Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 7
að þurfa að óttast það, aö fá Pablum-af- sláttarmiða í póstinum. Dematteis hefur mikinn áhuga á þess- um málum, vegna þess að hann vinnur aö þvi að selja alls konar póstlista. Hann vill lika reyna að auka álit manna á þessúm listum, en þeir hafa orðið heldur óvinsælir að undanförnu i Bandarikjunum. Fólk hefur komizt að þeirri niðurstööu, að þaö sé nokkurs konar ihlutun i einkamáli þess, að selja einhverjum aðila nafn þess I þeim tilgangi aö reyna aö fá þetta sama fólk til þess að kaupa einhverja ákveöna vöru eða annaö álika. Þessmá geta, aö eitt vel- þekkt fyrirtæki, American Express Company hefur lofað viöskiptavinum sin- um þvi, að nöfn þeirra verði alls ekki sett á neins konar lista, i hvaöa tilgangi sem þeir kunna annars að vera geröir. Bandariska þingið átti i vetur aö taka fyrir samningu laga, sem gerðu fólki kleift að ákveða sjálft, hvort það vildi leyfa notkun nafns sins á póstlista eða ekki. Áttu fyrirtæki þá ekki að hafa leyfi til að setja nöfnin á lista, nema með leyfi viökomandi aöila. Fólk á að geta snúið sér til ákveðinnar stofnunar I New York með umsókn um, aö nafn þess veröi tekið út af öllum póstlistum. Þegar stofnunin hefur fengið I hendur umsóknina lætur hön taka nafnið af öllum listum, og i framhaldi af þvi ætti pósturinn hjá þeim, sem þessa umsókn hefur sent að minnka til muna. En svo geta verið til aörir, sem gjarnan vilja allan þennan auglýsingapóst og jafn- vel meira. Þeir geta sent nafniö sitt inn til sömustofnunar, og beðið um, að þaö verði sett á lista, sem ná yfir 23 mismunandi vöruflokka, allt frá bilavarahlutum I ferðaskrifstofubæklinga. Dematteis segir, aö nýlega hafi veriö gerö athugun á þvi, hversu margir vildu komast á eða af listunum, og kom þá i ljós, að 1290 vildu láta strika nöfn sin út af listunum, en 2297 vildu setja nöfn sin á fleiri lista en þeir hingað til höfðu verið á. — Það eru sem sagt helmingi fleiri sem vilja fá meiri póst, heldur en þeir sem vilja fá minna, segir Dematteis. En vill þetta fólk fá meiri sams konar póst? Póstlistasérfræðingar eru ekki sammála umgildi þess eöa galla, aö sami maðurinn getur fengið mörg eintök af sömu auglýsingunni, ef hann er á mörgum listum, þar sem tölvur annast áritun umslaganna, og draga ekki út nöfn, þótt þau hafi veriö á næsta lista á undan lika. Morris Dees, sem stóðfyrir fjáröflunar- herferð vegna Mc Govern-forsetafram- boösins segir, að þetta verki i flestum til- fellum aöeins hvetjandi á viðkomandi, og minni hann ef til vill á að senda framlag sitt, ef hann hefur ekki þegar gert það. Einnig komi fyrir að fólk láti vini og kunn- ingja fá bréfiö, og þá fólk, sem annars myndi ekki sjá það, þar sem þaö er ekki á neinum þeirra lista, sem farið hefur verið eftir I útsendingunni. En áhrifin geta lika orðið neikvæð. Sem dæmi um slikt má nefna riku ekkjuna i New York, sem sendi 100 dollara ávisum til góögerðarstarfsemi, sem haföi sent henni bréf og beöið um aöstoð. 1 næstu viku fékk hún aftur betlibréf, og þá haföi stofnunin fengiö nafn hennar af lista yfir rikarekkjur. Þriðju vikuna kom enn bréf, og þá frá lánastofnunarlista. Þá sagði konan: — Hvað eyöa þeir eiginlega mikl- um peningum i að senda út þessa vitleysu, sem fer beint i ruslakörfuna? Ekki skulu þeir fá eitt einasta sent til viðbótar frá mér i framtiðinni. Enn sem komið er höfum við litiö orðið vör viö bréf eða auglýsingabæklinga hér á landi, sem koma aö óvörum i póstinum. Þó þekkja allir happdrættismiöana, sem sendir eru eftir nafnalistum eða bil- eða simanúmerum fólks. Þess eru einnig dæmi, að fyrir fermingar sendi fyrirtæki út auglýsingar um smurt brauð og veizlu- mat. Eru þessar auglýsingar þá sendar til fermingarbarna, og hefur þetta gerzt aö minnsta kosti hér i Reykjavík. Húsbyggj- endur, sem nýlega hafa fengið úthlutaö lóðum hafa einnig fengið yfir sig súpu af bréfum frá tryggingarfyrirtækjum, sem selja byggingarefni og innréttingaefni alls konar, og bjóða húsbyggjandanum að kynna sér úrvalið áöur en hafizt er handa um bygginguna. Eflaust er hægt aö finna fleiri dæmi um þaö, aö Islendingar séu komnir á lista, þótt ekki séu þeir neitt á borð við það sem gerist I Bandarikjunum, enda eru Bandarikjamenn svo sannarlega menn auglýsinganna og kunna að notfæra sér mátt þeirra út i yztu æsar. 1 Z 3 4-5 6 7 Ö 9._ Glerbrotið Hér hefur orðið slys, og brotnað hefur úr barmi þessarar krúsar. Gctið þið fundið, hvaða brot á heima i barminum? ’L uinujejs -njoj aa i5(j8ui uias ‘Qijojq Ja QBcj Ql|0jqj3|9 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.