Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 10
Fyrsti nútíma presturinn á íslandi Þættir um ævi séra Hannesar Stephensens prófasts og alþingismanns Borgfirðinga i. bar lauk fyrri grein minni a& getið var Þingvallafunda og þátttöku séra Hannes- ar Stephensens i þeim og samstarfs hans við Jón Guðmundsson ritstjóra. t upphafi mun skipulagning Þingvalla- funda vafalítið hafa hvllt að mestu á herö- um Jóns Guömundssonar, en þátttaka séra Hannesar og hinp eldlegi áhugi er hann haföi fyrir þeim, var mikils virði fyrir hina ungu stjórnmálahreyfingu Jóns Sigurðssonar á íslandi á miklum um- breytinga-og byltingatimum eins og voru fyrir og eftir 1850. öruggt má telja að vinátta hafi verið föst og örugg með þeim Jóni Guðmunds- syni og séra Hannesi Stephensen. Þeir voru að mörgu líkir, raunsæir og fyrir- hyggjumenn hinir mestu. Skoðanir beggja voru mjög ákveðnar og þeir fylgdu þeim fram af eldlegum móði. Þetta kem- ur greinilegast fram I sambandi við Þing- vallafundinn fyrsta 1848. Þingvallafundurinn sumarið 1848 var haldinn i algjöru banni dönsku stjórnar- innar. Fundarfrelsi var alls ekkert I land- inu. En þrátt fyrir það héldu þeir fundinn á Þingvöllum og hvöttu þar til ákveöinna 10 tillagna, sem voru lika á móti vilja og ætl- unum dönsku stjórnarinnar og umboðs- manna hér á landi. Sennilega hefur aldrei I allri sögu þjóðarinnar tekizt eins vel aö sýna stjórnvöldum það I verki, að máttur samtaka þjóðarinnar var það afl, sem ekkert gat bugað, væri þvi beitt af viti og fyrirhyggju. En skoðanir og ætlanir séra Hannesar Stephensens áttu sinar rætur i lifi og menningu Norðurálfunnar. Þær voru ekki gripnar úr lausu lofti. Febrúarbyltingin i Frakklandi-fór eins og eldur i sinu um meginlandiö, og straumar hennar bárust fljótt til Islands. Þeir menn er voru kunn- ugir stjórnmálalegum hræringum álfunn- ar, voru ekki i neinum vafa um, hvað i vændum var. Þeir voru þegar vitandi þess, þegar danski konungurinn haföi af- salaö sér einveldi, að framundan væri þingbundin konungsstjórn. Flestir héldu, að þess væri ekki langt að biöa, en þær vonir voru auðvitað of bjartar eins og bráðlega kom á daginn. Séra Hannes Stephensen var alinn upp við hugsjónir einveldisins, faðir hans og afi og flestir eða allir frændur hans voru hrifnir af einveldinu af sönnum hugsjón- um. Tengdafaðir hans hafi verið einhver mesti fylgismaður þess um langan aldur. Allt bendir til, að séra Hannes hafi þegar á ungum aldri orðið hrifinn af hinni breyttu stefnu i þjóðmálum Danmerkur, frjálslyndri þjóðernisstefnu, er þar hafði mikil áhrif um og eftir miöbik 19. aldar- innar. Á fyrstu alþingum varö hann á- kveðinn fylgismaður Jóns Sigurðssonar, og stóö honum fast við hlið i málflutningi frjálslyndisins á Alþingi. En séra Hannes Stephensen var bund- inn og tengdur hinum fersku og breyttu hugsjónum i þjóðmálum á traustari hátt, en flestir aðrir alþingismenn um miöbik 19. aldarinnar. Hann bar nafn Hannesar biskups Finnssonar, eins mesta fræði- manns Islands um langan aldur i félags- legum efnum. Hann hóf fyrstur manna hér á landi að boða hagfræðistefnu, sem var I anda framfara og búvisinda samtið- arinnar i Norðurálfunni. Fræði hans og menntirstóðu föstum rótum i þjóðlegri is- lenzkri menningu, er áttu rætur sinar allt frá siðskiptunum i mestu menningar-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.