Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 19.03.1978, Qupperneq 7

Heimilistíminn - 19.03.1978, Qupperneq 7
Bezti vinur mannsins Munkarnir lifa enn á sömu slóöum. Hundarnir hafa hins vegar dreifzt um all- an heim. Þeir hafa meira aö segja vanizt á aö lifa niðri á sléttlendinu. Enn lifir þó litil „fjölskylda” ca 20 hundar i hundakof- anum sem ris upp við vegg klaustursins. Hundarnir þrifast bezt i veðurfari þar sem hitinn er þetta frá 30 stiga frosti á veturna i 19 stiga hita á sumrin. Áöur fyrr fór einn af hundunum og einn munkanna daglega niður aö þeim staö, sem langferðamenn væntu þess aö fá að- stoð þeirra. Hundurinn bar mat og drykk. Þaö var bezt að bera drykkinn i tunnu um hálsinn. Munkurinn rétti við merkistikur, sem fallið höfðu um koll i rokinu. Ef eng- inn ferðamaður var kominn skildu þeir matinn og drykkjarföngin eftir. Næsta dag var aftur lagt upp i sömu feröina. Enginn veit með nokkurri vissu, hvaðan St. Bernards-hundruinn kemur, eöa hverjir eru forfeður hans. Vera kann að hann sé sambland af Danois og Bolabit, eða bolabit og Nýfundalandshundi. Eitt vita menn þó, og það er að munkarnir voru með slika hunda sér til aðstoðar árið 1708. Það var af hreinni tilviljun, að þeir komust að þvi hverstu ótrúlega þefnæmir hundarnir eru, og hve hæfir þeir eru til þess að vara fólk viö snjóskriðum. Er hundarnir verða varir við snjóskrið ur neita þeir að halda lengra. Þannig var það árið 1812, að hópur munka varð að nema staðar vegna þess aö hundurinn, sem með var i ferðinni neitaði algjörlega að halda áfram. Nokkrum min. siðar kom skriðan og fór framhjá aðeins nokkr- um metrum fyrir framan hópinn. Fyrir hefur þó komið, að hundinum hefur ekki tekizt að vara menn við i tima. Þannig var það til dæmis árið 1951, þegar einn munk- anna lenti i snjóflóði. Þekktastur hundanna i skarðinu er Barry. Eftir að hann hafði þjónað mönn- unum i 12 ár i skaröinu var farið með hann niður i höfuðstöðvar munkanna við fjallsræturnar. Þegar hann svo dó var hann fluttur á þjóðminjasafniö i Bern. Menn geta velt þvi fyrir sér, hvers vegna ferðamennirnir gera þessa lykkju á leið sina þarna upp i fjöllin, þegar hægt er aðfara göngin i gegn um Alpana. Þau eru bæði þægilegri og fljótfarnari leið milli Sviss og Italiu. Vera kann að þáö sé vegna þess að við i okkar velferðarþjóðfé- lögum höfum verið eyðilögð með þægind- unum, og óskum þess vegna eftir þvi aö fá að sjá, hvernig enn er hægt að lifa i friði viönáttúruna. Manni dettur þó i hug, þeg- ar litið er á klastrið, sem staöiö hefur þarna i árhundruð, að enn er bezt að byggja á traustum grunni. Þfb Mér er sama hvað þú segir, en ég get ekki betur séð, en þetta sé sami fuglinn og við fengum i fyrra. DENNI ÐÆMALAUSI Hún er hæfilega mikið klædd til þess að halda honum heitum. Og svo verðiö þér að hætta öllu kvennastússi, vindrykkju og kaffidrykkju, reykingum og.... já, er það nokkuð annaö, sem þér hafið ánægju af? 7

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.