Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 14
Er vinnan að gera þig að aumingja 9 Það þarf ekki að vera ímyndun - Taugaspenna getur drepið fólk Ef þú ert slæmur á.taugum eða með lélegt hjarta ættir þú ekki að vinna á sjúkrahúsi, leika i hljómsveit eða starfa við auglýsinga- og kynninga- störf. Þér væri ráðlegra að vera klæðskeri, sölumaður, landmælingamaður eða skreytingamaður. Þessar ráöleggingar koma frá Michael J. Colligan, rannsóknarsálfræðingi við National Institute for Safety and Helath i Cincinnati og tveimur samstarfsmönnum hans, sem gerðu athugun á þvi, hvaða störfum fylgdi mest streita. Rannsóknin var framkvæmd i Tennessee og byggðist á þvi hvaða starfshópar lentu þar aðal- lega á geðsjúkrahúsum á 18 mánaða timabili. Sjúklingunum var skipt niður i 130 mismunandi starfshópa. Eftir að visindamennirnir höfðu beitt nokkurri reikningskúnst gátu þeir lagt fram lista yfir þau störf, sem liklegust eru til þess að reka menn á geðveikrahæli. Niðurstöðurnar voru svo birtar i nýút- komnu hefti af Journal of Human Stress, og vöktu þær töluverða athygli margra. Sum störf, sem menn hafa lengi talið streitu-störf sýndust nú næsta áhyggju- laus, að minnsta kosti i Tennessee. Kennarar voru i 47. sæti á listanum, lög- regluþjónar i sjötugasta. Læknar, lög- fræðingar og ritstjórar voru allir langt niðri. Störfin, sem mest streita virtist fylgja, voru öll á heilsugæzlusviðinu: Hjúkrunar- tæknar,hjúkrunarkonur, rannsóknar- stofufólk og sjúkraliðar lentu í tiu efstu sætum listans. önnur störf, sem mikil streita fylgdi, voru störf þjóna og framreiðslukvenna, eftirlitsmanna, tónlistarmanna, starfs- fólks i auglýsinga- og kynningarstörfum, uppþvottafólks og vöruhúsamanna. Minnstrar streitu varð vart hjá liturum, sölumönnum, klæðskerum, efna- fræðitæknum, miðasölufólks, verðbréfa- sala, landmælingamanna og skreytinga- fólks. Colligan er varkár i sambandi við niðurstöður rannsóknarinnar. Hann segir, að þetta séallt á byrjunarstigi, og niður- stöðurnar bendi einungis til þess hvaða störf kunni að þurfa frekari athugunar við. 1 rannsókninni var ekki gerð tilraun til þess að kanna hvort starfið sem slikt, eða eitthvað annað i lifi mannsins hefði orðið til þess að hann þurfti á geðsjúkrahúsvist að halda. Colligan pgði einnig, að vel gæti verið, að ekki vaéru'nægilega margir fulltrúar fyrir hinar ýmsu starfsstéttir i úrtakinu. Kaupsýslumenn alls konar og menntað fólk, sem gæti greitt fyrir sálfræðiaðstoð væri ekki liklegt til þess að lenda á al- mennu geðsjúkrahúsi. Þá þurfti hver starfahópur, sem tekinn var með I at- huguninni að eiga að minnsta kosti eitt þúsund fulltrua.á Tennessee. Það varð til þess að störf, sem allir vita að eru mjög streitumyndandi, eins og t.d. störf flug- manna og flugumferðarstjóra, voru ekki með i athugun þremenninganna. Sumir þeirra, sem lentu ofarlega á listanum, vissusjálfir fyrir löngu, að störf þeirravoru erfið og taugaslitandi. Þeirra á meðal er Lester Salomon, auglýsinga- stjóri fyrir félag hljóðfæraleikara. Hann getur sagt frá athugun, sem gerð var á hljóðfæraleikurum i hljómsveitum i Evrópu, þar sem fram kom að horna- leikarar koma næst á eftir flugmönnum