfir að borði, sem var úti við einn vegginn. Þar dró hann fram stól og settist. —Ég er hrædd við hann, sagði Jennie og hló. — Það er bjánalegt. Ég hef ekki vitað til þess, að nokkur karlmaður gæti hrætt þig. — Ég skal ljúka við að ganga frá pakkanum. Farðu og taktu við pöntuninni hjá honum. — Allt i lagi, sagði Barbara kuldalega. En hjarta hennar tók að slá hraðar um leið og hún gekk i áttina til hans og að borðinu. — Hvað má gera fyrir þig? spurði hún mjög alvarleg.. Hann hafði tekið upp læknatimarit og lagt það fyrir framan sig, og virtist svo niðursokk- inn i lestur þess, að hann tók ekki eftir henn til að byrja með. — ó, bara kaffibolla. Ekki mjólk. Hann leit ekki einu sinni upp. Það var enginn vottur af áhuga i tali hans. Við hverju bjóst hún annars? Hún spurði sig þessarar spurningar um leið og hún gekk i burtu. Og hvers vegna lét hún návist þessa manns hafa áhrif á sig? Hún pantaði kaffið, og fór svo aftur til Jennijar, sem gekk heldur illa að pakka inn gjöfinni, og sagði henni að sjá um dr. Davidson. Þegar Barbara var búin að afgreiða næsta 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.