Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 21

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 21
inu. Ég ætlaöi að fara meö Áustur-landa-hraðlestinni — aö minnsta kosti til Vinar. Þannig vildi þaö til, aö seint um kvöld i október fyrir 23 árum gekk ég fram með lestarvögnunum, sem á.ttu aö fara til Strassborgar, Stuttgart, Múnchen, Vinarborgar, Budapest og Bucharest. Þaö hafði engin áhrif á mig, aö ég átti ekki von á aö komast lengra en til Vinar. Ég horfði vel I kring um mig, og reyndi að sjá út hverjir af farþegunum væru hættulegar konur, skuggalegir svissneskirkaupsýslumenn.Mata Hari og kátar ekkjur, sem ef til vill þyrftu á að- stoö aö halda. Þaö haföi engin áhrif á mig, aöég skyldi ekki sjá neitt af þessu fólki. Þarna var ég aö ganga fram hjá vagninum meö áletr- uninni Compagnie Internationale des Wagons-Lits. et des Grands Express Européens. Lestarvörður i kastaniubrún- um búningi visaöi mér inn i annars flokks vagninn, þarsem brátt höfðu bætzt i hóp- inn sex aðrir ferðalangar. Dapurlegt var að sjá, að veggirnir i klefanum voru ekki klæddir mahogany og ekki með innlögðum sitrusviðarfuglum og blómum, og sætiö mitt var ekki klætt rauðu plussi með höfuðpúða með belgisk- um blúndum. Bandarisku hjónin, sem sátu á móti mér rii'ust stanzlaust um það, hvort þau hefðu gefið franska þjóninum of mikið þjórfé i Paris, og hvort hin Bláa Dóná værii raun og verublá. Aðrir sam- férðamenn minir voru Englendingar með gleraugu með járnspöngum, eins og verið höfðu i tizku i Siðari heimstyrjöldinni. Þjóðverji sem hvarf um nóttina, irsk au pair stúlka með rauða húfu. og Frakki. sem vonaðist til þess að geta selt Hér er Poirot (Albert Finney) aö konia upp uin það, hver liafði framið morðið i ,.Morðið i Austurlandahraðlestinni". Linotype-vélar i Þýzkalandi. Þarna voru engir sendiboðar drottning- arin-nar með svartar töskur hlekkjaðar við úlnliðina, né aðrir þeir, sem sagt var frá i sögunum, sem skrifaðar höfðu verið um Austurlanda-hraðlestina. Frakkinn, sem var á leið á kaupstefnu i Frankfurt, mundaði mikinn hnif, sem hann notaði til þess að skera sér fransk- brauðogost. Kannski Monsieur vilji fá svolitinn bita? Ég afþakkaöi kurteislega. Égha fði ekki i hyggju að úða i mig brauði og osti i Austurlanda-hraðlestinni, sem hafði verið svo fræg fyrir sinn fina mat. Framhald á bls. l'ö Pað var enginn Poirot, hættulegur kvenmaður né neitt annað árið 1954, en ef til vill hafði þetta einhvern tima verið stórkostlegt, sagði ég við sjálfan mig 21

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.