Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 38
flJCCIJC náttúrunnar ff Þótt undarlegt megi virðast er eitt af hættulegustu skordýrum heimsins sveipað trúarlegum ljóma. Kannski er það vegna þess að það likist mest manni sem situr á bæn. Kvikindi þetta nefnist á islenzku bænabeiða en á latinu Mantis religiose, og I Grikklandi er það kallað spámaðurinn. Arabar halda þvi meira að segja framaðdýrið sit ji ætfð og snúi sér i átt til Mekka... Til eru yfir eitt þúsund tegundir af þessu skor- dýrijflest eru þau I hitabeltislönd- unum, en þessi tegund sem hér hefur veriö nefnd lifir i Mið- jarðarhafslöndunum. Dýrið er 50 til 75 mm á lengd og getur að nokkru Ieyti flogið. Höfuð bæná-s beiðunnar er mjög hreyfanlegt og augun stór. Fremstu fæturnir eru eins og grip armar sem slá sér ut- an um fórnardýrin. Stundum hefur kvikindið veriö nefnt gang- andi gildran sem enginn sleppur frá lifandi. Bænabeiðan skriður oft á tiðum upp i blóm og annan gróður. Þar situr hún með framfæturna hálf - vegis á lofti og heldur þeim upp að brjóstinu eins og hún sé að biðjast fyrir. Siðan hefur hún vakandi auga með þvi hvort ekki kemur skordýr, sem hún getur gripið og þá réttir hún frá sér fæturna og gripur dýrið með þeim eins og með töng. Evrópska teg- und bænabeiðunnar er græn á lit og þvi nær ómögulegt aö greina hana þar sem hún liggur i leyni I grasinu. Aðalfórnardýr bænabeiöunnar eru flugur, engisprettur, vespur og býflugur. Þvf er haldið fram að stærstu bænabeiðurnar ráðist meira að segja á fugla. Skordýrið er alltaf hungrað og þó sér I lagi kvendýrið sem er mjög grimmt. Um fengitimann verða karldýrin aö fara mjög varlega en að lokum gleypa kvendýrin þau einnig. Eggin eru saman i hylkjum, sem kvendýriö spinnur um vef eða púpu. t hverri púpu eru um 200 egg sem siðan eru fest viö steina eða trjágreinar. Þríhyrningar Hér átt þú aö tengja saman svörtu punktana I þrlhyrning. GerBu þaB á þann hátt aö einn hvitur hringur sé i hverjum þri- hyrningiog 6hvítir hringir séu ut- an þrihyrninganna. Lausn á bls. 37 38

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.