Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.02.1978, Qupperneq 8

Heimilistíminn - 12.02.1978, Qupperneq 8
 Susan, eiginkona Frank Wiebe, situr hér og saumar á meöan maöur hennar leikur viö soninn Peter, sem er fimm ára. Þau eiga auk þess tvær dætur, Mary 7 ára og Tinu 3 ára. nágrannar. Það var friðsamt og sjálfu sér nægt og heiðarlegt. En hver mis- skilningurinn reis af öðrum, mestmegnis vegna sakleysis fólksins sjálfs og þekkingarleysis þess á nútima lifsháttum. Nú bendir allt til þess, að Wiebe og fólk hans eigi eftir aö sjá draum sinn verða aö engu. Þvi miður er það ekkert nýtt, aö Menn- onitarnir verði fyrir áföllum og vonbrigð- um. Trúflokkur þessi var stofnaður i Evrópu fyrir meira en fjórum öldum, og alla tíð siðan hefur fólkiö þurft að vera á eilifum flækingi stað úr stað, land úr landi i leit að varanlegum samastað. Mennonit- arnir vilja ekki taka þátt i styrjöldum, og neituöu þvl ætíð aö láta skrá sig til her- þjónustu. Eftir fyrri heimstyrjöldina fluttist allstór hópur frá Evrópu vestur um haf. Texas fyrirheitna landið í augum 450 Mennonita — en nú geta þeir átt eftir að tapa aleigu sinni Enn flytjast menn i stórum hópum til Bandaríkjanna og enn dreymir innflytjendurnar stóra framtiðardrauma. Einn þessara manna er Frank Wiebe. Hann segir: Allt mitt líf haföi ég hugs- að um það/ að einhvern tíma myndi ég eignast mitt eigið land. Hann talar enskuna með sterkum þýzkum hreim. — Okkur langaði til þess að fá að búa hér, þar sem lögin eru svo góð, og þar sem við gætum verið eins og ein stór f jöl- skylda, og gætum menntað börn- in okkar á þann hátt sem við trú- um aö sé hinn eini rétti. Wiebe, sem er 25 ára gamall, er ritari Mennonita-samfélags, sem stofnað hefur verið I Texas. Nærri 450 Mennonitar komu snemma á siðasta ári til Bandarikjanna og settust að á afskekktum stað i vestan- verðu Texas, um 35 km frá bænum Seminole. Þetta nýaðflutta fólk reyndist hinir beztu Frank Wibe hefur reynt aö rækta baö- mull, og þaö tókst, en maisuppskera hans brást vegna þurrkanna. Fyrir rúmum fimmtiu árum stofnuöu Mennonitarnir nýlendu i Chihuahua-riki i Mexikó, og þar fæddist Wiebe. Fljótlega kom þó að þvi að alls kyns óaldarlýður tók aö gera Mennonitunum lifið leitt um þess- ar slóðir, og fór svo að Wiebe og margir aðrir fluttust til Kanada. Þar var land dýrt, og varð það til þess að fólkið dreifð- ist viöa. Fyrir rúmu ári barst svo út sú saga meðal bræðranna I þessum trúar- söfnuði, að nóg væri um land i Texas, og það væri selt á lágu veröi. ófrjósamt og vindblásið landið virtist þó tæpast vera eftirsóknarvert. Sendiboðarnir fóru þó af stað og litu á það, sem i boði var og lýstu þvi yfir, að hægt væri aö vinna landið, og ekkert væri út á það að setja, sem áveitur og mikil vinna bættu ekki úr i framtfð- inni. Mennonitarnir söfnuöu nú saman öllu þvi fé, sem þeir gátu, og tókst að afla 445 Mennonita-biskupinn Henry Reimer neit- ar þvi, aö hann hafi leitt fólk sitt út I vit- leysu. Hann segir, aö hér sé einungis um misskiining aö ræöa.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.