Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 37
Gauti Hannesson:
Föndurhornid
Hvað smíða þau í barnaskólanum?
GOSI
Gosi er hann kallaður
þessi útsagaði trékarl, að
minnsta kosti köllum við
hann það hérna í smiðastof-
unni i Melaskólanum i
Reykjavik. Hann er vinsæll
hjá 3. og 4. bekk og jafnvel i
eldri bekkjunum lika.
Efnið er 4 eða 5 milli-
metra krossviður og má
segja, að auðvelt sé að saga
Gosann því að litið er um
krappar beygjur á honum.
Sumir mála svo á hann
jólasveinahúfu, en gæta
verður þess að slipa hann
allan vel, áður en málning
hefst. Siðast er lakkað vel
(þrisvar til fjórum sinnum)
yfir allan karlinn.
Hringurinn er festur við
Gosa, eins og sést á mynd-
inni og er notuð grönn næl-
on-snúra. Kastað er upp
hringnum með vinstri
hendi, en reynt að ná honum
upp á langa nefnið á Gosa
með þeirri hægri. Það lærist
með æfingunni, eins og hvað
annað.
Fólk sem finnst peningar
skipti ekki öllu máli
kaupir út í reikning.
*
Giftingarhringur sem
þveginn er þrisvar sinn-
um á dag í upp-
þvottavatni endist í það
óendanlega.
★
Það skaðar ekki sjónina
að horfa á hlutina frá
bjartari hliðinni.
*
Bíddu ekki eftir því, að
eitthvað gott gerist,
heldur skaltu bretta upp
ermarnar og byrja.
*
Fjármálamaður er sá,
sem getur unnið sér inn
peninga á styttri tima en
þaðtekur fjölskylduna að
eyða þeim.
★
Stundvísi er það að geta
sér rétt til um, hversu
seint hinn aðilinn kemur.
★
Slúður kemst ekki leiðar
sinnar hjálparlaust, það
þarf einhvern til þess að
flytja það á milli.
37