Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 22
Læknir fyrir Barböru fyrsta skipti i langan tima hafði ekki látið i það sléd&i® i£|'UySS geta ekki sjálf komizt á kappleikinn. Barbara var lika ákveðin i þvi, að fara að ráðum Fran og reyna að vera vingjarnlegri við Hugh. Það var ekki kominn timi til þess að leikur- inn byrjaði. Hljómsveit lék létt lög i fjarska, en var ekki komin út á leikvöllinn sjálfan. Allir 22 voru kátir og hreifir i kringum þau, og Barbara hreifst með. Hún klappaði saman höndunum og hrópaði þegar hljómsveitin birtist á vellinum. — Þykir þér gaman? spurði Hugh. Hún kinkaði kolli. — Þykir þér það ekki lika, Hugh? spurði hún en gerði sér nú allt i einu grein fyrir þvi, að þrátt fyrir það, að hann reyndi af fremsta megni að vera kátur og hress eins og venjulega, þá var eitthvað það i svip hans, sem hún átti ekki að venjast, þegar hann sneri sér að henni. Og það var einhver undan- sláttur i röddinni lika. Hann hafði verið heldur seinn, þegar hann kom að sækja hana. Hann hafði spurt hana, hvort hún hefði heyrt frá Fran. Hún fór að hug- leiða, það sem gerzt hafði. Hvenær hafði Hugh breytzt svona, og hvenær hafði áhyggjusvipur- inn komið á hann. Það hlaut að hafa verið um það leyti sem þau yfirgáfu ibúðina. En hvað hafði hún sagt, eða gert, sem hafði komið hon- um úr jafnvægi. — Þarna koma þeir, sagði hann. En hann var enn með þennan undarlega svip á andlit- inu, þegar hann leit á hana. — Er eitthvað að? spurði Barbara og lagði höndina á handlegg hans. Hann lagði hönd sina ofan á hennar. — Horfðu á leikinn,vina min. Eitthvað var að. Hún fylgdist nákvæmlega með leikmönnunum, sem þutu fram og aftur um völlinn, en einhver óþægileg tilfinning var komin i staðinn fyrir kætina, sem áður hafði rikt. í hléinu fór Hugh til þess að kaupa sigarettur og henni fór að liða illa, þegar hann kom ekki eins fljótt aftur, og hún hafði búizt við. Það féll skuggi á leikvöllinn, og það var sársaukatónn i laginu, sem hljómsveitin lék, eða það fannst henni að minnsta kosti. Einmitt þá kom maðurinn aftur, sem setið hafði fyrir framan Barböru. Hann var með blað i hendinni. — Það var strákur að selja blöð hérna fyrir utan, sagði hann við konuna, sem sat við hlið hans. Barbara lét augun renna áhugalaust yfir fyr- irsagnirnar á blaði mannsins og allt i einu stöðvaðist hún við fyrirsögn neðst i hægra horni. Ósjálfrátt las hún þaðsem fyrir neðan stóð. Augnabliki siðar var hún komin af stað og barðist á móti mannfjöldanum, hrasaði, ýtti |FRAMHALDSSAGÁN~| 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.