Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 24
viðskiptavin, sneri hún sér við, og sá sér til mikiliar undrunar Jenniju setja frá sér kaffi- bollann á borðið, ýta til hliðar blaði dr. David- sons, og biða með ófyrirleitnum glampa i aug- unum. Hún sá reiðisvipinn færast yfir andlit Johns Davidsons. Hann ýtti kaffibollanum til hliðar, og dró aftur til sin timaritið. Jennie snéri sér snöggt við, færði svo sykur- karið til og ýtti þvi að olnboga dr. Davidsons. Davidson leit upp og á sama augnabliki rak hann sig i handlegg Jennijar sem tekið hafði kaffibollann svo það skvettist úr honum yfir timaritið. — Jennie! Barbara flýtti sér að borðinu, til hjálpar. — Mér þykir fyrir þessu, sagði hún, en um leið og hún leit framan i Jenniju sá hún, að hún hafði af yfirlögðu ráði verið svona klaufa- leg i þetta skipti. Jennie þurrkaði upp kaffið, og baðst auð- mjúklega afsökunar. Þegar hún gekk á eftir Barböru yfir salinn var hún þó skellihlæjandi. — Sástu svipinn á honum? Barbara leit á hann með ströngu augnaráði. — Hann var æfareiður, og ekki að ástæðulausu. Þú helltir kaffinu yfir þetta dýrmæta timarit hans. — Hann tók þó að minnsta kosti eftir mér. Barbara sagði Hugh frá þessu atviki um kvöldið, þegar þau hittust. — Hvað á ég að gera við Jenniju? spurði hún. Hugh brosti. — Ekkert, sagði hann. — Mér þykir gott að heyra, að einhver getur komið Davidson úr jafnvægi. Við skulum gleyma hon- um. Hann er farinn að vekja meiri athygli heldur en ég get sætt mig við. Barbara leit snögglega upp. — Ég skil ekki, hvað þú átt við, Hugh. Hugh yppti öxlum. — Hvernig væri að við töluðum um okkur tvö i staðinn, sagði hann vingjarnlega. — Við erum hér á góðu veitinga- húsi, i órafjarlægð frá Hilton General. Hljóm- sveitin er góð, og það er fullt af fólki i kringum okkur, sem allt skemmtir sér ágætlega og er ekki að hugsa um rúmfatnað og sjúkraskýrsl- ur. Eigum við að reyna að imynda okkur, að við höfum ekki öðrum skyldum að gegna en skemmta okkur vel. — Þú ættir að vera hér, með einhverri ann- arri stúlku, Hugh. Hann leit á hana eitt augna- blik, og brosið hvarf af andlitinu. — Ég vil ekki neina aðra stúlku. Þú veizt það, Barbara. — Ég er þér ekki.samboðin, Hugh. — Þú gætir verið það. 24 — Þú ættir að verða hrifinn af stúlku eins og Jenniju. — Þakka þér fyrir, ég hef haft nóg af stúlkum af Jennie-gerðinni i kringum mig i áraraðir. — Þú sagðir sjálfur, að allir dáðust að henni, hélt hún áfram. — Hún er sæt og skemmtileg og veit hvað hún vill. Barbara andvarpaði og lagði frá sér gaffal- inn. — Maturinn er dásamlegur sagði hún til þess að skipta um umræðuefni. — Það er gott, vinan. Enn þurfti hann að segja þetta. Hún gat ekki neitað þvi, að henni þótti það þægilegt. — Mér likar mjög vel við þig Hugh. — Það er ekki nóg. Er einhver annar i spil- inu? Hvernig átti hún að geta viðurkennt það fyrir honum, að nærvera Johns Davidson nægði til þess að hjart hennar færi að slá hraðar en venjulega? Hug myndi halda að hún væri orðin eitthvað rugluð. — Við skulum ekki vera svona alvarleg, sagði hún. Hugh lagði hönd sina yfir hennar i eitt augnablik. — Einhvern tima seinna þá? spurði hann. Barbara kinkaði kolli. Þau luku við að borða og dönsuðu svo dálitið en á eftir sátu þau við borðið i kertaljósi, og það varpaði glampa á koparlitað hár Barböru. Hún hafði farið i nýjan kjól — skærgrænan og Hugh lýsti þvi yfir, að hún væri fallegasta stúlkan i salnum. Hugh var dásamlegur vinur, og það var gaman að dansa við hann. Ef til vill ætti hún að reyna að hætta að hugsa um þessa vitleysu og sýna honum meiri áhuga heldur en hún hafði gert til þessa, sem endurgjald fyrir það, hvað hann var alltaf vingjarnlegur. Hún hafði til þessa látið sér nægja að fara út með honum annað slagið, og leyfa honum að kyssa sig góða nótt á eftir. Hugh átti það skilið. Stúlkur voru eigingjarnar og skeytingarlaus- ar hugsaði Barbara með sjálfri sér, um leið og þau gengu saman út i svala október-nóttina. Þær vildu halda þvi sem þær höfðu náð en um leið reyna að ná einhverju meira. Hún var til dæmis óíús að giftast Hugh, en um leið vildi hún ekki hugsa sér framtiðina án hans. Þau óku góðan spöl án þess að skiptast á orð- um. Þá sgði Hugh: — Langar þig til þess að stoppa og horfa á tunglið koma upp, vina min?

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.