Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 11
hræringum NorBurálfunnar, fornmennta- stefnunni. Forfeöur dr. Hannesar biskups höföu i 182 ár setiö eitt glæsilegasta og sögufræg,- asta höföingjasetur Borgfiröinga, mann eftir mann, og er þaö einsdæmi i islenzkri sögu. En i vitund mennta og vísinda, voru þeir frægastir af þeim sökum, að þeir höföu einir fræöimanna landsins haldift viö fornmenntastefnunni, gefiö henni sér- kenni rannsókna i islenzkri sögu og menntum. Séra Jón Einarsson prestur i Reykholti, bróöir Gissurar biskups Ein- arssonar, lagöi þar undirstööuna, en á- hrifin voru frá biskupnum, bróöur hans. Tengsl Reykhyltinga viö hin sönnu vis- indi — endurreisnarstefnu Norðurálf- unnar voru skýr og örugg. Þau voru mest I menntum sögu og skáldskapar, en lika i félagslegum erföum, tengd fornöldinni, söguöldinni I fslenzku þjóöfélagi. I Reyk- holtsdal var undir stjórn og forsjá afkom- enda séra Jóns Einarssonar haldiö viö skipulagi i sveitarstjórnarmálum, er var einsdæmi i Borgarfiröi. Þetta skipulag hefurséra Hannes Stephensen ábyggilega þekkt, og það var honum eggjun til dáða, til aö vinna aö uppbyggingu félagslegra framfara i héraöinu, er honum gafst tæki- færi til, þegar hann var oröinn alþingis- maöur þess. 2. Borgfiröingar kusu séra Hannes Step- hensen alþingismann árið 1844 á fyrsta endurreista alþingiö er haldiö var áriö eftir i Reykjavik. Hann var alþingismaö- ur þeirra til dauöadags. Þegar séra Hannes hóf störf á alþingi, varö hann á- kveöinn fylgismaöur Jóns Sigurössonar og var honum oftast næstur til allra mannrauna á alþingi. Séra Hannes Stephensen naut mikils á- lits, jafnt utan héraös og innan. Hann var af valdamestu ætt landsins, sat mikinn og frægan staö i blómlegu héraði, var vel fiáreigandi. Hann var mikill rausnar- maöur i hvivetna, höföinglegur i sjón og reynd. Það var þvi mikill, ómetanlegur styrkur aö honum fyrir hina ungu og á- kveönu stjórnmálahreyfingu Jóns Sig- urössonar. Eitt af aöaláhugamálum séra Hannesar Stephensens á fyrsta þinginu, var aö bæta og vernda islenzkuna i framkvæmd hins daglega i landinu. Hann haföi ávallt mik- inn áhuga á islenzkri tungu, og var á- kveönasti baráttumaðurinn fyrir þvi, aö islenzka yröi látin skipa þann sess i þjóö- lifinu, sem henni bar. Hann vildi, aö is- lenzkan yröi notuö á opinberum vett- vangi, og hún væri hrein og rökrétt, eins og bezt var á kosiö i slikri notkun 1 þessu efni var séra Hannes eins og viöa annars staöar i algjörri andstööu við einveldis- hugsjónina. Söguleg rök hniga þvi beinlinis i þá átt, að Hannes prestur hafi verið af erföum og þrautreyndum rökum, kjörinn til þess vegs, sem hann hlaut af störfum sinum á alþingi. En jafnframt kemur fleira til álita og skal nú aö þvi vikiö. Þaö er mjög athyglisvert, aö á fyrstu þingunum, höföu sýslumenn sig litt i frammi til fylgis viö Jón Sigurösson og þjóðernisstefnu hans, en hins vegar voru það prestarnir, sem á alþingi sátu, sem fylktu sér i forustusveit hans. Þar má fyrst og fram til nefna séra Hannes Step- hensen og séra Halldor Jónsson á Hofi i Vopnafiröi. A þjóöfundinum 1851 bættust fleiri prestar i hópinn, svo sem séra ólafur Johnsen á Stað, séra Páll Pálsson, séra Jóhann Briem. Þaö er mjög sennilegt, áö þetta bafi orðiö fyrir áhrif frá skoðunum og mál- flutningi séra Hannesar Stephensens. Hann sýndi þaö greinilega i verki, aö hann var foringi, heill og ákveöinn og kunni vel aö stýra liöi. Ariö 1849 kusu þingmenn Jón Sigurös- son forsta i staö Þóröar Sveinbjörnssonar yfirdómara, aö honum forspuröum. Hann var ekki kominn til alþingis, þegar það var sett 2. júli. Hann kom ekki til þings fyrr en siöustu daga mánaöarins. Séra Hannes vann ákveönast og mest aö þessu kjöri, og var sjálfur kosinn varafor- ;seti þingsins. Hann varö þvi aö stjórna f'undum þess i þrjár vikur, og reyndi tals- vert á hæfileika hans. Hann sýndi á þessu þrngi, aö hann var mjög traustur og stjórnsamur forseti, enda var hann kosinn forseti siöasta þings sem hann sat áriö 18í>5. Meö forsetakjörinu áriö 1849 var brotiö blaft í stjórnmálasögu landsis. Embættis- og slcrifstofuvaldinu var hrundiö af stóli, og meö kjöri Jóns Sigurössonar og séra Hannesar Stephensens voru kjörnir for- setar alþingis af þeirri aöferö, er frjálsir þingmv?nn notuöu i þennan mund, i þeim löndum, þar sem komin var á lýöræöisleg stjórn. Upp frá þessu kusu þjóökjörnir þingmenn forseta úr sinum hóp, og haföi það rnikij áhrif á störf alþingis meöan það var ráðg«fandi. 