Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.02.1978, Qupperneq 11

Heimilistíminn - 12.02.1978, Qupperneq 11
stjóra, Jón Jónsson frá Alaborg, frænda sinn danskan lögfræðing af íslenzkum ættum i föðurkyn. Talið er, að Hilmar Finsen hafi lengi verið i vafa um, hvern hann ætti að ráða i starfið. Hafði hann fyrst haft i huga frænda sinn danskan, er starfað hafði hjá honum i nokkurn tima. En þegar hér var komið sögu hafði sá fengið gott embætti I Danmörku og kom þvi ekki til greina. Hann tók þvi það ráð, að mæla með frænda sinum, Jóni Jónssyni frá Álaborg, i starfið og hlaut hann það. Hilmar Finsen landshöföingi var af þekktum og frægum islenzkum ættum i fööurætt, en fæddur i Danmörku og hafði hlotið danskt uppeldi og menntun. Hann var mjög fær lögfræöingur, fylginn sér og harður i horn að taka ef svo bar undir. Hann var reyndur embættismaöur i Dan- mörku, áður en hann kom til íslands, skipaður stiftamtmaður. Jón Jónsson var fyrsti skrifstj. á Islandi fslandi. Embætti hans nefndist að visu i landshöfðingjaritari en brátt stytti al- þýðan það að islenzkri málvenju og nefndi hann landritara, og siðar aðeins ritara, og festist það við Jón, og var hann ávallt nefndur eingöngu Jón ritari. Þaö eru ekki margirembættismenn landsins, sem urðu eins umsvifamiklir og duglegir i embætti og Jón ritari, né höfðu jafnmikil áhrif á skömmum tima. Þaö sópaði að honum i hvivetna, og hann olli miklum bylgju- gangi og nýjungum i landinu með emb- ættisathöfnum sinum, og jafnframt lika i stjórnmálum. Hann var með afbrigðum duglegur og fylginn sér, ákveðinn og framtakssamur, svo aö á stundum finnst þeim, er kynnist sögu hans, aö hann hafi gengið feti framar en hollt var. Fáir embættismenn 19. aldar settu eins mikinn svip á sögu Reykjavikur og Jón ritari. Hann færði i bæjarlifið ferskan blæ, er átti eftir að hafa i för með sér miklar breytingar. í þessu varð hann boðandi breyttra tima i anda þingræðis og aukinna áhrifa almennings i stjórnmálum. Auðvit- að lifði Jón ritari ekki að sjá þetta i fram- kvæmd komandi tima. En þar sannast sem oftar: „Að ilmurinn sem kemst i ker, keiminn lengi eftir ber”. 2. Jón Jónsson ritari var borinn i Reykjavik 23. april 1841. Foreldrar hans voru hjónin, Jón Jónsson, yfirdómari frá Stóra Armóti i Flóa og Anna Cathrine Martine, prests- dóttir frá Kolding i Danmörku. Foreldrar hans fluttust til Danmerkur árið 1846, og hlaut hann danskt uppeldi. Faðir hans varð bæjarfógeti i Alaborg árið 1848, 6. maf. Jón varð stúdent áriö 1861 og lög- fræðingur árið 1867 með ágætum vitnis- burði. Hann gerðist þá aðstoðarmaður fööur sins i Alaborg. Jón var fimmti maður með sama Jóns- nafninu i karllegg frá Jóni Sigurðssyni sýslumanni i Einarsnesi I Borgarfirði. Faðir hans, Jón yfirdómari og alþingis- maður Arnesinga var sonur Jóns, um- boðsmanns á Stóra Armóti og Drumb- oddsstöðum i Biskupstungum, Jónssonar sýslumanns á Móeiðarhvoli, Jónssonar prófasts i Stafholti, er var yngstur barna Jóns sýslumanns Sigurðssonar i Einars- nesi. Jón yfirdómari dvaldist i Danmörku i 11 ár að loknu námi, en fluttist þá til Reykja- vikur árið 1836. Hann varð dómari við Landsyfirréttinn, en hann fylgdi annarri stefnu en dómstjórinn, Þórður Svein- björnsson, en sá siöarnefndi var mjög mótaður af anda hins upplýsta einveldis, en Jón var aftur á móti hrifinn af nýjum straumum i stjórn- og dómsmálum. Hann ritaði bók um þinglýsingar og vildi taka upp nýtt kerfi i skipun jarðeigna i land- inu og ritaði jarðabók um allt land, er jafnan er nefnd Jóhnsensjarðatal, og er hið merkasta rit og undirstöðurit enn þann dag i dag. Skoðanir hans voru mjög að skapi sunnlenzkra bænda og studdu þeir hann mjög til mótunar jarðabókar til löggildingar, en hann var farinn úr landi, þegar það varð, að hún var lögleidd á Al- þingi. Jón var kosinn fyrsti alþingismaður Ar- nesinga árið 1844 og sat á þremur fyrstu þingunum, en bauð sig ekki fram til þjóð- fundarins né i næstu alþingiskosningum. Eftir að hann fluttist til Danmerkur