Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 9
mannsins og Styrjöld heimanna, reyndust 75 réttar. Sovézki visindaskáldsagnahöf- undurinn Alexander Belajev, sem ritaði The Amphibian og Stökk út i tómið, er höfundur a.m.k. 47 réttra spádóma af 50 sem hann gerði. Það væri hægt að halda þessari upptalningu áfram. Visindaskáld- sagan er vegvisir til framtiðarinnar. En... Sagt er, að skömmu eftir að Jules Verne gaf út bók sina um neðansjávarferð Nemo skipstjóra hafi kynlegur viðskiptavinur sést ganga i bókabúðir I Paris. Hann vildi kaupa upp allt upplagið af þessari skáld- sögu. Bókin var þá hins vegar þegar uppseld. Ekkert, sem Jules Verne ritaði, stóð lengi viö i hillum bókabúðanna. Hvaða maður var þetta? Höfundur skáldsögunnar sjálfur. l lýsingu sinni á kafbátnum var hann langt á undan sinni samtið. A öld Vernes var Nautilus skip framtiöarinnar og á sumum sviðum er skipið það enn þann dag i dag. Þegar bókin var komin út, frétti hinn frægi rithöfundur um uppfinningu sjálf- knúinnar, tundurskeytislaga sprengju, sem gæti hitt óvininn á meira en 500 metra færi. Aö sjálfsögðu skildi rithöf- undurinn, aö vopn Nautilusar — frum- stæður múrbrjótur — var einfaldlega hlægilegt Þess vegna reyndi hann að kaupa öll fáanleg eintök af bók sinni. En að þessu sinni lék frægð hans á hann: Nautilus var þegar lagður af stað I sjó- ferðina um lesendahafið. Það kemur i ljós, aö ekki aöeins miklir ,visindamenn heldur einnig visindasagnarithöfundar, jafnvel hinir framsýnustu, gera mistök. Leyndardómur framsýni 19. aldar heimspekingurinn franski, Auguste Comte, bjó til spakmæli: ,,AÖ vita til þess að geta séð fyrir. Að sjá fyrir til þess að geta framkvæmt”. En hann fylgdi ekki alltaf eigin forskrift. Comte trúði þvi, að mannkynið myndi aldrei veröa þess umkomiö að ráöa I efnafræði- lega og bergfræðilega gerö stjarnanna. A hans dögum var mjög erfitt aö imynda sér, hvernig maðurinn gæti gert efna- fræöilega rannsókn á þessum ótrúlega fjarlægu stjörnulikömum. Samt var það hægt: Aöferöir til þess aö gera það voru þá þegar til. Þegar á 17. öld — tveim öldum fyrr en Comte var uppi — geröi Newton fyrstu at- huganirnar á litrófi sólargeislanna og varð þannig forfaðir litrófsfræðinnar. A 19. öld lá hugmyndin um greiningu litrófs- ins beinlinis ,,i loftinu”. Tengslin milli lit- rófsins og eiginleika efnisins voru uppgötvuð áriö 1859, tveim árum eftir dauða Comtes. Heimspekingurinn hefði getaö komizt hjá mistökum sinum með þvi einungis að hafna eindregiö venju- bundnum hugmyndum sinum um efna- greiningu. En það kraföist mjög sérstaks eiginleika — hugdirfsku. A öld visinda- og tæknibyltingar eru uppgötvanir einungis gerðar af visindamönnum sem vikja lengst frá lánuöum hugmyndum út á víðáttur hins óþekkta. „Tvimælalaust stöndum viö hér frammi fyrir vitlausri kenningu. Spurn- ingin er, hvort hún er nógu vitlaus til þess að vera rétt.” Þetta sagöi Niels Bohr er hann ræddi ásamt starfsbræðrum sinum um kenningu um frumeindir. „Maðurinn mun'geta smiðað tæki, sem hann getur notað til þess að sigla stærstu skipum, sem aðeins einn maður stýrir, miklu hraðar heldur skipum, sem hafa marga skipstjórnarmenn um borö. Mað- urinn mun geta smiðað vagna, sem geta farið ótrúlega hratt án tilverknaöar nokkurrar skepnu. Maðurinn mun geta smiðað vélar sem fljúga... svo og vélar, sem gera honum kleift að ganga á sjóni um.....” Þessi orð voru sögö á 13. öld, um það bil 600 árum áður en fyrsta bifreiöin, flugvélin, gufuskipið og kafbáturinn voru fundin upp! Bernsku mannkynsins var þá þegar lokið, en unglingsár þess, a.m.k. á andlega sviðinu, voru samt ekki hafin. Hvað gerði Roger Bacon, frægum ensk- um hugsuði, kleift að gera þessa sannar- lega stórkostlegu forspá? Það var dirfska hans og sjálfstæöi I hugsun. Og jafnframt annar göfugur eiginleiki hugans — merki- legt, töfrandi imyndunarafl. Það var þessi gáfa, sem geröi Bacon kleift að sjá öll þessi framtiöarafreksverk mannkyns- ins fyrir sér gegnum múr fáfræöinnar, sem rikti á hinum myrku miðöldum. Leonardo da Vinci var uppi fyrir 500 árum, en minnisbækur hans hafa að geyma lýsingu á vefstól, prentvél, fallhlif og þyrlu. Auk þess geröi hann miklar uppgötvanir á sviði liffærafræði, grasa- fræði, eðlisfræöi og stjarnfræði. Allt þetta kveikti þá hugmynd hjá einum samtima- manni okkar, að Leonardo hafi átt uppgötvanir sfnar aö þakka gestum utan úr geimnum, fulltrúum háþróaörar menningar, sem hafi skýrt honum frá af- reksverkum sinum og siöan flogiö á braut! ímyndunin er ekki bara leikur hugans, frjálst hugarflug eða draumur um hið fagra: „Allt þaö sem einhver maður getur ímyndað. sér munu aörir geta gert aö veruleika”. Þessa snjöllu hugmynd setti Jules Verne fram, maöur, sem áreiöan- lega vissi um hvað hann var aö tala. Réttar forspár krefjast dirfsku hugans, þroskaðs Imyndunarafls og raunsæis. Það er sjaldgæft aö þetta fari saman, en þó ekki svo sjaldgæft að þaö sé skýring þess, hve það er einstaklega erfitt aö sjá hlutina fyrir. Hvorki Leonardo né enn siður sam- timamenn hans, gátu á sínum tima séö fyrir þúsundasta hluta þess, sem fyrir augun ber i heiminum i dag. En aðeins 15- 20 kynslóðir hafa tekið við, hver af ann- arri frá þvf á tímum Leonardos. Þrátt fyrir það hafa forspár um það, hvað muni gerast næstu 500 árin, og jafnvel á miklu skemmri tima, reynzt ógerlegar. Newton, Faraday og jafnvel Edispn, mönnum sem voru uppi miklu siöar en Leonardo, heföu virzt sum afrek nútima visinda algerlega óhugsandi. Maðurinn, sem hefur beizlað hin vold- ugu öfl náttúrunnar, ætti að nota þau sér til sem mests hagræöis. Til þess aö sjá fyrir framtið hráefna og orku, iönaöar og landbúnaðar, samgangna og fjarskipta er nauðsynlegt, ef maðurinn á að finna skemmstu leiðina, er liggur til alsnægta, að „gera lifið að draumi og breyta draumnum I veruleika”, eins og Pierre Curie orðaði það.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.