Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 22.02.1979, Blaðsíða 32
Bernhard Stokke Þýöing: SIGURÐUR GUNNARSSON Villi sat inni á saumastofunni og var önnum kafinn við að gera við treyjuna sina. Samtimis braut hann heilann um það hvemig hann ætti að fá Halla til að strjúka með sér. Honum fannst hann alltaf verða hálfruglaður þegar hann kom út i sveit og tapa þar öllum áttum. 1 vor hafði hann til dæmis átt að skjótast i sendi- ferð til bóndabæjar nokkurs sem var rétt hjá uppeldisheimilinu en þangað komst hann ekki fyrr en eftir margra klukkutima villu i skógin- um. Að sjálfsögðu höfðu allir á heimilinu gert sér mikið gaman af þessu. En ef hann fengi Halla með sér horfði málið öðru visi við, —þá mundu þeir aldrei sjást oftar hér á uppeldis- heimilinu. Jú, — þeir mundu kannski koma aftur, þegar þeir væru orðnir rikir. ,,Ég ætla að koma ein- hvern tima hingað á aðfangadag jóla”, hugsaði hann. ,,Þá verð ég mjög vel búinn, i frakka með fóðruðum skinnkraga, með hatt á höfði eða loðskinnshúfu, i ljósum sóhlifum og með gula leðurtösku i hendi”. Svo ætlaði hann að ausa góðgæti til strákanna á báða bóga, og þeir mundu verða mjög hrifnir og segja: ,,Hann var hér einu sinni i vist alveg eins og við”. Já, þetta mundi verða ákaflega gaman! Villi var með ýmsa kynduga tilburði, á meðan hann var i þessum hugleiðingum svo að strákarnir, sem dunduðu með honum á saumastofunni, brostu i laumi eða flissuðu. Og umsjónarmað- urinn undraðist, hve Villi var rólegur i þessum tima. „Allir halda, að þú hafir tekið peningana”, sagði Villi við Halla, þegar þeir gengu út úr borðsalnum og niður þrepin, á eftir öllum hin- um. Enþessu skrökvaði hann, þvi að hann hélt, að þá mundi hann frekar fá Halla til að str júka með sér. 32 „Það töluðu allir um það á verkstæðinu. Og þú værir hreinasti kjáni, ef þú hefðir ekki tekið þá”. Halli svaraði honum ekki. Villi dró hann með sér inn i eitt hornið við skólahúsið en fylgdist einnig jafnframt vel með ums jónarmönnunum. „Við stelum lyklum og laumumst svo inn i birgðageymsluna. Við verðum að vera vel út- búnir, þegar við strjúkum”. „Það verður nú ekki auðvelt að ná lyklun- um”, sagði Halli. Hann hafði litla trú á, að það mundi takast. Drengirnir þögðu um stund. Villa var ljóst, að innan skamms mundi hann sigra Halla, — fá hann til að strjúka með sér. Siðan mælti Halli: „Ég var næstum að þvi kominn að strjúka frá Nielsi bónda i gær”. „Það var gott, að þú komst hingað aftur, Halli, þvi að þá getum við strokið saman”. Villi varð nú enn þá ákveðnari með sjálfum sér að strjúka, þegar hann fann, að hann var alveg að ná valdi á Halla. Þeir gengu nú út af lóðinni og námu staðar við ofurlitinn skurð, sem þar var skammt frá. Sáu þeir þá allt i einu eitthvað óvenjulegt i skurðinum og athuguðu málið. Þetta var góður skeiðarhnífur, sem einhver hafði glatað þarna. Þeir tóku hnifinn upp, þurrkuðu hann og földu hann siðan vel undir steini við girðing- una. Hann mundi áreiðanlega geta komið sér vel, ef þeir legðu i áhættusama ferð einhverja nóttina, fyrr en seinna. Fyrsta undirbúningi þeirra var lokið. — Þvi næst gengu þeir aftur inn á lóðina. Villi brosti til umsjónarmanna sinna og félaga og var sá fyrsti, sem kom sér fyrir i röðinni, þegar hringt var. Þegar Halli var útskrifaður af uppeldisheim-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.