Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 23
þetta væri... Göran. Ég fann lyktina þegár ég kom hingað inn aftur — ég hélt... Hún tók fast utan um handlegg hans vegna þess að nú mundi hún eftir draumunum, sem liktust mest martröð um að ef til vill myndi Göran koma aftur og hún velti þvi fyrir sér hvað hún hefði gert, ef hann hefði i raun og veru birzt, eins og hann leit út, þegar þeir fundu hann við klett- ana... Hún næstum veinaði upp yfir sig og svo seig á hana höfgi. Roland hélt utan um axlir hennar og hvislaði: — Ég veit hvað þú átt við vina min. Ég veit það. En eins og ég hef sagt þér, þá gerist það mjög sjaldan — og Göran myndi aldrei vilja hræða þig. Þú veizt. Þú hefur imyndað þér þetta allt saman, Það er svo auðvelt ef maður... Hann þagnaði og leit upp, svo hélt hann áfram: — Það er auðvelt ef maður hefur setið og spurt glasið, eins og þið Elsa voruð að gera. Eða voruð þið ekki að þvi? — Jú , hvislaði Katarina. — Jæja þá, sagði Roland bliðlega. — Það er ekki að undra, að þú skyldir halda þetta — en komdu nú, ég skal fylgja þér heim. Við skulum fara gangandi það er betra fyrir þig og svo get- um við lika talað saman á leiðinni... Elsa? Elsa kom inn i stofuna með koniaksglas i hendinni. — Elsku góða sagði hún við Katarinu — fáðu þér svolitinn sopa áður en þú ferð. Mér datt aldrei i hug að þú yrðir svona æst út af þessu... Katarina drakk hlýðin svolitinn sopa og koniakið brenndi hana i hálsirín. Þegar hún var búin að hósta dálitið gat hún ekki látið hjá liða að segja við Elsu: —Fannstu alls ekki þessa lykt sem var hérna inni, lyktina af rakvatninu? Mér fannst hún svo greinileg og þess vegna... — Rakvatninu? Roland greip fram i fyrir henni. —-Var þetta þess vegna? Nú er ég farinn að skilja... Hann lauk ekki við setninguna, heldur hvarf út úr herberginu. Þær Elsa og Katarina horfðu hissa hvor á aðra og heyrðu um leið að hann flýtti sér fram i baðherbergið og eftir stutta stund kom hann inn aftur með flösku i hend- inni. — Er það þetta sem þú átt við? Hönd Katarinu titraði, þegar hún tók flösk- una og hallaði henni til. Það var aðeins smá- vegis lögg eftir i henni. Þrátt fyrir það að lokið væri vandlega skrúfað á fann hún ilminn, sem hún þekkti svo vel og það varð til þess að það fór skjálfti um hana. Hún kinkaði kolli án þess að segja nokkuð og rétti Roland flöskuna aftur. —Merkilegt, sagði hann og horfði á flöskuna. —í morgun tók ég eftir þvi að ég var búinn með rakvatnið mitt, og svo rakst ég á þessa flösku i baðskápnum hennar Elsu. A meðan ég stóð þarna i baðherberginu heyrði ég einhvern hávaða utan af götunni og fór hingað inn til þess að lita út um gluggann, og þá hlýt ég að hafa haldið á flöskunni með mér... Það er skrýtið að lyktin skuli hafa haldizt hér i allan dag, en það er þó eina skýringin sem ég get fundið. Katarina andvarpaði eins og henni létti. Þetta var þá svona einfalt eftir allt saman! — Fyrirgefið sagði hún lágt. — Mér finnst ég vera svo mikill kjáni. — Láttu ekki svona sagði Roland og tók um handlegg hennar og þrýsti hann. —-Það er eng- infurða þó að þú hafir orðið hrædd! Komdu nú, þú þarft að fá þér friskt loft. — Hugsaðu vel um hana, sagði Elsa þegar hún lokaði dyrunum á eftir þeim. Þá mundi Katarina allt i einu þarna sem hún stóð i stig- anum, hvað glasið hafði sagt, og hvers vegna hún hafði farið aftur til Elsu þarna skömmu áður. Hún leit upp til Rolands og sagði hjálpar- vana: — Að þetta skuli geta verið svona einfalt! Svona smámunir og svo hélt ég strax, að Gör- an...Göran. Roland hneigði höfuðið til samþykkis og tók aftur þéttingsfast um handlegg hennar. — Þetta er mjög venjulegt, sagði hann og gekk af stað i átt að bænum. Katarina fylgdi á eftir án þess að spyrja, hvert þau væru að fara. Það var svo þægilegt að vera komin út úr ibúð Elsu sem var svo dimm og það meira að segja þótt loftið i miðborginni væri ekki sérlega ferskt eða gott. Roland gekk hratt og það fannst henni lika þægilegt. Hún var vön að ganga úti með Göran sem gekk eins og i her- göngu, Roland beygði inn á breiðustu og björt- ustu göturnar, þar sem hver upplýstur verzlunarglugginn tók við af öðrum. Það var hlýtt og kvöldið var fallegt, en það var lika mánudagur og siðasta sýningin i kvikmynda- húsunum stóð enn yfir. Þau rákust ekki á marga vegfarendur en flestir sem þau hittu voru pör, rétt eins og þau sjálf, sem ekki höfðu áhuga á umhverfinu. Katarina hafði það heldur ekki, og hún leit ekki einu sinni i áttina að búðargluggunum, en hún skildi hvers vegna 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.