Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 33
Eitt var þó strax alveg vist: Þessi maður var ekki ættaður héðan úr byggðarlaginu, og tæp- ast heldur úr nágrannasveitunum, þvi að hann talaði alveg á sérstakan hátt, sem Tóti hafði aldrei heyrt fyrr. Hann hlaut að vera kominn langt að. Loksins hafði maðurinn lokið við að borða. Tók hann þá fram pipu sina og kveikti i henni með greinarstúf frá bálinu. Hinir karlmennirn- ir gerðu allir það sama. Pabbi sneri sér að ókunna manninum. „Kemur þú langt að?” spurði hann. ,,Já, ég á heima hinum megin við Löngu- fjöll,” svaraði maðurinn, — ,,það er rétt við landamæri Sviþjóðar.” „Nafn þitt kemur mér kunnuglega fyrir,” sagði afi, — „mér finnst ég hafi heyrt það fyrr.” „Já, það má vel vera,” svaraði maðurinn. „Afi minh hét Eirikur Hallvarðarson, eins og ég, og hann var ættaður héðan úr þessu byggðarlagi.” „Þá átt þú liklega einhverja ættingja hér um slóðir,” sagði pabbi. „Já, það er enginn vafi á þvi, en ég þekki þá bara ekki, þvi miður. Það hefði vissulega verið gaman að hitta einhverja þeirra.” Bogga gekk nú til gestsins og hellti meira öli i könnu hans. „Þú þarft nú ekki að fara öllu lengra til þess,” sagði hún. „Hvað áttu við?” spurði Eirikur og leit undr- andi til hennar. Bogga brosti. „Menn kalla mig Boggu,” mælti hún, — „en fullunafniheitiég Borghildur Hallvarðardóttir, og langafi þinn var einnig langafi minn..” „Nei, hvað heyri ég? Þetta eru sannarlega óvæntar fréttir,” sagði Eirikur og spratt strax á fætur. Hann tók þéttingsfast um herðar Boggu... „Er þetta alveg satt?” „Já, vist er það satt,” sagði Bogga og hló, — „þú hefur þegar hitt nákominn ættingja.” Þá sveiflaði Eirikur Boggu i hring af ein- skærri gleði, svo að skvampaði i ölkönnunni. „Nú verður Anna glöð, þegar hún veit, að við eigum hér ættingja,” sagði hann hlæjandi. „Hver er Anna?” spurði Litli-Jón. „Áttu kannski börn?” kallaði Bárður. „Nei, nú er nóg komið,” sagði pabbi ákveð- inn, — ,,Eirikur getur ekki svarað mörgum spurningum i einu...Fleygið nokkrum fauskum á eldinn, drengir minir.” Drengirnir flýttu sér að gera það, sem pabbi bað þá um, og eldurinn blossaði upp. Þvi næst komu þeir strax aftur, settust og horfðu ákafir til Eiriks. „Raunar veit ég varla, hvar byrja skal,” sagði Eirikur og klóraði sér i hnakkanum. Gamli-Jón hafði ekki enn lagt hér orð i belg. En nú bar hann fram þá spurningu, sem bjó efst i hugum allra. „Hvert er erindi þitt hingað? ” spurði hann stuttaralega en ákveðið. „Hvað býr þér eigin- lega i huga? Og hvert er förinni heitið?” Eirikur leit til hans. „Reyndar hafði ég ekki hugsað mér að fara öllu lengra,” svaraði hann og brosti. „Hvað áttu við með þvi?” spurði Gamli-Jón aftur. Eirikur tók greinarstúf og stakk honum nokkrum sinnum i völlinn. Það var eins og hann ætti erfitt með að svara. Að lokum leit hann þó upp og mælti: ;,Þegar ég kom upp i skarðið hér fyrir ofan i dag, nam ég staðar stundarkorn og virti fyrir mér hið fagra útsýni yfir vatnið og dalinn. Þá fannst mér, að hér vildi ég gjarna setjast að, á þessum fagra og friðsæla stað, — ef þið gætuð þá hugsað ykkur að fá okkur sem nágranna.” Það varð djúp þögn djúga stund. Allt fólkið horfði mjög undrandi til Eiriks og drengirnir með opinn munn. Eirikur hrökk við. Hann bjóst ekki við þessum viðbrögðum. Héf ég talað eitthvað af mér? Hef ég sagt einhverja fjarstæðu?” spurði hann. Afi hló. „Nei, alls ekki,” sagði hann. „Okkur finnst aðeins svo furðulegt, það sem þú segir, þvi að i rauninni vorum við á vissan hátt að tala um þig, rétt áður en þú komst.” „Um mig?” spurði Eirikur. Og nú varð hann meira en litið undrandi. „Þið hafið þó aldrei séð mig fyrr.” Afi skýrði nú Eiriki frá þvi, sem Bogga hafði verið að tala um, — að það væri nóg rými fyrir fleira fólk hér i Stóradal. „Og svo komst þú, eins og þú værir kallað- ur,” sagði Bogga og hló. Eirikur leit i kringum sig, bæði undrandi og glaður. „Eruð þið þá öll sammála um, að ég megi byggja mér nýbýli hér i dalnum?” spurði hann. „Já, það er ekkert þvi til fyrirstöðu,” sagði Gamli-Jón og kinkaði kolli. , „Við finnum áreiðanlega einhvern góðan 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.