Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 24
— Mig langar til þess að tala við þig, sagði hann. —Ég er að fara, sagði hún kuldalega. — Farðu ekki, hann greip i handlegg hennar. Henni hafði alltaf likað vel við stjórnarfor- mann Hilton General. Bryan Foster var mynd- arlegur maður, grannvaxinn en herðabreiður, og hafði skemmtilega framkomu. 1 dag var hann klæddur i grá flannelföt, og með svarta þverslaufu. Hann var dökkhærður, en farinn að grána i vöngum, og mjög sólbrúnn. Dæmigerð- ur maður, sem hafði gaman af að fara og sitja i klúbbnum sinum, hugsaði Barbara með sér. Maður, sem giftist heimskri konu fyrir pening- ana hennar, og þegar hann komst svo að raun um, að lif hans var innantórpt og ástlaust, þá leitaði hann ástar stúlku á borð við Fran Harrison. Hún næstum hataði hann þessa stundina. Hún fann hjá sér óskaplega löngun til þess að slá hann. Framar öllu öðru óskaði hún þess að hún gæti gert honum skömm til og litillækkað hann. — Ég hef ekkert við þig að tala, hr. Foster. — Gerðu það. Þú verður að hlusta á það, sem ég hef að segja. — Þú getur ekkert sagt, sagði Barbara ákveð- in, en svo sá hún eitthvað i augum hans sem varð til þess að hún hikaði. Hún lét hann leiða sig yfir að sófa i öðrum enda herbergisins, skammt þar frá, sem Fran lá i kistunni. Blóma ilmurinn blandaðist tóbakslyktinni af fötum hans. 1 næsta herbergi heyrðist hljóð frá ritvél, reglubundið og tilbreytingarlaust. Hann sat svolitla stund og laut höfði, og hendur hans fitluðu við hattinn, sem hann hélt á. — Ég elskaði Fran Harrison, sagði hann snögglega. — Þú trúir þvi vist ekki? Barbara hristi höfuðið. — Mig langaði til þess að giftast Fran, en konan min vildi ekki gefa mér eftir skilnað. — Bjóstu einhvern tima við þvi, að hún myndi gera það? spurði Barbara ákveðin. Hann roðnaði. — Ég býst ekki við, að stúlka á borð við þig geti nokkurn tima fyrirgefið fram- komu mina. — Ég gæti að minnsta kosti aldrei gleymt af- leiðingunum, sagði Barbara. Hann hafði stolið ást Fran og notfært sér til- finningar hennar. Fran hafði hætt starfi sinu fyrir hann og tapað þvi. Þegar skömmin blasti við henni hafði hún valið einu færu leiðina, sem hún sá. Hún hafði haft rangt fyrir sér. Bryan Foster var ekki þessarar fórnar virði. Barbara reis á fætur og flýtti sér fram að dyrunum. Bryan Foster kom á hæla henni út úr byggingunni. — Billinn minn er hérna, sagði hann. — Má ég ekki aka þér aftur á spitalann, ungfrú Benson. — Ég ætla að ganga. Barbara svaraði hljómlausri rödd. Tárin blinduðu hana, þegar hún gekk hröðum skrefum eftir götunni. Þegar hún kom að aðaldyrum Hilton General hitti hún Hugh, sem var að koma út. Hann tók undir handlegg hennar og gekk með henni inn á spitalann aftur. — Értu búin að fara og sjá Fran? Barbara jánkaði þvi. — Ég ætla að komameð þér, sagði Hugh. — Ég vildi fara ein. Það leið nokkur stund áð- ur en hún gat náð stjórn á sjálfri sér og sagt Hugh frá fundi þeirra Bryans Fosters. -Vertu ekki of hörð við Bryan Foster. — Hvernig getur þú reynt að verja hann? — Ég er ekkert að reyna að verja hann, vina min, en þú verður að viðurkenna, að hann hefur ekki átt sjö dagana sæla með Daisy. — Það neyddi hann enginn til þess að giftast henni. — Við skulum ekki fara að rifast út af Foster, sagði Hugh. — Eigum við að fá okkur kaffi- bolla? Ef þú vilt hlusta á mig, þá get ég sagt þér svolitið meira um það, sem i raun og veru kom fyrir. Skömmu siðar var hún aftur komin inn i búð- ina sina, þar sem hún kunni svo vel við sig. Vel gat verið, að sorg og hörmungar riktu fyrir utan búðarveggina, en inni i búðinni sat fólk og talaði glaðlega saman, og annað slagið heyrðist einhver hlæja. Þetta var mesti anna- timi dagsins. Barbara fór og hengdi upp kápuna sina áður en hún settist hjá Hugh við eitt hornborðið. Þau biðu þar til Jennie var búin að færa þeim bolla með sjóðandi heitu kaffi. Svo sagði Barbara, — Hvað fréttir þú um dauða Fran? Segðu mér það Hugt. —í fyrsta lagi, sagði Hugh, —hafði Fran unnið allt of mikið. Hún annaðist einn af sjúklingum Davidson þegar Foster fór að tala um skilnað við konu sina. Þetta var allt heldur óheppileg tilviljun. Davidson myndi ekki hika við að ná sér niðri á hverri þeirri hjúkrunar- konu, sem ekki fór nákvæmlega eftir öllum hans reglum og fyrirmælum. Hefði ég þekkt stulkuna betur, hefði ég varað hana við og sagt henni að fara varlega.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.