Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 21
málma og annarra jarðefna, sem finnast
á landsvæöum þeirra, og einnig verða
þeir að kynna sér mun betur réttarstöðu
sina innan Bandarikjanna sjálfra<. Þeir,
sem fram til þessa hafa hagnazt a fáfræöi
Indiánanna eiga án efa eftir að komast
að raun um, aö þeir geta verið slyngir
samningamenn, ef þeir vilja svo vera
láta. Indiánar hafa verið fljótir að semja
sig aö siðum hvita mannsins, þegar þess
hefur reynzt þörf.
Fyrir nokkru mynduðu til dæmis nokkr-
ir Indiána-kynþættir meö sér samtök
þeirra, sem eiga orkuauðlindir I jörðu.
Höföu þeir til fyrirmyndar OPEC. Nefnd-
ist þetta samband Coalition of Energy
Resource Tribes. Er ætlunin að þetta
samband afli upplýsinga um allt það, sem
snertir orkuauðlindir og einnig er þvi ætl-
að að dreifa upplýsingum um hvað eina
þessu viðkomandi. Þá mun sambandið
leggja til hæfa samningamenn þegar til
samningaviðræðna kann að koma viö ut-
anaðkomandi aðila um afnot og nýtingu
auðlindanna.
Menn biða nú spenntir eftir þvi að sjá,
hvaðgerist.þegar Bandarikjunum veröur
endanlega ljóst, aö þau ráða ekki yfir um
5% þeirra landsvæðis, sem innan landa-
mæranna eru. Það getur margt átt eftir
að gerast áður en allir sætta sig við þá
staðreynd.
Ekki er heldur vist, aö hamingjan ein
fylgi vitneskjunni um, að Indiánarnir
hafa sjálfir fullan rétt til þess aö nýta auð-
lindirnar innan landsvæöa sinna. Það
fylgir margt I kjölfár námugraftarins,
peningar, þjóöfélagslegar breytingar og
sitthvað fleira, sem enginn veit enn með
fullri vissu, hvernig ladiánarnir eiga eftir
að bregðast við eða þola.
Þfb.
21
1 Bandarikjunum eru nú um 1.2 milljónir
Indiána. t þeirra hópi eru margir vel-
menntaðir og færir menn, sem eiga auð-
velt með að verða málsvarar kynbræðra
sinna.
Um 5% af Bandarikjunum eru iandsvöi,
sem tilheyra hinum ýmsu Indiána-flokk-
um. Þetta eru eiginlega riki i rikinu, og
samkvæmt gömlum skýölum eru þau fuil-
komlega sjálfstæð.
Enn þurfa Indíánarnir í
Bandaríkjunum að berjast
Um miðja siðustu öld voru
Bandarikin enn landbúnaðar-
land. Menn létu það þá ekki
viðgangast að hinir uppruna-
legu ibúar landsins, Indiánarn
ir, kæmu i veg fyrir eðlilega
þróun landbúnaðarins með þvi
að sitja á löndum, sem voru
talin vel hæf til ræktunar. Var
þá gripið til þess ráðs, að
reka Indiánana i burtu og á
landsvæði, sm tæpast nokkur
gat imyndað sér að hægt væri
að rækta, eða byggju yfir
nokkrum veraldlegum auðæf-
um. Nséstu áratugina heyrðist
svo heldur litið frá þessum
kúguðu ibúum landsins, og
Indiánarnir drógu fram Iítið á
hinn erfiðasta hátt. Engir
höfðu jafnlitla atvinnu og þeir,
engir jafn slæman aðbúnað,
hvað fræðslumál og
heilbrigðismál snerti. Meðal-
aldur þeirra var einnig lægri
en nokkurra annarra ibúa
Bandarikjanna.
Nú bendir margt til þess, aö menn eigi
20
eftir að sjá eftir þvi, að þeir ráku Indián-
ana af landbúnaðarsvæðunum og inn á
þessi óbyggilegu svæði. Það hefur
nefnilega komið i ljós, að Indiánasvæðin
búa yfir auðæfum, sem engum hafði til
hugar komið, að þau byggju yfir.
Á Indiána-svæðinu við vötnin i
Wisconsin og Michigan hafa fundizt kopar
og járnauðug svæði, sem eru meira aö
segja auðug sé miðað við járn og kopar-
námur annars staðar i heiminum. Þegar
nú Bandarikin eru farin að liða fyrir skort
á kolum og ýmsu öðru, verður mönnum
allt i einu ljóst, aö það eru ekki Bandafik-
in sjalf, heldur ýmsir Indiánakynþættir,
sem eiga úran, kol og oliulindir auk gass,
sem gæti breytt ýmsu væru þetta eignir
rikisins sjálfs.
