Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 19
Bakaðar sktnkuvöffiur Leggiðskinkusneiðar ofan á vöfflurn- ar og ofan á þær tómata og ost- sneiðar. Bakið í velheitum ofni þar til osturinn er bráðnaður. Gott er að haf a olífur ofan á öllu saman. Rækjuvöff lur Berið fram nýbakaðar vöfflur með rjóma, sem kryddaður hefur verið með papriku og út i settar rækjur og dillkvistar eða bara þurrkað dill auk sífrónusneiðar. Vöffiur og dipp Berið f ram nýbakaðar vöff lur og dipp idýfu. Það eru til margvislegar dýfur og þið eigið eflaust ykkar uppáhalds- uppskrift sem þið gætuð notað. Berið fram gúrkulengjur með. Pizzavöfflur Smyrjið vöfflurnar með tómatkrafti. Stráið yfir basilika og oregano. Setjíð ofan á vöff lurnar krækling sveppi og 10 rækjur. Stráið yfir allt saman rifn- um osti og bakið i heitum ofni þar til osturinn er bráðnaður. Rússneskar vöfflur Berið fram nýbakaðar vöfflur með kaviar, sýrðum rjóma og söxuðum iauk. Það má nota venjuleg þorsk- hrogn i staðinn fyrir kaviarinn og krydda þau þá bara dálitið til þess að þau verði bragðmeiri. Vöfflur meö ostkremi Leggið saman vöfflulauf en á milli haf ið þið sveppaost eða einhvern ann- an smurost sem þið kunnið vel að meta. Stingið tannstöngii i gegn um ollfu og'siðan í hverja vöff lusamloku. Vöf f lurúilur Breiðið rækju eða sveppajafning yfir vöfflurnar. Vef jið þær upp og setjið I smurt eldfast form. Hellið því sem eftir er af jafningnum yf ir vöf f lurnar í forminu og stráið svo rifnum osti yf ir allt saman. Bakið í ofni þar til osturinn er bráðnaður. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.