Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 16
 FLA UELISSA UMURINN ER SKEMMTILEGUR Hafið þið nokkurn tima reynt að sauma flauelis- saum? Ef ekki, þá er kom- inn timi til þess að reyna það. Þessi saumur er næsta óvenjulegur, og hann má nota á óendanlega marga vegu. Hægt er að sauma hann i prjón og efni, og nota hann til skrauts á fatnaði eða þá i heila púða, allt eftir þvi, sem ykkur langar til. Saumur þessi er fljótlegur og einfaldur og við ætlúm að birta hér munstur til að fara eftir, og nokkrar hug- myndir að þvi, hvernig má nota sauminn. En fyrst er það saumaað- ferðin. 1. Svona litur flauelissaumurinn út frá upphafi til enda. Þið byrjið á þvi, að teikna munstrið, sem þið ætlið að nota, á smjörpappir. Siðan fáið þið ykkur plastlok eins og höfð eru yfir smjördósunum, sem fást i öllum verzlunum. Dragið munstrið upp á dósarlokið og klippið siðan út með beittum skærum. Þá er komið það, sem þið eigið að sauma utan um. Á fyrstu myndinni sjáið þið fiðrildisvæng, en það er einmitt fiðrildi sem ætlunin er að láta ykkur sauma, frá upphafi til enda. 2. Þá er komið að þvi að byrja að sauma flauelis- sauminn. Þið notið ullargarn, og hafið þrjá þræði i nálinni. Annars má vist nota hvaða garn sem er, allt eftir þvi i hvað er saumað, og hvaða garn fer bezt við efnið. Þegar búið er að sauma utan um plastið, sem þið klipptuð út, er eins og þið hafið saumað flat- saum, og hann verður nokkuð þykkur, vegna þess að garnið er þrefalt og af þvi að saumað hefur verið utan um plastið. 3. Næst er klippt upp úr saumnum, en áður verður reyndar að festa hann niður á bakhliðinni. Þið fáið ykkur tvinna i sama lit og efnið, sem saumað er i, og festið þræðina niður að aftanverðu með aftursting. Afturstingurinn er saumaður á miðjan „flatsaum- inn,” eins og strik eftir öllu munstrinu. Klippið svo upp úr „flatsaumnum” á réttunni eins og sýnt er á mynd no. 3. Klippið á mitt hvert einasta spor. *

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.