Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 25
Ævintýra- ljóminn Ég hefði ekki slegiö hendinni á móti réttum eins og „foie gras, saumon fumé, oeufs á la gelee, sole Matternich, poulet en cocotte”, eftirrétti og sterku svörtu tyrknesku kaffi. Ég hafði einhvern tima lesið, aö þetta væruþeir réttir, sem stæðu á matseðli lestarinnar. Ég hafði lagt til hliðar hvorki meira né minna en 25 doll- ara i þeim tilgangi að eyða þeim i matinn, og hugðist gera það. Ég hafði ekki farið i þessa ferð á öðru farrými og það uppisitj- andi til þess eins að sitja þarna yfir nött- ina. Englendingurinn, sem hafði setið þarna og grúft sig yfir timaritið, sem hann var að lesa sagði mjög hógværlega: Það er enginn veitingavagn i lestinni. Frakkinn brosti og bauð mér aftur brauð og ost. Það reyndist álls ékki sehílivePst,'J !),! íf Draumsýn min um að geta setið i veit ingavagninum í félagsskap slls konar manna og kvenna varð að engu á einu augnabliki. Og eitt auknablik óskaði ég þess, að þau Agatha Christie og Graham Greene hefðu farið sömu leið og bófarnir i sögum þeirra. Ég hafði reyndar ekki imyndað mér, að rekast þarna á ættstóra menn með einglyrni, frá fyrri árum, sem höfðu meira að segja komið með munn- þurrkurnar sfnar með fangamarkinu með sér. Og ég vissi, að rússneska lafðin, sem fór tvisvar á ári frá Belgrad til Parisar til þess að láta klippa þar púdulhundana sina var ekkert nema imyndun! En samt. Vín i Ijósaskiptunum Næstamorgun bauðég Frakkanum upp á kaffiog rúnstykki i veitingavagninum, sem tengdur hafði verið við lestina um nóttina i Stuttgart. Skógarnir og fjöllin fyrir utan gluggana voru fallegri heldur en gráir veggir vagnsins. Það þýddi ekk- ertaö slá i glösin eða skálarnar. Það söng ekki i þeim eins og gera á, ef þetta er allt úr hreinum ósviknum belgiskum krystal. En einu sinni hafði þetta allt verið miklu stórkostlegra, hugsaði ég mér. Ég komst til Vinar i ljósaskiptunum. Eftir að hafa horft á eftir ferðafélögum minum, sem ekki ætluðu sér að fara lengra, sneri ég mér að lestarmanninum, sem var að aftengja vagnana — Paris-Bucharest og þann sem fara átti til Búdapest — og færa þá yfir á spor sex og tengja þá þar við nýju Austurlanda-hrað- lestina, sem halda átti áfram til Istanbúl, með viðkomu i Hegyeshalom, Gyor og Orsova. Það fór hrollur um mig, þegar eftirlits- maðurinn blés i flautu sina og gaf með þvi merki um, að nú skyldi lestin leggja af stað aftur. Það hafði lika farið hrollur um mig við svipað tækifæri kvöldiö áður i Tra.la.la.la....Ekki skil ég að hún skuli nenna að halda svona stöðugt áfram. Bfllinn kostaði mig 300 þúsund en þá reikna ég lika allar bæturnar meö. Þú getur ekki imyndað þér, hvað hún er hrifin af dýrum, Hún myndi gera hvað sem væri fyrir mink. Paris. Ég horfði á lestina sniglast út af Vesturstöðinni i Vin. Þetta var i siðasta sinn, sem ég sá Austurlanda-hraölestina. Hún var ekki annað en imyndun, saga, en stórkostleg var hún samt. Ef til vill hafði þetta alltaf verið meiri rómantik en raun- veruieiki. I dag tilheyrir lestin fortiðmni — minn- ingunum . f mai i fyrra, fyrir einu ári, fór hún sina siðustu ferð inn i sagnaheiminn, eftir að hafa runnið eftir teinunum i 94 ár samfleytt. Þá fórhún siðustu ferðina frá Paris til Istanbul — og það sem meira var, hún kom til Sirkeci-stöðvarinnar hvorki meira né minna en fimm klukku- stundum og 38 minútum of seint! Þfb 1 Rfítl 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.