hvað streitu af völdum starfs þeirra snertir. Salomon er sjálfur hornablásari og hefur verið 10 ár meðNew York Metro- politan Óperunni, og það hefur tekið á taugarnar. — Maður er alltaf að reyna að vera full- kominn, segir hann. — Þú ert i stöðugri samkeppni við sjálfan þig, en á sama tima verður þú að taka tillit til hinna leikaranna i hljómsveitinni. Þú leikur ekki einrl með sjálfum þér. Hjúkrunarkonur vita lika vel, að starfi þeirra fylgir mikii taugaspenna, og þeim er kennt að varast hana. Spennan stafar af þvi, aðþær eru allan liðlangan daginn nokkurs konar milliliðir milli sjúkrahúss- ins og óhamingjusamra sjúklinga. — Hjúkrunarkonan þarf alltaf að taka við kvörtunum sjúklingsins, segir Grace Davidson, Mkrunarstjóri við New York University Medical Center. Hvenær svo sem sjúklingurinn er óánægður með mat- inn, umönnunina eða hvað annað fær hjúkrunarkonan að heyra um það. Ungfrú Davidson segir, að vandamálin séu meira að segja enn meiri á gjörgæzlu- deildunum, þar sem hjúkrunarkonan verður alltaf stöðugt að vera á verði, og fylgjast með öllu, sem fram fer fyrir aug- um sjúklingsins og gjarnan aðstandenda hans lika. Hún verður að gæta þess vand- lega að.geraaldrei neitt, sem getur vakið andúð eða reiði. Colligan telur, að hjúkrunarfólk, þjónar og fólk i kynningarstörfum verði fyrir svona m ikilli streitu i vinnunni vegna þess að það er alltaf i stöðugu sambandi við al- menning,oghefur þó ekki ætið stjórn á at- burðarásinni, ef svo mætti segja. Hjúkrunarkonur bera ábyrgð á góðri líð- an sjúklingann, en þær verða þó alltaf að leita til læknanna um allt, sem gera þarf. , Framreiðslustúlkur verða að sinna leiðin- legum viðskiptavinum, en mega ekki svara fyrir sig, þótt þær langi mikið til þess. Auglýsingafólkið stendur milli at- vinnurekandans og almennings, sem er fullur efasemda um það, sem verið er að auglýsa eða kynna. — Taugaspenna getur fylgt hvaða starfi sem er, þegar starfsmaðurinn ber ábyrgð á verkinu, oghonum er ætlaðað vinna vel, en hann hefurþó ekki vald til þess að gera þaðsem hannsjálf ur telur vera rétt, segir Colligan. ' Fólk, sem vinnur i nánu sambandi við annað fólk, er fljótara að gera sér grein fyrir, efandlegriheilbrigðierhætt, og það leitar þvi gjarnan fyrr hjálpar en sumir aðrir, aðsögn Colligans, enda hefur sálar- ástand þess áhrif á það, hvernig verkið er unnið. Við önnur störf gætir þú vel verið taugaveiklaður og það myndi engu breyta um framkvæmd verksins. Störf, sem ekki eru hátt skrifuð á lista Colligans.og teljast ekki streitumyndandi þurfa þó alls ekki að vera ábyrgðarlaus eða litilmótleg. Umhverfið getur haft mikil áhrifá störfin, og streita i ákveðnu starfi getur verið meiri á einum stað en öðrum. — Það er til dæmis i hæsta máta ólikt að vera lögreglumaður i Tennessee eða i New York, segir Colligan. Það er vist áreiðanlegt, að það er tvennt ólíkt að vera i New York eða i Tennessee, i hvaða starfi sem er. Streitan er liklega á fáum stöðum meiri en i New York, og Tenne- ssee, heimariki hins þekkta Davey Crock- ett, er mun rólegra og friðsælla á allan hátt. Þfb t i .iI , ■ i 11, i i 'I ti .1 l 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.