Gömul skjöl
Það hefur nú ennfremur runnið upp
fyrir mönnum, að svæði þau sem Indián-
unum var eitt sinn úthlutað og eru á stærð
við Sviþjóð eru I rauninni sjálfstæð riki,
rélt eins og t.d. Monakó, eða Transkei,
sem nýlega var skilið frá Suður-Afriku.
Þó hafa Iniánarnir falið Bandafikjastjórn
að sjá um utanrikismál sin, og verja sig,
ef til styrjaldar kæmi.Indiánarnir hafa
haft fullan rétt til þess að stjórna öllum
sinum innanrikismálum, leggja á sina
eigin skatta, hafa eigin löggæzlu og þjóð-
höfðingja, ef svo mætti segja, og sitt hvað
fleira á borð við sjálfstæð riki. Indiánarn-
ir hafa þó ekki notfært sér þessi réttindi
sin i stórum stil. Allt frá aldamótunum
hafa yfirráð Bandarikjastjórnar yfir
Indiánunum og málum þeirra færzt stöð-
ugt meira I aukana, og hafa Indiánarnir
látið sér það lynda, að minnsta kosti á
yfirborðinu.
Undanfarið ár hefur dregið mjög úr
yfirráðum engilsaxneska stofnsins i
Bandarikjunum yfir minnihlutahópunum
þar I landi, og á það jafnt við um t.d.
Indiánana og svertingja. Aukin menntun
hefur haft þar mikið að segja. Nú eru
Indiánar I Bandarikjunum um 1,2 milljón-
ir talsins, og meðal þeirra eru fjölda-
margir, sem notið hafa góðrar menntun-
ar, og eru velfærir um aö vera málsvarar
kynbræðra sinna.
Þeir hafa verið prettaðir
Þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir
um auðæfi falin I jörðu á Indiánasvðun-
um, hafa orðið til þess að ýta mjög undir
áhuga manna á þvi að Indiánar nái fram
sjálfstæði sinu frekar en verið hefur. Þar
sem þegar er farið að vinna málma úr
jöröu, hafa Indiánarnir séð, aö vegna
þekkingarleysis sins, hafa þeir oft verið
hlunnfarnir bæði af námufélögunum og
stjófnarerindrekum Bandarikjastjórnar.
t mörgum tilfellum hafa námufélögin
fengið Indiánana til þess aö selja sér
námuréttindin meö þvi að greiða I eitt
skipti fyrir öll einhverja peningaupphæð.
Enda þótt upphæðirnar væru oft hlægi-
lega lágar féllu Indiánarnir i þá freistni
að selja félögunum allan námurétt I þess-
um stöðum. Enginn hafði nokkru sinni
haft fyrir þvi að skýra út fyrir þeim á
hvern hátt menn almennt reikna út verð-
mæti sem þessi, og það langt fram i tim-
ann.
Sums staðar hafa námufélögin lika
komið þvi svo fyrir, að gerðir hafa verið
langtima samningar, og þar er reiknað
með að Indiánarnir fái árlegar greiðslur
fyrir það, sem unniö er úr jöröu. Þó hefur
þess verið vel gætt, að greiöslurnar standi
i engu sambandi við hækkanir, sem verða
kunna á mörkuðum, né heldur verðbólgu i
þjóðfélaginu. Félögin hafa þvi ekki hagn-
azt svo litið af til dæmis orkuskortinum,
sem nú er viða farinn að segja til sin.
Allur slikur hagnaður rennur beint i
þeirra vasa, og kemur á engan hátt
Indiánunum til góða.
Fylkisstjórnirnar hafa lika á ýmsan
hátt brotið á Indiánunum. Til dæmis hafa
yfirvöld i New Mexico lagt skatt á kol þau,
sem grafin eru úr jörðu á Navajo-
Indiánasvæðunum. Þar verður að greiöa
rikinu 1 dollar og 25 cent fyrir hvert tonn
af kolum, en sjálfir fá Indiánarnir ekki
nema 40 sent fyrir tonnið.
Reyndir samningamenn
Indiánarnir vita nú, að þeir hafa veriö
plataðir, og það I stórum stil. Þeir vilja
þvi að allir samningar, sem I gildi eru,
verði afnumdir, og ætla sér aö fara var-
lega, þegar aftur verður setzt að samn-
ingaborðinu. Þeim er oröið ljóst, að þeir
verða að læra meira um verðmæti þeirra
Fundizt hafa miklar auðlindir olíu, kola, úrans og gass i
Bandaríkj unum, og þá aðallega á þeim svæðum, sem Indiánum
voru eitt sinn afhent til eignar og yfirráða