var hann ávallt nefndur Alaborgar-Jón. Tveir bræður hans urðu mjög merkir áhrifa- menn á íslandi. Þorsteinn sýslumaður á Kiðjabergi og Magnús bóndi i Austurhlið i Biskupstungum og siðar i Bráðræði i Reykjavik og alþingismaður Reykvik- inga.Hann var brautryðjandi i verzlunar- málum hér i bæ og lét mörg merk og mikilvæg mál til sin taka. 3. Eins og þegar er sagt, hlaut Jón ritari danskt uppeldi og danska menntun, þá beztu er völ var á þar i landi. Fjórtán ára fór hann i Frúarskólann i Kaupmanna- höfn, er var þekktasti og frægasti menntaskóli Danmerkur. Að vlsu var menntaskóli i Alaborg, en hann var ekki látinn ganga i hann, og hefur það meðal annars verið af þvi, að hann var frá fæð- ingu lamaður i baki og hafði stóra kryppu og var því hálfgerður krypplingur. I Kaupmannahöfn gekk hann til lækna og fékk nokkra bót, en ekki til fullnustu, og bagaði þessi sjúkdómur Jón mikiö alla ævi. Það er ekki vitaö um það, að Jón ritari hafi haft kynni af Islendingum á mennta- skólaárunum. En hann naut vináttu föður sins við Jón Sigurðsson og var tiöur gestur á heimili hans. Hann gekk einnig snemma i Hið fslenzka Bókmenntafélag, og hélt ávallt tryggð við það. 1 Frúarskóla urðu ýmsir þekktir menn i Danmörku skólabræður Jóns, og hélt hann ævilangri tryggð við þá, og urðu honum mikil not af kynnum þeirra. Meöal þeirra voru þrir þjóðkunnir menn I Dan- mörku: Harald Höffding. prófessor i heimspeki, Viggó Hörup, stjórnmála- og blaðamaðurog Július Petersen, prófessor i læknisfræði. Meðan Jón ritari var i háskólanum fékk hann Garösvist sökum þess aö hann var af islenzku faðerni. Þá hófust skipti hans við Islenzka stúdenta. Hann lærði Islenzku og fékk fslenzkan súdent til að kenna sér„ en það var Þórarinn Jónsson Thórarensen frá Skriðuklaustri, og var talinn vel gáfaður. Jón lærði aö tala og rita máliö, en varð aldrei mjög leikinn I þvi. Það kenndi alltaf talsverðs dansks hreims i máli hans. Þegar Jón hafði lokiö lögfræðiprófi réð- ist hann i skrifstofu föður sins i Alaborg. En um sumarið fór hann heim til Islands og heimsótti föðurbróður sinn, Þorstein sýslumann Þingeyinga á Húsavik. Hann dvaldist hjá honum i einn og hálfan mán- uð og kynntist hann þar ýmsu er honum varð að gagni siðar. Siðan fór hann land- leiðis til Reykjavikur og hugðist taka þar skip um haustið til Kaupmannahafnar. En annað varð i efni. Þegar Jón kom til Reykjavikur komst hann þar i kynni við einn af fyrrverandi eigendum Glasgowverzlunar, er var þar vegna óreiðu faktors verzlunarinnar, og þurfti á lögfræðilegri aöstoð að halda út af væntanlegum málaferlum viö faktorinn. Hann falaði Jón til starfans, og varð það úr að hann tók máliö að sér. Þetta atvik varð til mikilla örlaga fyrir Jón. Af þessum sökum dvaldist Jón I Reykjavik um veturinn, og vann annaö veifið i skrifstofu stiftamtmanns frænda sins. Um veturinn gekkst Jón undir próf i íslenzku, en það var skylda, ætluðu er- lendir menn að fá embætti á Islandi, aö þeir tækju próf i Islenzku, samkvæmt kon- ungstilskipun frá árinu 1857. Jón gekk vel prófið og voru þó próf- dómarar hinir læröustu menn: Halldór Kr. Friðriksson latinuskólakennari, Gisli Magnússon latinuskólakennari og Jón Pétursson yfirdómari. Augljóst er af þessu, að Jón hefur ætlað sér aö fá emb- ætti á Islandi, annars hefði hann ekki ver- ið að leggja á sig slfkt erfiði. 4. Sumarið 1867 var Þorsteini Jónssyni, sýslumanni Þingeyinga, veitt Arnessýsla, en hún haföi verið laus siðan Þórður Guð- mundsson hætti þar sýslumannsstarfi, en Lárus E. Sveinbjörnsson var settur þar sýslumaður, en hann hafði þá verið skipaöur sýslumaður Þingeyinga i stað Þorsteins. Þannig stóð nú á, aö Þorsteinn sýslumaöur gat ekki yfirgefiö Þingeyjar- sýslu fyrr en eftirmaður hans i starfi kæmi þangað. Or þvi sem komið var gat þetta ekki orðið fyrr en vorið 1868. I samráði við sýslumennina greip Hilm- ar Finsen nú til þess ráðs, að fá Jón Jóns- son til að taka að sér sýslumannsembætti n

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.