Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 15
Blómin okkar 'l Þyrnikóróna krists Þyrnikóróna Krists líktist á margan hátt kaktusum. Plantan fannst fyrst \\ Mada- gaskar árið 1828. Plantan tilheyrir svokallaðri vörtu- mjólkurætt, og vaxa plöntur af þeirri ætt villtar á Norðurlöndunum. Leggir plöntunnar eru sverir og grá- ir á litinn, og eru þeir alsettir þyrnum. Þeir geta mætavel orðið allt að einn metri að lengd Blöðin eru fallega græn og sitja þau þétt við legg plöntunnar. Plantan ber lltil rauð blóm. Sumir vilja halda þvi fram, að Þyrnikóróna Krists sé skki falleg planta, en það er að sjálfsögðu smekksatriði. Þegar plantan er alsett grænum fallegum blöðunum, og smá- um rauðum blómum, er hún slður en svo ósjáleg. Hún hentar llka mætavel inniræktun, og likist svo sannarlega ekki neinni annarri plöntu. Blómgunartimi Þyrnikórónu Krists er eiginlega á veturna. Þó getur brugðið út af þessu, og gerist þaðþá, ef hitinn i stofunni fer niður fyrir 15 stig, þótt að sumarlagi sé. Verkar þá kuld- inn hvetjandi á blómmyndun plönt- unnar. Annars Getur Þyrnikórón- an þrifizt i mjög breytilegu hitastigi, allt frá 12 I 38 stigum, en þó liður Þyrnikórónunni bezt i venjulegum stofuhita. Þá fellur plöntunni mjög vel góð birta, en hún getur þó sætt sig við að vera hvort sem er i austur- eða vesturgluggum. Þurrt stofuloft gerir ekki plöntunni mikið tjón, en blöð geta fallift af henni i þurru lofti. Þau koma þó fljótlega aftur, og plantan er að bæta við sig nýjum blöðum allt árið. Gott er að skipta um mold á Þyrni- kórónunni annað hvort ár og þá er lika gott að klippa hana eitthvað til. Stingið græðlingunum, sem þið klippið af plöntunni niður i volgt vatn svolitla stund, en við það hættir mjólkin að renna úr þeim. Siðan er gott að gróð- ursetja þá i mosakenndan jarðveg, og ættu þá rætur að vera komnar á græðl- ingana eftir um það bil 5 vikur. Gætiö þess að halda jarðveginum alltaf rök- um á meðan ræturnar eru að myndast. fb. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.