Heimilistíminn - 22.02.1979, Side 37

Heimilistíminn - 22.02.1979, Side 37
ICELANDIC NATIONAL DRESSES s s 9 é Hvað heita litlu telpurnar?\ Dæmalaust eru þær fallegar litlu stúlkurnar á myndinni. Þetta er 50 til 60 ára gamalt póstkort, sem Atli ólafsson í Leðuriðjunni kom með til okkar, og bað okkur að birta með fyrirspurn um það, hvort einhver þekkti sig á myndinni. Eins og lesa má á ensku er þetta kort ætlað tíl þess að kynna íslenzku þjóöbúningana, og stúlkurnar eru sagðar 6, 3 og fimm ára gamlar. Ef einhver kannast nú við stúlkurnar væri gaman að fá upplýsingar um það. Einnig komum við þeirri hugmynd hér á framfæri, hvort ekki gæti verið gaman að birta f leiri myndir á borð við þessa með óskum um frekari upplýsingar. Mikið er til af merki- legum gömlum myndum, sem fólk geymir, en veit ekki hin minnstu deili á. Ef einhver hefur áhuga á sliku gæti hann haft samband við ritstjóra Heimilis-Timans, Fríðu Björnsdóttur í síma 3 12 33. Slæm samvizka er aðeins samvizka, sem gerir skyldu sína. Nágrannar eru fólk, sem veltir því fyrir sér, hvenær bannsett veizlan er búin. Betri er hárlaus haus held- ur en enginn haus. Mikið dáumst við að vizku þess, sem leitar til okkar um ráðleggingar. Mikið eru þeir vitlausir, sem halda, að Robinson Crusoe hafi verið þekktur óperusöngvari. Prófessor nokkur hefur eytt í það miklum tima, að komast að þvi hvers vegna prófessorar almennt eru svona utan við sig. Hann er búinn að gleyma niðurstöð- unni. Sá, sem hefur á röngu að standa, en vill aldrei viöur- kenna það, verður alltaf vitlaus. 37

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.