Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 24
Stúlkan kom aftur inn i herbergið, en það mátti enn heyra þaðan grát. — Eruð þér læknirinn? spurði hún áköf. John Davidson kinkaði kolli. — Viljið þér lita á litla drenginn minn? Hún leit til þeirra þriggja, sem i herberginu voru með mótþróa i augnaráðinu — til tengdaföður sins og tengdamóður og unga mannsins, sem Barbara imyndaði sér, að væri eiginmaður hennar. örstutta stund sagði enginn neitt. Þá sagði dr. Davidson lágt: — Ert þú móðir barnsins? Stúlkan kinkaði kolli til samþykkis. Hafði henni fundizt andlit stúlkunnar tilfinn- ingalaust? Barbara gerði sér nú ljóst, að hún hafði haft á röngu að standa. Hvert svo sem uppeldi hennar haði verið, þá var greinilegt, að ást hennar'á barninu hafði náð yfirhöndinni. Það var enginn ótti lengur i svip hennar, þegar hún leit til fólksins. John Davidson fylgdi henni inn i herbergið , og lokaði á eftir sér. Það heyrðist hátt i klukkunni á veggnum. Mennirnir tveir gengu þegjandi út úr húsinu bakdyramegin. Um stund heyrðist ekki annað en snarkið i eldinum, og suðið i oliulampanum við hliðina á Barböru. — Ruth hefði ekki átt að gera þetta, sagði fullorðna konan að lokum. — Hún er hrædd um drenginn sinn. Það verður allt i lagi með hann. Ruth skortir trúna. Það er erfittað vita, hvað segja ætti, og þó.... Barbara fór að segja frá öllum þeim stór- kostlegu hlutum, sem John Davidson hafði gert á sjúkrahúsinu. Hún sagði frá barninu, sem .hann hafði bjargað frá þvi að vera örkumla allt sitt lif. — Og þetta er ekki doktor Davidson einn, sagði hún varlega, það er hlutverk allra, sem á sjúkrahúsinu eru, að hjálpa ykkur. Höfðu orð hennar haft nokkur áhrif? Það var ekkert hægt að lesa úr svip konunnar. Dyrnar opnuðust og John Davidson kom fram, og á eftir honum fylgdi stúlkan, sem leit snöggt til tengdamóður sinnar. John Davidson ávarpaði konuna og sagði: — Við sendum hingað sjúkrabil strax i nótt, til þess að ná i barnið. Það er með lömunar- veiki á byrjunarstigi, og fái það ekki rétta um- önnum deyr það eða verður örkumla til ævi- loka. Móðir barnsins hefúr samþykkt þetta. Hann benti nú Barböru að fylgja sér. Hann tók upp þungan frakkann sinn af stólnum i fremra herberginu og svo gengu þau út úr hús- inu. — Þorir þú að taka barnið, sagði Barbara. — Ég tek drenginn.jafnvel þótt ég verði að fá rikislögregluna til þess að hjálpa mér. Lif eins drengs er meira virði en það, hvort fólkið verð- ur óánægt eða ekki. — Ég ásaka svo sem ekki þetta fólk, einsog þú skilur, hélt hann áfram. — Fáfræði og hleypidómar eru ekki bundnir við þessi héruð eingöngu. Læknavisindin hafa lengi orðið að heyja baráttu við slikt alls staðar. Stormur hafði skollið á, á meðan þau stóu við i húsinu og John Davidson þurfti á allri sinni leikni að halda við að aka bilnum eftir slæmum veginum, sem þau höfðu komið eftir skömmu áður: — Þakka þér fyrir, að þú skyldir koma með mér, sagði hann einfaldlega, um leið og hann skildi við Barböru við dyrnar heima hjá henni. — Ég gerði svo sem ekki neitt, sagði hún sorgmædd. — Þú ætti ekki að vanmeta sjálfa þig. Þessi stúlka hefði aldrei látið undan, nema vegna þess að þú varst þarna með og hafðir áhrif á hana. Þú gafst henni styrk til þess að gera það, sem hún hefði aldrei gert annars. Maðurinn sagði mér að tengdadóttir sin vildi ekki láta flytja barnið úr húsinu. Ég hefði ekkert getað gert án samþykkis hennar. Hann tók þéttingsfast i hönd hennar um leið og hann bauð góða nótt. Var þetta upphaf einhvers meiri og gagn- kvæmari skilnings milli þeirra, hugsaði hún og fylltist nýrri von. Áttundi kafli Fimm börn voru flutt á Hilton General i framhaldi af þessari heimsókn.Barböru gafst tækifæri til þess að fara i heimsókn á barna- deildina, daginn eftir að börnin komu. Hún hafði tekið með sér nokkur leikföng og spil, sem höfðu komið dálitið skemmd i búðina, og afhenti þau nú hjúkrunarkonunni á vakt á deildinni. Hjúkrunarkonurnar sögðu, að börnin, sem komið hefðu fáum dögum áður, væru enn alveg rugluð vegna hins nýja umhverfis. Þrjú lömun- arveikitilfellin voru mjög alvarleg og þurftu sjúklingarnir að vera i stállungum, en tvö börnin voru nægilega hress til þess að leika sér Z4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.