3. Þjóðfundiurinn áriö 1851 sýndi þaö vel, að séra Hannes Stephensen var skelegg- asti fylgismaður Jóns Sigurössonar og stóö þar fast og ákveðiö I fylkingarbrjósti. Frestun þjó'öfundarins áriö 1850 varö Is- lendingum mikil vonbrigöi, enda höföu verið geröar ýmsar ráöstafanir i sam- bandi viö hann, meöal annars undirbún- ingur aö Þingvallafundi. Séra Hannes var varaforseti alþingis, eins og fyrr greinir og lét hér ekki standa á sér. Hann boðaöi til Þingvallafund'ar 10. ágúst um sumariö. Var fundarboöinu tekiö meö miklum fögnuöi um land íillt. Þá höföu oröiö stift- amtsmanns skipti og haföi Rósenörn látiö af embætti, en viöi'.ekiö J.D. Trampe, sem kunnur er i islenz.kri sögu. Hann vildi i upphafi sýna Islendingum nokkra viö- leitni vináttu, meöal annars meö þvi aö hafa bréfagerðir sinar á islenzku, og einn- ig meö þvi aö sækja Þingvallafundinn um sumariö. Þingvallafundurinn fór fram um sum- ariö eins og auglýst haföi veriö 10. og 11. ágúst. Fundarmenn uröu 180 og var þaö mikið fjölmenni, og sérstaklega þegar þaö er athugaö, aö engir sóttu fundinn aö noröan og austan. Séra Hannes var fund- arstjóri fundarins og var stjórn hans hin ágætasta. Gerðar voru ályktanir um stjórnskipun landsins og kosin fram- kvæmdastjórn. En sá varö galli, aö Trampe stiftamtmaöur var kosinn i fram- kv æm dastj órnina. Þingvallafundirnir undir forsæti séra Hannesar Stephensens höföu geysilega þýöingu fyrir félagslegt starf i landinu. Þar kynntist alþýöan raunverulegu fé- lagsstarfi og læröi þaö og tileinkaöi sér. Siöan varö þaö til fyrirmyndar úti i hinum dreiföu byggöum landsins, er stundir liöu fram og varð af þvi mikiö gagn. Jafnframt er þaö öruggt, aö fátt eöa ekkert hefur sameinað islenzku þjóöina jafnmikiöog Þingvallafundirnir. Þar kom fram sannur og hreinn samhugur, ein stefna undir forustu ákveöinna og traustra manna. Fremstir voru þar i flokki Jón Sigurðsson, séra Hannes Step- hensen og Jón Guömundsson. 4. Eins og þegar hefur veriö sagt, er séra Hannes Stephensen fyrsti nútima prestur- inn á Islandi. Hann lagöi undirstööuna aö þvi, aö prestar landsins legöu fast og á- kveöiö starf til stjórnmála, uröu mjög framsæknir I frelsisbaráttu þjóöarinnar. Jafnhliða þessu uöru þeir frjálslyndir og framfarasinnaöir, og iögöu af mörkum mikiö starf aö margþættum menningar- málum Ibyggöarlögum sinum. Fremstir I þessum greinum uröu einmitt aöalfylgis- menn séra Hannesar á þjóöfundinum sumariö 1851. Þessir menn voru: Séra Ólafur Johnsen á Staö á Reykjanesi, séra Halldór Jónsson á Hofi i Vopnafiröi, séra Jóhann Briem i Hruna, og séra Páll Pálsson i Hörgsdal. Danska stjórnin ætlaöi aö svipta séra Hannes, séra Ólaf og séra Halldór á Hofi prestsembætti, en komiö var I veg fyrir þaö af framsýnum mönnum i Danmörku. Leiötogastarf séra Hannesar Stephen- sensfyrsta áratug alþingis, er mikilsvert, og ekki slzt fyrir þaö, aö hann haföi örv- andi áhrif á prestastétt landsins til aö taka þátt i sjálfstæöisbaráttunni og stjórnmálum yfirleitt. Ég tel hiklaust, aö hann hafi haft i þessum efnum mikil áhrif og góð. Prestar voru oft á tiöum mjög fjöl- mennir á alþingi á þessum árum, voru stundum yfir 10. Margir þessir menn voru mjög vel máli farnir og kunnu vel aö flytja mál sitt i ræöuformi, en þaö var einmitt sem marga bændur og aöra þingmenn vantaöi. A þjóöfundinum áriö 1851 voru þaö prestar, sem "byrjuðu umræöurnar, og var séra 11 f

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.