Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 10
VÍSINDALEG ÞEKKING Á NÁTTÚRU LANDSINS VAR MÓTUÐ Á 18. ÖLD Þættir úr náttúrusögu ísl uids í. íslandslýsing Nielsar Horrebows er hin merkasta i alla staði. Hann leggur aöaláherzluna á þaö aö leiörétta fyrri missagnir, sérstaklega rangfærslur og ósannindi Andersons borgarstjóra i Hamborg i ferðabók hans. Horrebow hafði með sér tæki tii að gera sjálfstæöar rannsóknir, þegar hann fór til Islands. Hann mældi hitastig i landinu á mismun- andi árstimum.og greindi mismun vetrar og sumars. Hann færöi skýr og óyggjandi rök fyrir þvi, að árstiðir væru fjórar á lslandi eins og i öörum löndum, en Anderson hafði haldið þvi fram, aö hér á landi væri hvorki haust né vor. Rannsóknir Horrebows urðutil þess, að menn komust að raun um það með haldgóðum rannsóknum, að kuldi var iangtum minni á Jslandi en haldið haföi verið fram af erlendum mönnum. Hita- stig landsins var langtum hærra en hnatt- staða þess visaöi til. Þessi sannindi urðu þýðingarmikil fyrir afstöðu erlendra manna til landsins, framleiðslumöguleika i landinu, sérstaklega ræktun, jarðyrkju og garðrækt. Þetta bar rikulegan ávöxt á 18. öld á tslandi i þessum efnum. Mismun- ur hitastigs vetrar og sumars, var minn i: 10 á Islandi en viða annars staöar i norræn- um löndum. Niels Horrebow geröi veðurathuganir á Bessastöðum frá 1. ágdst 1749 til 31. júli 1751. Voru það fyrstu reglulegu veður- athuganir er gerðar voru i landinu af vis- indalegri nákvæmni. Hann mældi hitastig, loftþyngd, vindstöðu og vind- styrk, almennt veöurlag, norðurljós og fleira. A þessum tima voru þessar athug- anir mjög þýðingarmiklar fyrir undirstöðu annarra sanninda og höfðu þvi mikiö visindalegt gildi, langtum meira i raun og veru en þær hafa á liðandi stund, þvi slikt er nú i samhengi vað almenna þekkingu, sem ekki var þá fyrir hendi. Meöan Horrebow dvaldist á tslandi, var sérstaklega gott árferði. Arið 1749 varð fyrst næturfrost að hausti 29. oktober, en haustið 1751 varð fyrst næturfrost 9. októ- ber. Bæði vorin voru lika sérstaklega mild og voraði fljótt, svo að gróöur hófst i april snemma bæði vorin. Báðir veturnir, sem Horrebow dvaldist hér, vorusérstaklega mildir, og f ékk hann þvi að nokkru leyti góða mynd af veður- fari landsins, betri en efni stóðu til. En þetta varö einmitt tii mikils gagns fyrir náttúruþekkingu erlendra manna á land- inu, og þeir álitu tiðarfar landsins betra en það i raun réttri var, og fleiri náttúrleg gæði, og hvöttu þvi, fremur en ella hefði orðið, tíl ræktunar nytjajurta i landinu, svo sem káls og kartaflna. t niðurlagi bókar sinnar ritar Horrebow um skapierli lslendinga, hegðun þeirra og háttalag. Hann hrekur fullyrðingar Andersons og hinar ófögru lýsingar hans á landi og þjóð. Hann furðar mjög sjónar- mið hans og lýsingar á islenzku þjóðinni, sem hann hafði hvorki kynnzt af eigin raun né dvalizt i landinu. Hann leggur mikla áherzlu á það, að lslendingar eru nýtnir og kunni vel að notfæra sér mögu- leikana er náttúran leggur þeim upp i hendur, notfæra sér þá út i æsar. Horrebow hrekur lik a ófrægissögur Andersons um óþrifnað tslendinga, og telur að þrifnaður sé sizt minni á tslandi, en i mörgum öðrum löndum. Hann lýsir klæðnaði þjóðai;inpar af sannindum og gætir þar mjög velvilja að gera frumstæð- an og ófullkominn útbúnað réttan i raun frásagnanna. Allt hafði þetta mikil og góð áhrif fyrir Isiendinga og lagði að vissu marki undirstöðuna að þvi er siöar varð. 2. i Horrebow rilaði tiilögur um viðreisn

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.