Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 11
Islands og framfarir i landinu á komandi timum og árum. betta kom fram i ferða- skýrslu hans, er hann ritaði og séndi Visindafélaginu danska árið 1750. bar bendir hann á, að niðurstöður sinar, bendi ákveðið til þess að mikið sé hægt að gera til umbóta i' landinu, sé vilji fyrir hendi, og þjóðin vakin til umhugsunar um velferð- armál sin og umbætur. 1 ferðaskýrslum þessum greinir hann frá ferðum sinum tíl Krýsivikur og skoðun brennisteinsnámanna þar og leirpyttun- um, sem hann telur að verða muni verð- mætir. Hann lýsir þar íjálglega allskonar leirtegundum, mislitum, söltum og brennisteini. Einnig sþgir hann frá ferð sinni á Esju, enþangaö fór hann með loft- þyngdarmæli og reyndi með honum að mæla hæð fjallsins. Honum reiknaðist svo til, að Esja væri 1135 álnir á hæð. Horrebow ermjög hrifinn af Esju og telur hana geyma margt til nytja. bar segist hann hafa fundið allavega litt grjót og jafnvel silfurmálma, að hann heldur. Horrebow er mjög trúaður á auðæfi landsins og framtið. Hann telur, að salt- gerð geti orðið þar til mikils arðs. Hann trúir mjög á ræktun landsins, og er fyrst- ur manna til að túlka slíkt á breiðum grundvelli, en áður höfðu Vísi Gisli og bórður borláksson biskuð viljað beina stjórninni i Kaupmannþhöfn á þær brautir að efla ræktun i llandinu. Tillögur Horrebows urðu veruleiki, áður en 18 öld- in var öll, enda var þá lagður grundvöll- urinn að ræktun landsins, garðrækt, jafnframt þvi að garðarvoru hlaðnir til varnar ræktuðu landi i sveitum landsins. BókHorrebows hafði mikil áhrif i sölum- valdhafanna i Kaupmannahöfn, og jafnframt i heimkynnum fræði- og visindamanria um gjörvalla Norðurálf- una. HÚn var þýdd á höfuðtungur álfunn- ar, og þar fengu þessir menn rétta og hlutlausa mynd af hinu raunverulega Islandi og þjóðina er 'landið byggði. En þýðingarmest var, að fræðimenn og vis- indamenn fengu rétta og sanna lýsingu af veðurfari landsins, og hafði það mikla þýðingu i sambandi við auknar siglingar um norðanvert Atlantshaf, er stórjukust siðari helming 18. aldarinnar með aukn- um siglingum og yiðskiptum við Norður Ameriku. Nokkrir ferðabdka- og landfræðihöf- undar í Evrópu siðari helming 18. aldar notuðu upplýsingar úr ferðabók Horrebows bannig varð hann til þess að réttar upplýsingar urðu fyrir hendi i mörgum landfræðiritum álfunnar, áður en 18. öldin varð öll. bannig varð starf Horrebows á tslandi aþ miklu gagni fyrir land og þjóð, og jalnframt fyrir hina al- mennu landfræðilegu þekkingu i Norður- álfunni. En jafnhliða þessu urðu sjómenn og siglingamenn um norðanvert Atlantshaf þess vitandi, að frasagnir Horrebows um veðurfar og hitastig við strendur lslands voru sannari og réttari, en slúðursögur ' ;. '> ],!' ij |t| |í:'! sjómanna og rangfærslur ferðabóka höf- unda um þessi efni. Hér varð sem oftar raunin sögunum rikari. En brautryðjandaverkHorrebows hafði mesta þýðingu fyrir islenzku þjóðina og islenzka menningu. Hann lagði undirstöð- una að visindalegri þekkingu á landi og þjóð á 18. öld. I kjölfar hans komu brátt aðrir, er fullkomnuðu verk hans og voru trúir stefnu hans og áformum. bar urðu íremstir í flokki, tveir islenzkir stúdentar, Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson. En með rannsóknarferðum þeirraum Island hóf nútiminn innreið sina fyrir fullt og allt i náttúrufræði og náttúrurannsóknir Islands. 