Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 19
Steiktar kálbúllur Eitt litið kálhöfuð, 250 gr kjötfars, 1/2 dl hrisgrjón soðin i 2 dl af vatni, 2 dl mjólk, salt, hvitur pipar, smjör til steikingar og 3 dl kjötsoð af teningum. Takið léleg blöð utan af kálhöfðinu, ef einhver eru. Skerið það i sundur og takið úr þvi miðjuna. Setjið það i sjóð- andi léttsaltað vatn, og látið það vera i því þar til blööin eru orðin mjúk. Látið vatnið renna af kálinu og þurrkið blöð- in. Sjóðiö hrisgrjónin og kælið þau. Blandið hrisgr jónunum saman við farsið, og einnigkryddi og kjötsoöi og mjólk. Leggið rúmlega eina matskeið af blöndunni á hvert kálblað, rúllið saman og stingið tannstöngli i til þess að rúllan haldist vel saman. Hitið nú smjörið á steikarpönnunni og leggið kálrúllurnar á pönnuna. Brúnið kálrúllurnar beggja megin. Setjið nú vatn á pönnuna þannig að það blandist saman við steikingarefn- in, sem sitja eftir á pönnunni. Leggið kálrúllurnar i soðið og látið þær malla i ca 15 minútur. Rétturinn er borinn fram með kartöflum og rabarbarasultu. Takið mestan hluta brauðs- ins innan úr fjórum rúnn- stýkkjum. Smyrjið þau lítil- lega að innan með smjöri og síðan með lifrarkæfu. Leggið hrátt egg í holuna. Stingið því næst rúnnstykkjun- um inn i ofn, 225 stiga heitan, og látið þau vera þar þangað til eggin eru farin að stífna. Leggið þessu næst nokkrar ræmur af hraðsteiktu beikoni i kringum eggið og skreytið með söxuðum graslauk eða einhverju öðru grænmeti, sem til fellur. EGG í HREIÐRI MEÐ BEIKONI 19 r inn

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.