Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 17
Kafað í körfuna IJT- SAUMUÐ TASKA Munstur, sem venjulega eru hugsuð sem krosssaums- munstur í púða má gjarnan nota i sitthvað fleira. Hér hef- ur eitt slíkt munstur verið notað í útsaumaða tösku. Taskan er saumuð i gróft aida-efni, og garnið sem saumaðer meðer einnig gróft. Taskan er f ullf rágengin 39x39 cm að stærð, en til þess að sú stærð fáist verður upphaflega efnismagnið að vera 42 cm tvisvar sinnum. Það er brotið saman i tvennt og munstrið saumað í báðar hliðar. Þegar munstrið er fullsaumað er taskan saumuð saman á hlið- unum og einnig er brotið innan í hana að ofan. Það má hafa ýmislegt fyrir hö Idur. Til eru í verzlunum kringlóttar og hálf- mána-höldur, sem sauma má í töskuna, og svo mætti kapp- mella utan um nokkra þræði af garninu og fá með því höldu í sama lit og t.d. munstrið í töskunni. Ef þið óttist, að dót geti dottið upp úr töskunni er rétt að setja smellur í opið. Eftir að hliðarnar haf a verið saumaðar saman á röngunni er taskan vörpuð saman á réttunni með sama lit og munstrið er saumað með. Taskan, sem myndin er af er gul í grunninn og munstrið og höldurnar eru sægrænar. Ef þið nennið ekki að sauma munstrið í báðar hliðar tösk- unnar gætuð þið þess í stað saumað fangamarkiðykkar í bakhliðina.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.