Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 14
Hann bað um að fá að deyja Hinn sjöára gamli Edouard dd meöbros á vör, eftir af> móöir hans hafði skrúfaö fyrir súrefnistækin, sem héldu llfinu i honum. Þaö geröi hún aö ósk hans. — og móðir hans hjálpaði honum Fyrir skömmu gerðist sá at- burður i Santa Barbara i Kali- forniu , að sjö ára drengur, Edouard De Moura Castro bað sjálfur um að fá að deyja. Hann bað lækna sina þessarar bónar, en sjálfur leið hann af blóðkrabba. Áður en þetta gerðist hafði hann talað inn á segulband hvatningar — og vonarorð til annarra, sem einnig biða dauða sins. Hann dó svo með bros á vör. Edouard baö móður sina að taka úr sambanditæki þau, sem áttu að létta hom um lifið siðustu stundirnar. Edouard dó svo 10. janúar, eftir að hafa sjálfur gefið fyrirskipanir um þaö, hvernig jaröarför hans skyldi fara fram og hvar skyldi grafa hann. Allt frá þvi Edouard var þriggja ára hefur hann verið i nánu sam- bandi við þá, sem boða auslrænu trúar- brögðin Vedanta. Heimspeki Edouard varð mjög hrifinn af Ved- 14 I anta-heimspekinni, sem gaf honum trúna á að dauðinn sé nokkurs konar leið inn á annað svið, eins og hann sagði á segul- bandinu. Þaö var Kim Downey, sem hjálpaði Edouard til þess að tala inn a' áegulband- ið, en Downey hefur það starf með hönd- um aö vinna með deyjandi sjúklingum á sjúkrahúsi og fjölskyldum þeirra. Þegar Kim Downey spurði litla drenginn, hvers vegna hann vildi deyja, og þá svaraði hann: „Vegna þessaðég er veikur. Þegar þúertdáinnog orðinn eins konar andi á him num finnur þú ekki til lengur. Annað slagið getur þú komið hingað aftur, en þú getur ekki aftur snúið til lifsins.” Lyfin — Ef þú hangir ekki fastur við likama þinn, heldur hverfur á braut, þá er það ekki svo sársaukafullt, segir Edouard. Edouard var sonur brasilisks stjórnar- erindreka. Fyrir tveimur árum var hann fluttur á barnasjúkrahús, og þar reyndu ladcnarnir að gera allt sem þeir gátu til þess að bjarga lifi hans meö lyfjagjöfum. — Stundum vilja læknarnir mjög gjarn- an bjarga fólki, sagði Edouard. — Þeir gera allt til þess að gera það heilbrigt .. En mér liður ekki vel, og ég er orðinn þreyttur á þvi að lifa. Edouard kom þeim sem i kringum hann var stöðugt á óvart með þvi sem hann sagði og gerði þann skamma tima sem hann lifði. — Hann var ekki venjulegur iitill dreng- ur. Hann varð mjög skilningsrikur vegna þjáninganna c, sem hann hafði orðið að liða, og fulluraf guðlegum skilningi, sagði einn af þeim, sem unnið hafði i námunda viðhann. Þegar hann svo dó héldu fulltrú- ar Vedanta-samtakanna eiginlega að þarna hefði látizt heilagur maður. — Ég veit ekki hvernig drengurinn komst i samband við þennan trúar- bragðahóp, sagði frú Barbara de Moura Castro, sem bætti svo við, að trú sonarins á endurholdgun hefði orðið tíl þess að hún sjálf fór að trúa. — Hann kenndi mér svo margt um trúarbrögðin. — Svo sagði hann við mig fyrir nokkru: Mamma, viltu skrúfa fyrir súrefnistækin, ég þarf ekki á þeim að halda lengur, sagði frú De Moura Castro. — Ég gerði það, og svo tók hann i höndina á mér og brosti og sagði: ,,Nú er stundin komin.” — Það hefur verið mjög ánægjúlegt að fá að lifa þessa stund með syni minum, sagði móðirin. — Ég vona að það verði tií þess að hjálpa öðrum foreldrum til þess að tala hreint út við börn sin og lækna þeirra. Hafi honum tekizt að koma því til leiðar, þennan stutta tima, sem hann lifði, þá er það stórkostlegt. i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.