Heimilistíminn - 12.02.1978, Page 20

Heimilistíminn - 12.02.1978, Page 20
Truls er fjögurra og hálfs árs gamall, og sannarlega fallegur köttur. Norski skógarkötturinn er siöhæröur og á margan hátt ólikur köttum eins og við eigum þeim aö venjast. Hann er ekki til nema i Noregi, þó aö þvi undanskildu aö fáeinir slikir kettir munu vera i Skotlandi og á austurströnd Bandarikjanna. Þeir eru sagðir vera afkomendur norskra skipskatta, sem þar hafa slæðzt I land. Saga þessa norska kattastofns er mjög gömul, og enginn veit meö vissu, hvenær hans hefur fyrst orðiö vart þar i landi. Hans mun þó einna fyrst vera getið I nor- rænni goöafræði. 1 sögnunum um hinn sterka Þór og ferð hans til Loka i Jötun- heimum er getið um kött, sem var svo digur og sterkur, aö jafnvel Þór treystist ekki til að lyfta honum. Þá er þessgetiö aö hin norræna frjósemis- og ástargyðja, Freyja, ókum f vagni, sem kettir drógu. Þetta bendir til þess aö kötturinn hafi verið mikils metinn hjá norrænum mönnum til forna, aida var hann sjald- gæfur, eftir þvi, sem næst verður komizt. Þegar fram liðu stundir fór köttunum fjölgandi, bæði vegna góðra náttúruskil- yröa og vegna innflutnings frá öðrum Evrópulöndum. Hvernig f ramhaldið var, vita menn ekki með vissu, en allt bendir til þess að smátt og smátt hafi kettirnir þróazt i að verða stórir og fyrirferðarmiklir, háfættir og með háralag skógarkattarins eins og við þekkjum hann i dag. Pels kattanna er mjög óvenjulegur Undirhárin eru einna likust ull en yfir þeim eru yfirhárin, sem eru gljáandi i fitu og hindra að vatn komist i' gegn um þau. Norsk veðrátta á trúlega stærstan þáttinn i þessari þróun. A þeim timum, þegar kettirnir lifðu aðal- lega úti undir beru lofti hafa kettlingar, meðstutt hár, ekki lifað af veturinn vegna kuldans, en kettir með siðara hár og gisnara hefðu orðið gegnvotir, og einnig hefðu þeir auðveldlega fest sig i greinum trjánna i skógunum og átt erfitt með að komast áfram. Það er lögmál náttúrunn- ar, að þeirhæfustu lifa af. Þegar þeir tóku svo að auka kyn sitt varð úr þessu sér- stakur stofn. Það segir sig lika sjálft, aö þessir kettir þurftu að vera harðir i horn að taka, vitrir og duglegir i alla staði til þess að halda lifi. Annaö séreinkenni skógarkattarins eru NORSKA SKÓGARKETTINUM BORGIÐ 20 hinar óvenjulegu sterku klær hans. Þær eru meira að segja sagðar sterkari en klær evrópska villikattarins, sem þó er töluvert stærri. Astæðan getur verið sú, að skógarkettirnir hafa mikið haldið sig i skógivöxnu fjalllendi. Éf fylgzt er meö *

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.