Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 9
hlotið viðurkenninguna House of the Year hjá Architectural Record magazine fyrir árið 1979. Sagt er, aö þrátt fyrir þaö að veðrið i Nýja Englandi sé oft á tiöum fremur kuldalegt, þá sé veðráttan þar mjög hent- ug til sólarhitunar húsa. Oft á tlðum, þeg- ar kalt er úti, er hins vegar heiður himinn og sólskin, svo hægt er að nota sólina til upphitunar. Sumir arkitektar eru þó sagðir hafa gengið helzt til langt í notkun sólarorkunnar, og það á kostnað útlits húsanna, sem þeir teikna, en hvað við kemur húsi Thompsons-hjónanna hefur hið fullkomna jafnvægi náöst, aö sögn þeirra, sem séð hafa. En það er ekki aðeins húsið, sem er fal- legt, heldur umhverfiðlíka. Húsið stendur I stórum garði, sem er gerður af náttúr- unni sjálfri, og I honum rennur lltill lækur, I fjarska sjást fjallshlíöar huldar sígræn- um trjám. Húsið er meö háu þaki, sem nær nokkuö út fyrir veggina. Af þvl leiðir, aö húsið virðist stærra en það I rauninni er. Þó er það sæmilega stórt, eða um 400 fermetrar að flatarmáli. Allt er gert til þess að láta húsrýmið njóta sln, og aðeins tvær renni- hurðir eru á jarðhæðinni, sem loka af hlutum hússins. Eldhúsið tengist gróður húsinu, en þar er ekki einungis hægt að rækta sitthvað til heimilisins og blóm íbú- unum til ánægju heldur geta þeir setið þar inni og horft upp I himininn hvort sem er á nóttu eða degir nokkuð sem hjónin kunna vel að meta. Mikil einangrun A efri hæð hússins eru tvö stór herbergi, sem ætluö eru fyrir börn hjónanna, sem eru uppvaxin, en koma stundum til dval- ar. Þessi herbergi ná aðeins yfir hluta hússins, eins og væru þau á svölum i þvl miðju. Þegar ekki er nauðsynlegt að hita þau upp, eru þau lokuð, en þegar hita er þörf, eru ópnaöir gluggar inn I húsið sjálft, og inn i herbergin streymir hlýtt loft frá öðrum hlutum hússins. Til að mögulegt sé að láta sér nægja sól- arorkuna til upphitunar verður að ein- angra ibúðarhús nægilega vel. 011 ein- angrun i húsi Thompsons er I hámarki. Gluggarnir á suðurhliöinni eru aö sjálf- sögðu með tvöföldu gleri, en gluggar á norðurhliðinni eru hafðir eins litlir og frekast er kostur, og þar er þrefalt gler. Álpapplr er hafður til varnar hitaút- streymi, þar sem viö á, og einangrunin er mjög mikil. Meira að segja bílskúrinn er hafður þannig, að hann skýlir húsinu fyrir norðvestanvindinum. Það kostar mikiö að notfæra sér það, sem á boöstólum er, þegar spara á orku, og I þessu tilviki hefur það kostað um 2.4 milljónum króna meira en ef byggt heföi verið venjulegt hús. Það er þó liklega ekki mikill kostnaðarauki, að minnsta kosti ekki á islenzkan mæiikvaröa, þar sem einbýlishús eru farin að kosta þetta 50 til 100 milljónir í byggingu. Þfb KALDA VOR Kalda vor. Smýgur að heitum hjartarótum heljargustur, is á fljótum. Kalda vor. Litil lömb. Vitt um land af hungri liða, lömuð af i kulda að biða. Litil lömb. Himir fugi. Lóan döpur ljóð sin kveður, litið finnst sem hungrið seður. Himir fugi. Hlýi blær. Menn og dýrin um þig dreyma, dapurleik þá öllum gleyma. Hlýi blær. 20.5. 1979. Eirikur Sigurðsson. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.