Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 10
HARÐSÆKINN EMBÆTTISMAÐUR ER FÉKK ÓVENJULEGT VALD Frásagnir af ævi Jóns Jónssonar ritara frá Álaborg i. íslenzkt réttarfar og stjórnskipun var mj ög i molum allt frá siðskiptum þangað til stjórnarskráin var fengin árið 1874. Dönsk stjórnarvöld reyndu að stjórna með tilskipunum, konungsbréfum og margs konar fyrirmælum. Engin föst lög voru i raun gildandi i landinu, nema Jóns- bók, hin forna lögbók Jóns Einarssonar frá Hruna, er lögtekin var seint á 13. öld. En margir sýslumenn landsins gengu i bága við hana, og reyndu að þjónkast hinu danska valdi. Jónsbók var ætluð frumstæðu bænda- þjóðfélagi og miðuð við þarfir þess. Hún var á flestan hátt nokkuð langt af vegi einveldis og konungsstjórnar af afstöðn- um siðskiptum og litillækkun landsmanna i einokun og einveldi. En i framkvæmd var hún rökrétt og haldgóð, sönn i ætlun sinni og festu, og að þvi leyti fullkomin andstæða tilskipana og konungsbréfa, sem gefin voru út af tilfinningu og ástandi liðandi stundar. A stundum var ástand i lögum og rétti tslendinga naumast nema málamyndin ein, og var á stundum óskiljanlegt og óheppilegt. Þessa er hér getið i upphafi máls, að það skiptir máli I þeirri sögu, er hér verð- lð ur rakin. Einmitt i sambandi við störf Jóns Jónssonar frá Álaborg hér á landi, kemur fram siðasta tilraunin sem mér er kunnugt um, að danskir valdsmenn reyna að hafa áhrif á mál hér á landi með til- skipunum einum. Þetta kemur i ljós i rás sögunnar er hér verður rakin. Eftir að aukin viðskipti urðu milli landa með tiikomu borgarastéttarinnar og áhrifa hennar i viðskiptum og iðnaði, varð það nauðsyn, að lög landanna væru sam- ræmd, svo hægt væri að reka mál á sama grundvelli. Þetta varð i framkvæmd á Norðurlöndum að afstöðnum Napóleons- styrjöldunum, en á íslandi átti þessi sam- ræming erfitt uppdráttar, og kom þar aðallega til, að á Islandi var enn þjóð- félagslegt ástand miðalda, jafnt i at- vinnuháttum og hugsunarhætti. Þetta hefur litt verið rakiö i lifandi sögu lands- ins, en á eftir að verða þar til sanninda i rannsóknum. Samkvæmt tilskipun frá 4. mai 1872 varð sú breyting á æðstu stjórn landsins, að stiftamtmannsembættið var lagt niður, en i þess stað var sett á stofn lands- höfðingjaembættið, og var það litt breytt tilársins 1904. l.april 1873 urðu þáttaskil i sögu landsins. Þá tók landshöfðinginn við starfi sinu, og þá hófst landshöfðingja- timabilið, sem er fyrir marga hluti mjög merkilegt i sögu landsins, sökum þess, að á þvi skeiði var lagður grunnurinn að þeim framförum, er siðar áttu eftir að hafa mikil áhrif i landinu. Islendingar voru mjög á móti stofnun landshöfðingjaembættisins, og reis mjög ákveðin og sterk alda gegn þvi. 1 Reykja- vik varð mótmælaalda i anda byltinga Noðurálfunnar um miðbik aldarinnar. En hinn nýskipaði landshöfðingi tók á þessum málum af miklum dugnaði og bældi óeirðir og blaðaskrif niður með harðri hendi og með málsókn og siðar sektardómum. Aðalbreytingarnar með stofnun lands- höfðingjaembættisins, voru fólgnar i þvi, að mörg mál, er áður höfðu hlotið af- greiðslu i stjórnarskrifstofunum i Kaup- mannahöfn, voru flutt inn i landið og af- greidd af landshöfðingjaembættinu. Þetta krafðist mikilla breytinga á embættinu frá þvi það var aðeins starf stiftamt- manns. 1 Reykjavik var sett á stofn skrif- stofa fyrir embættið og var hún mótuð að danskri fyrirmynd i hvivetna. Hilmar Finsen var skipaður landshöfðingi og fékk hann skipaðan sér til aðstoðar skrifstofu-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.