Heimilistíminn - 12.02.1978, Síða 19

Heimilistíminn - 12.02.1978, Síða 19
1 . c d c íúskrókur” TIR I VEIZLUR OG VERSDAGS min undir loki. Ef þiö notið svinakjöt i stað nautakjöts þarf suðutiminn að vera 45 til 50 minútur. Hreinsið græn- metið og skerið það niöur i hæfilega stóra bita, gulrætur i sneiðar rófur og kartöflur i bita og laukinn i hæfilega stórar sneiðar eða bita. Setjið grænmetið Ut i pottinn og látiö allt saman sjóða áfram við hægan hita i 15 til 20 minútur, eða þangað til græn- metið er hæfilega soðið. Stráið persille yfir allt saman og berið fram með brauði. Sunnudagspottréttur 400 grömm af smábrytjuðu kjöti, 2 tsk. salt, ofurlitið af svörtum pipar, 1 hvitlauksflis, 1/2 tsk. muliö timjan, 1 litil dós af niðursoðnum tómötum (nýj- um ef til eru) 1 stór púrrulaukur, 1 litil dós af sveppum. Takið kjötbitana og brúnið þá vel. Kryddið þá þvi næst og setjið tómat- ana út i, og sjóðið svo kjötið þar til það er hæfilega meyrt. Það tekur um 45 minútur fyrir svinakjöt en 1 — 1 1/2 tima fyrir nautakjöt. Skerið púrruna niður i þunnar sneiðar, geymið svolitið af henni til þess að nota i skreytingu i lokin. Bætið sveppunum einnig út i og látið krauma i fimm minútur. Bragöið á réttinum og kryddið hann meira, ef þörf krefur. Stráið nú þvi, sem eftir er af púrrunni yfir og berið fram með soðnum hrisgrjónum eða kartöflum og gjarnan hrásalati. Ka r töf lupottrétt ur Þetta er einfaldur og fljótgerður réttur. Skerið kartöflurnar niður i sneiðar eða teninga og sjóðið þær þar til þær eru orðnar mjúkar i kjötteningasoöi. Bætið svo út i einhverju a? grænmeti: Margt kemur til greina, rófur, gulræt- ur, paprika , baunir og sitthvað ann- að, sem fyrir hendi er. Undir lokin er svo skorin niðúr einhver bragðgóð pylsa, sem ekki þarf að sjóða, heldur nægir aðeins að hita upp: Rétturinn er tilbúinn, og ekkert er eftir annað en aö berahann fram. Hann er góður á köld- um degi, þegar þið viljið ekki hafa allt of mikið fyrir matseldinni, og ekki fá eitthvað óttalega tormelt. Pottréttir eru bornir fram í pott- unum, sem þeir eru soðnir i, og þess vegna er gaman að matreiða þá i ein- hverjum fallegum potti, ef þiö eigið hann til. Annars er auðvitað lika hægt að hella honum i aBnað ilát, þegar hann er tilbúinn.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.