Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 24
Roland hafði valið þessa leið og var honum
þakklát, vegna þess að þarna var næg birta og
lif þrátt fyrir allt. Henni tókst þvi smátt og
smátt að gleyma áfallinu, sem hún hafði orðið
fyrir skömmu áður og nú fór henni að liða vel,
þegar hún sá lifið i kringum sig, fólkið sem ekki
var dáið... Hún þrýsti handlegg hans og hallaði
sér upp að honum.
— Mér liður strax miklu betur, sagði hún
hægt. — Þakka þér fyrir.
—Erþað satt,liður þér betur? Þú ert enn svo
föl. Þú hlýtur að vera hrædd, Katarina,sagði
Roland,og nam staðar á gangstéttinni. Þau
voru næstum komin heim til Katarinu. Nú
sagði Roland:
— Við erum aðeins fáeinar minútur niður að
Kockskakránni, ég held við ættum að fara
þangað og fá okkur að borða. — Já, og ég held
að þér veiti ekkert af þvi að fá gott rauðvin með
matnum. Þú ert bleik eins og lilja. Komdu nú!
Um leið og rauðvinið var komið á borðið lyfti
Roland glasinu og sagði:
— Heyrðu Katarina, ég held að þér hafi
brugðið mikið heima hjá Elsu en þú veizt betur
en að halda það,að Göran sé enn á lifi og mitt á
meðal okkar og að hann elski þig. — Þú ættir að
vita, að ást eins og hans á sér ekki heitari ósk
en þá, að þú verðir hamingjusöm. Hann vill að
þú takir gleði þina aftur og hættir að vera með
allar þessar áhyggjur, og hættir að lifa eins og
þú sért bundin hinum látna...
Varir Katarinu titruðu vegna þess að siðustu
orðin voru eins og töluð úr hennar eigin hjarta.
Auðvitað gat hún ekki haldið áfram að vera
bundin, hugsaði hún. Ekki ef maður horfði
fram á við — það var aðeins það, að hún hafði
lifað i fortiðinni svo lengi, en nú...
— Nú skulum við skála sagði Roland og
horfði á hana. — Og þegar þú hefur viðurkennt
sannleikann fyrir sjálfri þér, hættir þú að vera
svona ráðvillt.
Katarina hristi hægt höfuðið(lyfti glasinu og
drakk. Roland rétti fram höndina og lagði hana
yfir hennar.
— Elsku Katarina.sagði hann lágt. Svo dró
hann til sin höndina og sagði mun hærra:
— Og nú skulum við fá okkur eitthvað gott að
borða og gleyma öllum þessum áhyggjum og
sorg. Þú ert eins og lilja — já á fleira en einn
veg. Þú ert bleik, en þú ert þó aldrei eitthvað
veik?
— Nei, alls ekki, sagði Katarina, — ég er
venjulega orðin sólbrún um þetta leyti árs, en
einhvern veginner égekki orðin það enn... Hún
24
þagnaði.
— Þú ættir að fara með foreldrum þinum til
Spánar, sagði Roland. — En ég er þó mjög
glaður yfir að þú skulir ekki gera það.
Katarina kinkaði kolli og kartafla datt af
gafli hennar og lenti á borðdúknum. Hún var
svolitið óstyrk i höndunum. Samt leið henni
betur en nokkru sinni fyrr, þessar vikur, sem
liðnar voru frá slysinu. Roland hafði hjálpað
henni til þess að losna við þessar óttalegu til-
finningar sem hún hafði vegna dauða Görans
og hann hafði hjálpað henni yfir erfiðasta hjall-
ann eftir fyrsta miðilsfundinn. Hann hafði
fengið hana til þess að sjá hlutina i réttu ljósi á
nýjan leik. Hún leit á hann og það var tilbeiðsla
i augnaráðinu og um leið beygði hann sig yfir
borðið og sagði:
— Hvað sagði Göran við þig?
Katarina missti gaffalinn úr höndunum og
hann datt með töluverðum hávaða á gólfið. Ro-
land benti þjóninum að koma með nýjan gaffal
og Katarina sagði fljótmælt:
— Fyrirgefðu. Ég er eitthvað spennt á taug-
um. Ég—þú mátt ekki halda að ég sé að verða
eitthvað taugaveikluð eða svoleiðis.
— Elsku litla Katarina sagði Roland og
kinkaði kolli til þjónsins. — Þú hefur nægar
ástæður til þess að vera utan við þig og það er
ekki hægt að ásaka þig fyrir að vera tauga-
veikluð. Þú ert svo tilfgininganæm, það var
Göran alltaf vanur að segja.
Hann snarþagnaði og Katarina leit upp.
— Fyrirgefðu, sagði Roland. — Við hefðum
ekki átt að vera að tala um Göran. Fyrirgefðu
mér.
— Það gerir ekkert til muldraði Katarina. —
Roland veifaði hendinni. Hann var eitthvað
óþolinmóður að sjá.
— Nú, sagði hann, — Göran sagði — og ég er
honum fullkomlega sammála — að þú værir
óvenjuleg blanda viljastyrks, hugmyndaflugs
og tilfinninga. Einmitt þannig stúlka sem svo
auðvelt er að særa og sem hefur ekki til að bera
styrk, þegar eitthvað bjátar á, eins og nú við
dauða hans.
— Sagði Göran þetta? sagði Katarina lágt.
Hún átti erfitt með að láta þessi orð Rolands
falla við það sem hún vissi um Göran. Roland
brosti svolitið og hristi svo höfuðið.
— Hann meinti þetta a.m.k. svona.sagði
hann. — Og þess vegna sagði hann þér ekki frá
liftryggingunni, af þvi að hann var hræddur um
að vitneskjan um hana myndi valda þér
áhyggjum.