Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.02.1978, Qupperneq 32

Heimilistíminn - 12.02.1978, Qupperneq 32
1 Sagan um Tóta og systkin hans svo komu þau öll hlaupandi til þeirra og köll- uðu hvert i kapp við annað: ,,Ertu þarna Tóti?... Ertu með Mariu litlu hjá þér?... Eruð þið bæði heil á húfi?” Tóti tók i hönd Mariu litlu og gekk stirðlega i áttina til þeirra. Hvað átti hann eiginlega að segja? Mundu þau nokkurn tima fyrir gefa honum að hann hafði ekki gætt Mariu litlu nógu vel... að nú hefði hún getað legið einhvers staðar undir snjódyngjunni miklu. Augu hann fylltust af tárum. Hann hafði verið ákaflega vondur drengur og brugðizt þvi sem honum hafði verið til trúað. Nú kallaði pabbi eitthvað og hann nam staðar til að heyra hvað það var. ,,Vertu alveg rólegur þar sem þú ert,” kallaði hann. Tóti stóð kyrr og beið. Hann þorði ekki að lita upp. Auk þess gat hann ekki lengur tára bundizt,þau runnu i striðum straumum niður kinnar hans. Og allt i einu fékk hann mikinn magaverk svo að honum leið mjög illa. Og eftir örlitla stund varð honum hræðilega óglatt og varð að sleppa hönd Mariu litlu. Þvi næst tók hann að kúgast og seldi brátt upp i snjóinn. En nú var pabbi einmitt kominn til hans. Hann sagði ekki neitt stóð aðeins hjá Tóta þangað til það versta var liðið hjá. Þá tók hatnn drenginn sinn i fangið og hélt heim á leið. Afi hélt á Mariu litlu i faðmi sinum. Tóti hallaði höfðinu að öxl pabba Hann opnaði augun til hálfs og það var sem gráleitur, óslétt- ur snjórinn bylgjaðist til fyrir neðan hann. Nú var orðið langt siðan að einhver hafði borið 32 hann i fanginu, — hann var lika orðinn stór drengur. En ósköp var gott að láta bera sig núna þvi að hann var svo óttalega þreyttur. Og það var lika gott að enn þá hafði pabbi ekki sagt. Það hlaut að vera mjög erfitt fyrir pabba að bera hann, hann var orðinn svo þungur. ,,Ég get vel gengið pabbi,” hvislaði hann. ,,Néi, vertu ekkert að hugsa um það, þú ert ekki svo þungur,” sagði pabbi. Rödd hans var alls ekkert reiðileg. Þvert á móti brosti hann litið eitt og bætti við: ,,Þú skildir nú eftir meiripartinn úr magan- um þinum þarna upp frá!” Tóti reyndi lika að brosa. En i sama bili fékk hann kölduflog. Honum varð svo ægilega kalt að likami hans skalf allur og hristist, þótt að sólin skini enn þá glatt. Pabbi hljóp við fót og Tóta fannst að það værk svo furðulega langt heim. Hann hafði aðeins óljósa hugmynd um þegar þeir komu heim á túnið og skömmu seinna inn i bæinn. Hann var strax háttaður niður i stóra rúmið þeirra pabba og mömmu og amma breiddi ofan á hann og allt i kringum hann, bæði ullarteppi og hlýjan skinnfeld. Svo kom mamma með volga mjólk blandaða hunangi og bað hann að drekka. Hann opnaði augun, reis upp við dogg og svolgraði hinn ljúf- fenga drykk i stórum teygum. Hann fann að honum hlýnaði strax um allan likamann. En svo hné hann niður á koddann og féll strax i mók á ný.... Jörðin var öll snævi þakin og hann heyrði brak og bresti allt i kringum sig. Hann hafði náð i Mariu litlu en Pila lenti i snjóflóðinu og hvarf. ,,Pila” kallaði hann og settist upp. ,,Hún er hérna vinur minn,” sagði amma rétt hjá honum. Þá mundi hann að hann var heima og hneig aftur niðurá koddann. ,,Ég gleymdi Pilu,” tautaði hann eins og við sjálfan sig. ,,Hún er alveg ómeidd,” sagði afi hughreyst- andi. ,,Hún lenti i snjóflóðinu en við grófum hana upp,” kallaði Bárður hreykinn. „Usssst... Ekki hafa hátt,” hvislaði mamma. En þrátt fyrir allt, mátti Tóti til með að snúa sér og svipast um eftir Pilu. Jú, þarna lá hún við eldstæðið og sleikti á sér lappirnar. Og þegar hann hafði gert sér grein fyrir þvi, féll hann strax i eins konar mók á ný. Og þó heyrði hann eins og i svefni, að fullorðna fólkið talaði lágt saman.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.