Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 7
hitann ekki nema á rúmlega 20 stig var oliukostnaöurinn um 350 þúsund krónur á ári, og búizt er viö, aö sú upphæö veröi komin i nær 600 þúsund krónur áriö 1982. Þaö var heldur ekki eins þægilegt aö sitja þar fyrir framan arininn eins og er i nýja húsinu þeirra, vegna þess aö loftiö allt i húsinu var ekki jafn heitt og notalegt og nú er i þessu húsi. í gamla húsinu eyddu þau hjón miklum peningum i aö kaupa eldiviö i arininn, og gat sá kostnaöur fariö hátt i þaö, sem greitt var fyrir oliuna. Um miöbik nýja hússins er sólarork- unni safnaö i gegn um átta stóra glugga, og einnig er notazt viö sólarhrita, sem kemur inn um gluggana á suöurhliöinni. Gróöurhúsaaöferöin er notuö viö aö hita húsiö upp, ef svo mætti aö oröi komast. Eins og allir vita kemur meiri hiti inn I gróöur hús aö deginum en út úr þvi fer. Aö kvöld- og næturlagi tapast aftur hitinn, sem safnazt hefur fyrir yfir daginn. Ef gluggar húss, sem hita á upp meö sólar- orku, eru rétt staösettir og glerjaöir, og þeim lokaö á réttan hátt, þegar sólin er horfin, þá er hægt aö halda innan dyra þeim hita, aö mestu, sem safnazt hefúr yfir daginn. Eins konar skorsteinn Gróöurhúss-hluti hússins er notaöur á sama hátt og væri hann skorsteinn. Þar hitnar loft á daginn viö snertinguna, sem veröur viö gólf og heita veggi, sem sólin hefur hitaö upp. Heita loftiö streymir upp, og siöan er þaö dregiö niöur i nokkurs konar hitageymsluherbergi í kjallara hússins. Þessi hitageymsla sem er 9x9x7 fet aö stærö, er fyllt af sérstökum steinum, sem draga 1 sig og halda vel i sér hitanum. Frá þessari hitageymslu streymir svo heitt loft út i húsiö þegar þörf krefur. A sumrin, er hægt aö opna glugga, sem snúa mót noröri, og eru á gróöurhúsinu, og dregst þá heitt loft út úr þvi inn I húsiö sjálft. A kvöldin, þegar sól er setzt, draga Thompson hjónin viöarhlera fyrir alla glugga, og hitinn helzt innan dyra. Einnig eru i húsinu vatnshitatæki og sólarorkan notuö til þess aö hita upp vatn- iö. Undir þakinu mót suöri eru hitasafnar- ar sem hita upp vatn i 500 gallona tanki, sem er niöri I kjallara. Þaöan fá hjónin allt þaö heita vatn sem þau þurfa á aö halda. A veturna kólnar þetta vatn niöur og veröur þá aö gripa til raíhitunar. Hagkvæmt en fallegt Thompson-hjónin vildu gjarnan fá hús, sem yröi þeim mjög ódýrt I rekstri Þau langaöi þó ekki siöur til þess aö fá fallegt hús, og meö aöstoö arkitekta, sem hafa sérhæft sig i aö teikna hús, sem nýta aö eins miklu leyti og hægt er sólarorkuna, fengu hjónin þetta fallega og hagkvæma hús. Nú hefur hús Thompson-hjónanna Þetta kallar fjölskyldan gróöur húsiö, en þaö er llka notaö sem boröstofa, og tengist eldhúsinu eins og sést hér á annarri mynd.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.