3. Arið 1749 ritaði ungur stúdent i Kaupmannahöfn ritgerð um jarðfræði Islands. Var hún rituð álatinu og var lært rit miðað við sjónarmið aldarinnar. bað var islenzkur stúdent sem ritaði þessa bók, og var hún mjög nútimaleg og er i raun réttri fyrsta jarðfræðiritgerð eftir islenzkan mann gerð með sjónarmið vis- inda liðandi stundar fyrir sjónum. Höf- undur þessarar ritgerðar var Eggert Ólafsson frá Svefneyjum i Breiðafirði. Hann var fæddur 1. desember 1726. Faðir hans var Ólafur Gunnlaugsson, merkis- bóndi, og kona hans, Ragnhildur Sigurð- ardóttir. Eggert var af bændaættum og komst til náms fyrir tilstyrk foreldra og frænda. bessi ritgerð Eggerts Ólafssonar mark- ar mikil timamót i náttúrufræöisögu Islands. Hann rakti sköpunarsögu lands- ins og vikur frá afrteknum kenningum um sköpunarsöguna algildu i gyðinglegum fræðum. Hann taldi að landið hefði orðið til við eldgos og eldsumbrot. Hann rekur þetta í fullu samræmi við skoðanir sam- tiðarinnar og hefur rit hans raunverulega litið gildi á líðandi öld, nema sögulegt. Ritgerð Eggerts vakti þegar mikla athygli og félagar i Vi'sindafélaginu danska komu honum á framfæri við ráða menn i danska stjórnarráðinu. Afleiöing- ar þess komu brátt i ljós, þvi stjórnvöld I Danaveldi fóru þess fljótlega á leit, að Eggert færi i rannsóknarleiðangur til Islands ásamt öðrum islenzkum stúdent Bjarna Pálssyni. Bjarni Pálsson var fæddur á Ufsum á Ufsaströnd i Eyjafjarðarsýslu 12. mal 1719. Faðir hans var þar prestur Páll Bjarnason, og móðir hans var Sigriður Ásmundsdóttir. Attu þau hjón 16 börn og var Bjarni 12.1 röðinni. Bjarni missti föð- ur sinn 12 ára og fór þá til fósturs til föðurbróður sins Séra Guðmundar Bjarnasonar á Stað i Hrútafirði. Bjarni fór i Hólaskóla og varð þar stúdent og sigidisíðan t il Kaupmannahafnar og lagði þar stund á læknisfræði og lauk prófi i henni, fyrstur Islendinga. Arið 1750 voru þeir Eggert og Bjarni fengnir til þess að skrá bækur i bókasafni háskólans I Kaupmannahöfn, var það að undirlagi Möllmanns háskólakennara. beir tvi'menningarnir leystu þetta verk vel af hendi og fengu mikið og gott lof fyrir. Vorið eftir réðist svo, að þeir Bjarni og Eggert voru sendir til íslands til að rannsaka landið,náttúruþess og lifnaðar- hætti þjóðarinnar. Til ferðarinnar fengu þeir styrk úr sjóði Arna Magnússonar og föst laun að auki og voru þau mjög há, Margir öfunduðuþá, og var þar fremstur i flokki JónMarteinsson, er áður var getið. beir félagar sigldu um vorið 1750 til Islands. beir komu til Vestmannaeyja 13. júni' um vorið. beir dvöldust þar I tvo daga og skoðuðu sig um i eyjunum. baðan fengu þeir sér far upp i Landeyjar og héldu siðan til Breiðabólsstaðar i Fljótshlið, og svo að Hliðarenda og siðan austur undir Eyjafjöll, en siðan aftur vestur á Rangárvelli og lögðu siðan i það þrekvirki 20. júni um sumarið að ganga á Heklu. Bjarni og Eggert fengu til fylgdar við sig bóndann I Selsundi á Rangárvöllum. Hann þorði ekki að fara nema skammt upp i hliðar fjallsins,en þeir félagar héldu áfram ótrauðir. Hekluför Bjarna og Eggerts var mikið þrekvirki, bæði hvað snerti áræði og þrek að klifa fjallið. Ferð þeirra gekk vel, og urðu þeir margs visari i ferð sinni. Mörg- um þótti þeir brjóta mjög fornar erfðir með þvi að leita svo á riki, (kölska, en hann á tti eftir trúnni aö hafá heimkynni i Heklu. Vigfús bóndi i Sel- sundi vildi ekki fara með þeim sem fyrr segir, oghefur ástæða hans fyrir þvi verið mjög i samræmi við það, sem fólkið trúði og hélt. begar þeir félagar, Bjarni og Eggert, komu í Skálholt og sögðu biskupinum, Ólafi Gislasyni, frá ferð sinni á Heklu, ávitti hann þá mjög fyrir ofdirfskuna, og taldi það mikla guðsmiskunn, að fjallið skyldi allsstaðar hafa haldið undir þeim. Svona var hugsunarháttur vel menntaðra guðfræðinga i þennan mund gagnvart Heklu. 4. Bjarni og Eggert ferðuðust um Island næstu árin og lentu i margs konar erfið- leikum, en sigruðu allar þrautir. Meðan þeir voru við rannsóknir sinar var veður- far miklu strirðara og harðara, en meðan Horrebow dvaldist hér. beir héldu nákvæmar dagbækur meðan þeir voru við rannsóknirnar, og sömdu þeir upp úr þeim itarlega feröabók sem var prentuð að Eggert Ólafssyni látnum en hann hafði samið bókina að mestu. v Ferðabók Eggerts og Bjarna er eitt merkasta rit, sem ritað hefur verið um náttúrufræöi Islands. Hún er mjög vel út- gefin, og kom út á dönsku, þýzku og. frönsku. Hún hefur tvisvar komið út ak islenzku og er siðari útgáfa hennar gull-^ n V •

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.