Heimilistíminn - 14.09.1978, Síða 23

Heimilistíminn - 14.09.1978, Síða 23
Morgun einn í marz kom John Davidson inn í búð- ina til Barböruog t>enti henni að koma og tala við sig. — Mig langar til þess að ræða við þig um Jennie, sagði hann, þegar hún kom til hans. — Hvenær get- um við hitzt? Barbara reyndi að dylja áhyggjur sinar. Hún var viss um, að hann væri að hugsa um eitthvað annað og meira en líkamlegt ástand Jenniear, sem hafði batnað mikið. — Hún hefur tekið stórkostlegum framförum, sagði Barbara snöggt. — Þú hlýtur að vera mjög ánægður, Davidson læknir. Það kurraði í honum. — Það er ekki það, sem mig langar til þess að tala um. Hann horfði athuguium augum á hana. — Þú veizt ef til vill, hvað þaðer. — Ég hef ekki allra minnstu hugmynd um það, sagði Barbara. — Og þar að auki er ég mjög önnum kaf in núna. — Hvernig væri að við borðuðum saman i kvöld? — Ég get ekki skilið Jennie eftir eina. — Hvenær hefurðu þá tíma? spurði hann enn. — Þegar ég er búin að loka búðinni— um klukkan hálf sex. —- Ég kem þá, sagði hann hranalega og strunsaði i burtu. Hann kom um kaffileytið í fylgd með Joe Lane, og Barbara sá þá sitja í alvarlegum samræð- um við eitt borðið. — Hann er aldeilis í vondu skapi, þessi þarna, sagði stúlkan, sem tekið hafði við starfi Jenniear. Hún kom með póstinn til Barböru, og hinkraði of ur- litið við. — Hvernig líður stúlkunni, sem vann hér? — Betur, sagði Barbara stuttaralega. Hún blað- aði í bréfabúnkanum einsog hún var vön. í von um að rekast í bréf frá Hugh Harding. — Á hún ef tir að geta komið hingað í vinnu aftur? Barbara leit upp: — Auðvitað ekki. Að minnsta kosti, hélt hún svo áf ram, — ekki í langan tima. — Kannski giftir hún sig bara. Stúlkan leit til Bar- böru með undarlegan glampa í augunum. Henni hafði aldrei fallið við stúlkuna, enda þótt hún væri mesta fyrirmyndar f ramreiðslustúlka, og blaðraði ekki við læknana. Hún var f Ijót og athugul, en það hafði Jennie aldrei verið, en hún var óeðli- lega forvitin um hagi viðskiptavinanna. Hún hafði þann sið, að hanga við borðin eftir að hún hafði fært gestunum það, sem þeir höfðu beðið um, og hún sagði f rá öllu, sem hún heyrði, og hún hélt að stúlk- urnar í eldhúsinu hefðu gaman af að heyra. Nú hafði hún heyrt eitthvað um Jennie, sem hún hafði gaman af að segja frá. — Vertu ekki með þennan kjánaskap, sagði Bar- bara. — Það sitja þarna tvær hjúkrunarkonur, og eiga eftir að fá afgreiðslu. En stúlkan hafði greinilega heyrt eitthvað. Hvers vegna myndi hún annars vera að tala um giftingu i sambandi við Jennie? Hvar hefði hún svo átt að heyra eitthvað um hana, nema þegar hún var að af- greiða þá dr. Davidson og Joe Lane? Ætti hún að vara Joe við? Barbara var ekki viss í sinni sök. Það yrði geysilegt áfall fyrir Jennie, ef hann yrði látinn hætta að hugsa um hana. Það var nú einmitt það, sem vel gat komið fyrir, og hún átti eftir að fá að heyra um, síðar um dag- inn, þegar dr. Davidson kom til þess að tala við hana. Hann stóð og beið á meðan hún var að Ijúka við að ganga frá, og hann var heldur óþolinmóður. — Að lokum sagði hann: — Má ég tala við þig núna, ungfrú Benson? — Vissulega. Um daginn hafði Barbara æft sig í að halda alls konar ræður til varnar Joe Lane. Henni til mikillar undrunar byrjaði John David- son að tala um allt annað. — Ég er mjög ánægður með þann árangur, sem náðst hefur síðan Jennie fluttist heim til þín, byrj- aði hanrn Barbará passaði sig að láta ekki svipbrigðin koma upp um sig. Ef til vill var hann að hugsa um eitthvað ahnað. Hún hafði verið tilbúin að mót- mæla. Nú vissi hún ekki hvað hún átti að gera. — Samtsém áður, hélt hann áfram eftir svolitla þögn, — er éc| f ullviss um, að Jennie þarf mun meiri aðstoð og þjálfun en hægt verður að veita henni á sjúkrahúsi eirts og Hilton General nú sem stendur. Þau höf ðu f éngið sér sæti við borð Barböru í einu horni verzlunárinnar. Nú reis Davidson á fætur og fór að ganga fham og aftur um gólf ið. Eftir nokkra stund nam ha'nn staðar fyrir framan hana. Einu sinni áður hatði Barbara orðið vör við þetta of- stækisfulla augnaráð hans. Nú var hún hálfhrædd en þó viðbúin öllu. Þekkti hún þennan mann í raun og veru? Það gat vel verið, að hann væri snillingur, en hafði hann ékki sýnt næstum óeðlilegan áhuga á Jennie? Hvaðá ráð var hann nú að brugga út af henni? \ — Jennie er heppin, að fá að njóta Hilton Gener- al, sagði hún várfærnislega. Hann var óþolinmóður á svipinn. — Það er svo sem rétt, en hér skortir margt, svo hægt sé að veita henni það bezta, sem völ er á. — Þú hef ur viðurkennt það oftar en einu sinni, að andlegt ástand hennar hefur einmitt orðið til þess að flýta fyrir batanum. Þess vegna tók ég hana heim til mín, og ég hef sannarlega ekki séð eftir því. Ég þakka mér ekki það, sem læknismeðferðin hefur gert henni. Þú hefur gert kraftaverk á Jennie, læknir. Ég er viss um, að-hún á eftir að komast á fæturna aftur einn góðan veðurdag. — Jennieá eftir að gera meira en það, sagði hann ákveðinn.— Hún verður lifandi dæmi um það, sem ég get gert, ef ég fæ tækifæri til þess. — Hér hef ur þú fengið tækifærið, sagði Barbara ákveðin. Hann hristi höfuðið. — Ég er fús að fórna hverju sem er til þess að Jennie nái heilsunni á ný. Fórna hverju sem er, endurtók hann. — Dr. Lane vinnur af heilum hug með þér, sagði Barbara. — Lane er góður aðstoðarmaður, en hann er eins og Harding, hugsar allt of mikið um sjúklinginn sjálfan. Það skaðar sjúkling eins og Jennie ef henni er sýnd of mikil meðaumkun. — Ekki er ég sammála, sagði Barbara kuldalega. — Það er ekki að búast við þvi. Þér falla menn eins og Harding vel i geð. — Við erum ekki hér til þess að ræða persónuleg 23

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.