Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 3
Kæi** Alvitur,
i 1. tölublaði Heimilis-Timans 1978,
bis. 26, var tilkynning um það, að ef
maður vildi fá uppiýsingar um fólkið
eða hljómsveitirnar, sem upp voru
taldar, þá skyldi maður bara skrifa.
En hvernig sem ég leitaði fann ég
hvorki nafn né heimiiisfang sendanda.
Hvar fæ ég sem beztar upplýsingar
um flugfreyjustarf og nám?
Hvernig passa sporðdreki og krabbi
saman?
Sporðdrekadama
Kæra Sporðdrekadama,
Þú hefur lög að mæla, það var ekki
hægt að finna heimilisfang þess, sem
skrifa átti til i leit að nefndum upplýs-
ingum. Fyrir einhverja handvömm
féll nafnið og heimilisfangið niður, og
hefur mér ekki tekizt að hafa upp á
þessu aftur. Ég hef alltaf veriö að
. vona, að sá, eða sú, sém sendi þetta
bréf inn, ræki augun i upptalninguna
ogsvo það, að heimilisfang vantaöi, og
myndi þá skrifa mér af tur. Nú heiti ég
á þessa persónu að gera það, ef hún
skyldi nú lesa þetta. Ef ég man rétt
var viðkomandibúsettur I Keflavik, en
það nægir nú vist ekki.
Flugfreyjufélagið ætti að geta gefið
þér einhverjar upplýsingar varðandi
nugireyjustarfiö, og svo getur þú lika
hringt til flugfélaganna og beöið um aö
fá aðræða við þann, sem stjórnar flug-
freyjunámskeiðunum og sér um ráðn-
ingu flugfreyjanna.
Sporðdreki og krabbi munu eiga al-
veg einstaklega vel saman.
Sæll!
Enn einu sinni þakka ég fyrir blaðið,
sem er orðinn ómissandi hlutur, sér-
staklega eru það krossgáturnar og
framhaldssagan. Jæja, ekki má
gleyma spurningunum.
1. Hvert á ég að skrifa, ef ég vil fá
danska pennavini?
2. i hvaða skóla þarf égað fara, ef ég
ætla að verða leikfimikennari?
3. Er hægt að stunda eitthvert annað
nám á meðan maður er I kennarahá-
skóla?
Jæja, þá verður það ekki lengra að
sinni.
Beztu kveðjur
Sallý
Fyrir skömmu birti ég hér i þættin-
um utanáskrift til danskra skátasam-
taka. Þú gætir reyntað skrifa þeim, og
biðja um að þau útvegi þér pennavini,
eins og þær ætluðu að gera, sem báðu
um aðfá þetta heimilisfang. Það gerir
llklega ekki til þótt þú sért kannski
ekki skáti. Svo gætir þú reynt að skrifa
til einhvers af dönsku vikublöðunum.
Utanáskriftir þeirra getur þú fundið i
blööunum sjálfum.
Þú ferð i Iþróttakennaraskólann, ef
þú ætlar aö verða leikfimikennari.
Eg held að flestum veitist nægilega
erfitt að stunda aðeins nám I einum
skóla i senn, og gildir það áreiðanlega
um Kennaraháskólann jafnt sem aðra
skóla. Það næst aldrei góður árangur
ef fólk er aö skipta sér á milli margra
námsefna eöa hugðarefna samtimis.
Kæri Alvitur
Mig langartil að eignast pennavini f
Norcgi. Viltu vcra svo góður að segja
mér, hvaða heimilisfang er hjá norsku
blaði, sem hefur pennavinadálk?
P.S. Hvað eru margar stafsetn-
ingarvillur i bréfinu?
Með kærri kveöju
Diddi
Diddi minn, þú ættir aö reyna aö
skrifa norska blaðinu Nationen, Ar-
beidergaten 4, ósló. Það blaö hefur
sérstaka barnasiðu einu sinni i viku,
ogekki er óliklegt, aö þar væri hægt að
fá birt nafnið þitt, með óskum um að
eignast norska pennavini.
Það munu hafa veriö tvær stafsetn-
ingarvillur i bréfinu þinu.
Kæri Heimilis-TImi,
Mig langar til þess að biðja þig að
birta heimilisfang Nicolettu frá italíu
aftur. Hún er hjartveik og pabbi henn-
ar skrifaöi blaðinu. Ég týndi heimilis-
fanginu.
Gróa.
Hér kemur heimilisfang Nicolettu á
italiu. Ég vona að þú skrifir henni og
sem flestir aðrir, þaö mun áreiöanlega
létta henni lifið:
Gamboni Nicoletta
Via Lago Di Varano
Edificio 24, Scala — A — Incasa
74100 Taranto Italia
Meöal efnis í þessu blaði:
I St. Bernards-skarðinu............. bls. 4
Sextug f rænka Jackie Onassis ...... bls. 8
Hann bað um að fá að deyja.......... bls. 14
Enn þurfa Indiánarnir að berjast ... bls.20
Skótizkan tæpastætluð íslendingum .. bls.25
Hjartalinurit feitrar sirkusfrúar... bls.26
Nú bíða Norðmenn eftir kóngabarni ... bls. 27
Bókahilla .......................... bls.36
______________/