Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 23
skeggjaður maður birtist i dyrunum, en bak við hann var dauf ljósskima. Hann bauð þeim að gang inn á eftir sér. — Ég er doktor Davidson, og þetta er ungfrú Benson, sagði John Davidson. — Við komum frá Hilton General sjúkrahúsinu. Það var ekkert hægt að lesa úr svip manns- ins. — Ég kom með ungfrú Benson með mér til þess að hún gæti talað við kvenfólkið, sagði John Davidson eins og til þess að útskýra hvers vegna hún væri þarna komin. — Konurnar eru i bakherberginu. Maðurinn benti á hurð i hinum enda herbergisins. Það var heldur vanbúið húsgöngum. Oliulampi lýsti upp eitt hornið á herberginu, og það var kalt þarna inni. Maðurinn sagði: — Komið með mér. Hann gekk með Barböru inn i stórt herbergi, þar sem tvær konur sátu. Þær voru báðar eins klæddar, og mjög látlausar. Hárið var greitt beint aftur og falið undir húfum, sem þær voru með á höfð- inu. Það var engin leið að segja til um það, hversu gamlar þær væru, hugsaði Barbara með sjálfri sér. En um leið sá hún, að annað var unglingsstúlka, og mjög lagleg. — Þetta er kona min og tengdadóttir, sagði maðurinn stuttur i spuna, og svo skildi hann Barböru eftir hjá þeim og fór aftur fram i hitt herbergið. Eldri konan horfði með grunsemdaraugum á Barböru. Sú yngri brosti feimnislega við henni og kom með stól handa henni að setjast á. Hvorug konan gerði minnstu tilraun til þess að hef ja samræður. Fullorðna konan var að af- hýða epli og hélt áfram við vinnu $ina. Epla lyktin fyllti herbergið. Gamaldags ofn hitaði upp herbergið. Fallegur gamall bollaskápur stóð i einu horninu, og bak við glerið i hurðinni mátti sjá gamla fallega enska bolla og sitthvað fleira. Barbara minntist þess, að þetta fjallafólk lagði mikið upp úr að eiga gamla fallega hluti, og hún reis á fætur og fór að tala um, hvað margt fallegt væri i skápnum. Konan lagði frá sér hnifinn og ýtti eplaskál- inni til hliðar. — Hver hilla táknar einn ættlið, sagði hún Barböru, og gekk yfir að skápnum til hennar. — Minn ættliður er á annarri hillunni. Sú neðsta tilheyrir tengdadóttur minni. Hún benti með höfðinu i átt til stúlkunnar, sem hún kallaði Ruth. Stúlkan virtist vera nokkuð ung til þess að geta verið gift. Hún var með dásamlega fallega húð og skærblá augu. Bliðlegt andlit. Án þess að taka eftir þvi fór Barbara að bera hana saman við Jennie. Stúlkan var á aldur við Jennie. Hún var ekkert förðuð i andliti. Fötin hennar voru gerð eftir sama sniði og föt tengdamóður hennar. Hér uppi i fjöllunum voru konur ekkert að velta þvi fyrir sér, hvað var að gerast i heiminum i kringum þær. Lifnaðarhættir þessarar stúlku höfðu verið ákveðnir fyrir langa löngu, og hún hélt áfram að lifa i fortiðinni. Fæðing, dauði og gifting voru eðlilegir hlutir. Það var ekki hægt að sjá nokkur svipbrigði á andliti stúlkunnar. — Ég kom hingað með doktor Davidson, sagði Barbara, þegar þær voru seztar niður aftur. Konan tók aftur upp hnifinn og fór að taka utan af eplunum sem voru i skálinni i kjöltu hennar. — Doktor Davidson hefur gert alveg dásam- lega hluti fyrir það fólk, sem veikzt hefur af lömunarveikinni, hélt hún svo áfram. Ekkkert svar, en gat það verið imyndun, að henni hafði sýnzt eldri konan lita aðvörunar- augum til ungu stúlkunnar, sem þó gættitess að lita ekki i augu hennar. bBb — Ég hef heyrt, að einhverjir hafi veikzMBF, sagði Barbara staðráðin i þvi að láta p^jn þeirra ekki hafa nein áhrif á sig. — Hér eru engin vandræði, sagði eldri konan snöggt. Barbara tók eftir þvi að unga stúlkan horfði biðjandi augum til hennar. Var hún að biðja hana um að segja ekkert, eða var hún sam- mála þvi, sem Barbara hafði sagt? Um leið fór barn að gráta i næsta herbergi. Stúlkan ætlaði að risa á fætur. — Það er allt i lagi með hann, sagði eldri konan, og það var hörkusvipur i kringum munn hennar. Eitt augnabilk hikaði stúlkan. Svo reis hún upp og þaut i áttina að dyrunum og inn i her- bergið, og Barbara heyrði hana tala mjúkum rómi við einhvern þar inni. Augnabliki siðar opnaði dr. Davidson dyrn- ar. — Ertu tilbúin að koma? sagði hann hrana- lega. Hann var rauður i andliti og reiðin glampaði i augunum. Barbara hikaði. Skeggjaði maðurinn stóð i dyragættinni bak við hann, en fyrir aftan hann sá Barbara annan mann, ungan og skeggjaðan, en augun voru dökk og i þeim mátti sjá óró- leika. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.