Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 27
 'ST' 1 ^ 1 jBHHSL . 1 > g Og hvað á svo að gera næst Þegar þú ert búin að koma þessu i kring verður þú að láta allar gamlar reglur um hárgreiðslu lönd og leið. T.d. kemur alls ekki til greina að bursta hárið. Mun betra er að greiða það með grófri greiðu. Úða vatni yfir það til þess að gera það úfið. Nú þarf maður vist ekki lengur að hafa áhyggjur af rigningardögum ogekki þarf maður heldur að óttast að hárlagningin leki úr hárinu mitt i einhverri veizlunni. Nú ku lika vera ónauðsynlegt að þvo hárið eins oft og áður og ætti að nægja að þvo það tvisvar í viku. Mjög þýðingar- Þannig eru rúllurnar scttar í liárið ef þið ætlið að gera það sjálfar með hárliðunar- vökvum, sem nota má i lieimahiisum. llér sjáið þið hvernig klippa á hárið. Sex eru klippingarstigin. mikið er að bera eitthvað i hárið, Cream Silk er þar nefnt sem dæmi. Einnig tekur heldur lengri tíma að þurrka hárið eftir þvotta heldur en áður af þvi að ekki er gott að þurrka það i hárþurrku þá verður það allt of villt og óviðráðanlegt. bær konursem eru með þykkt og lifandi hár þurfa ef til vill ekki að fá sér per manet, heldur nægir þeim að greiða það bara með grófri greiðu og renna fingrun- um i gegn um það á meðan það er að þorna af sjálfu sér. Þfb 11 Hér sjáið þið nokkrar þekktar konur með þessa nýju hárgreiðslu. Fyrst er það Sophia Loren sein vill liafa hárið úfið villt og beint. Næst keniur Mary Quant sem kallar hárgreiðsluna loðhundsgreiðsluna. llún hefur hárið stutt slétt og þétt upp að höfðinu. Barbara Diekson er með meiri liöi næstum Alfro-krullur. Haquel Welch er með villta og frjálsa greiðslu. Slikt myndi ekki öllum falla cn þessi greiðsla A er fyrir konur á borð við Raquel. Sarah Collins er með svipaða greiðslu en þó ekki eins villta. 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.