Heimilistíminn - 30.04.1978, Síða 32

Heimilistíminn - 30.04.1978, Síða 32
Sagan um Tóta og systkin hans „Já, ég skal reyna að muna það, mamma min,” svaraði Inga litla. En eitthvað varð hún að dunda við. Hún rölti út og horfði i kringum sig, rannsakandi augna- ráði. Hvert átti hún nú að fara? Hvaða staður skyldi vera skemmtilegastur, þar sem hún gæti leikið sér um stund?... Jú, þarna var stóra fjósið. Þar hlaut að vera eitthvað, sem gaman væri að dunda við. Hún skauzt þangað, opnaði dyrnar og smeygði sér inn. Fjósið var tómt. Nokkrar hænur tritluðu út og inn um gluggann á hænsnastiunni, og kisa sat þar á slá og þvoði sér. Inga leit i kringum sig. Og allt i einu datt henni nokkuð i hug. Hún sá að á einum veggnum voru litlir gluggar. Ef hún klifraði upp á eina slána, sem var á milli básanna, mundi hún geta náð upp i einn þennan glugga og gægst út. Þetta hlaut að vera afar gaman. Hún náði sér i mjaltaskemil i miklum flýti og bar hann að slánni. Þvi næst hoppaði hún upp á skemilinn og tókst þannig að klöngrast upp á slána, sem var milli básanna. En Inga hafði ekki hugsað um það, að sláin var mjó og erfitt fyrir litla stúlku að halda þar jafnvægi. Það munaði þvi minnstu eitt sinn, að hún dytti niður, og þá hefðí hún áreiðanlega getað meitt sig mikið. Á siðustu stundu tókst henni þó að ná i gluggakarminn og hefja sig upp i gluggann, sem var opinn. Og þar lá hún á maganum um stund, hvildi sig eftir áreynsluna og horfði út. Héðan var hið fegursta útsýni. Hún sá yfir allt Bárðarvatn, ána fallegu og upp eftir dalnum. Drengirnir voru við veiðar rétt hjá 32 12 árósnum. Ingu fannst að þeir hefðu svo sem getað leyft henni að vera með sér. Allt i einu kom Brúnka röltandi fyrir fjós- hornið. Þá hlaut pabbi að vera kominn heim til að borða. Hún var önnum kafin við að háma i sig grængresið sem óx við fjósvegginn. Nú var hún beint undir glugganum... Þá datt Ingu skyndilega dálitið sniðugt i hug. Ef hún skriði alveg út um gluggann, með mikilli varfærni, og yfir á vegginn. Það reynd- ist erfitt, þvi að glugginn var svo litill, en tókst þó. Hún gægðist niður. Jú, Brúnka var þarna enn þá, beint fyrir neðan hana. Hún náði næstum þvi með fótunum niður á bak hennar. „Halló, Brúnka!” kallaði Inga, og fleygði sér skyndilega niður á bak hennar og greip föstu taki i faxið. Brúnku hafði vist aldrei fyrr orðið eins bylt við, enda vissi hún ekkert um barnið. Hún hneggjaði hátt og bæði jós og prjónaði. Og hefði Inga ekki haldið jafnfast i faxið og raun var á, hefði hún strax dottið af baki. En þótt furðulegt væri, gerðist það ekki. Og þegar Brúnku tókst ekki að hrista af sér þetta óvæntu óværu, þaut hún af stað með ofsa- hraða. Með öðrum orðum: Hryssan ramm- fældist, eins og algengt er með hesta, þegar þeir verða snögglega hræddir. Og auðvitað heyrði hryssan ekki, i þessu ástandi, þótt Inga reyndi að kalla hvað eftir annað: „Stanzaðu, Brúnka, stanzaðu!” Brúnka hljóp fyrst niður túnið, þar næst að vatninu og upp með þvi, i áttina að árósnum. Það gegndi hinni mestu furðu, að telpan, sem var enn svo ung, skyldi geta tollað á baki hryssunnar undir slikum kringumstæðum. En vafalaust var ástæðan sú, að hún hafði fyrr komið á hestbak hjá pabba sinum. Og hann hafði kennt henni, hvað gera skyldi, þegar hesturinn hljóp hratt. Þá átti hún að halla sér vel fram og halda sér fast i faxið. Og þetta var einmitt það, sem hún gerði með svo ótrúlegum árangri. Raunar var hún komin fram á makka mer- arinnar og hvarf að mestu i fax hennar. Þó sást að nokkru á köflóttan kjól og tvo nakta fætur, sem þrýstu eins fast að hálsi hestsins og kraft- ar leyfðu. Maður nokkur, sem kom gangandi eftir

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.