Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 37
Gauti Hannesson: Föndurhornið Hvað smíða þau í grunnskólunum? Þessa teikningu gerði Bjarni Ólafsson, og hún er fengin hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavikur. Þetta er borð- lampi úr tré, teiknaður i fullri stærð. Efnið gæti verið teak, ma- honý, birki eða fura. Fótstykkið er limt og skrúfað á fótinn og bora þarf gat, 10 mm eftir endilöngum lampafætinum, fyrir snúruna. Ef til vill mætti fótstykkið vera ofurlitið stærra en það, sem myndin sýnir, og er þá stöðugleikinn hafður i huga. Berið teak-oliu á að siðustu. Ahyggjur mínar eru meiri en nágranna míns en á hinn bóginn eru börnin hans verri en mín börn. Dóttir min er komin í hússtjórnarskóla og það fyrsta sem hún lærði var að maður opnar ekki egg með dósaupptakara. • Konan trúir hverju sem er svo fremi það sé ekki allt of trúlegt. • Sumir læknar hafa mikla trú á að áföll hafi góð áhrif á sjúklingana og þess vegna senda þeir reikningana sina út mánaðarlega. • Konan sem setur rétta tölu kerta á afmælistert- una sina leikur sér að eldinum. Hvit lýgi er það sem við sjálf segjum,svört lýgi er það sem við heyrum. Margt óhappið gerist i eidhúsinu, einnig gerast óhöpp í baðherberginu en flest gerast þó óhöppin í svefnherberginu. HI^IÐ Sparnaður er mikil dyggð, en það eru forfeðurnir, sem hefðu átt að vera sparsamir. Ég var ekki að flauta á þig. Mig vantaði leigubil. 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.