Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 22
Katarina gekk þó aftur heim til Elsu. Hún
gat varla verið farin i burtu. Það var ljós i
glugganum hennar, já i glugganum á her-
berginu sem alltaf var læst og Elsa sagði að
hefði verið herbergi mannsins hennar.
Katarina flýtti sér upp stigann og hringdi bjöll-
unni.
Það leið svolitil stund áður en Elsa kom til
dyra og hún var alls ekki glaðleg á svipinn.
— Ert þetta þú Katarina? sagði hún.
— Já, fyrirgefðu mér sagði Katarina. — Ég
sá að þú varst inni i herberginu hans Arvids, en
það var dálitið sem ég þurfti að tala við þig um.
Heldurðu...
— Komdu inn fyrir elsku bezta sagði Elsa og
var greinilega orðin vingjarnlegri. — Já, ég fer
stundum inn i herbergið svona ein.
í stofunni var allt eins og það hafði verið en
það var einhver undarleg lykt þarna inni, ilm-
ur, sem minnti Katarinu á eitthvað sem hún
gat ekki munað i augnablikinu hvað var...
— Kom kannski einhver að heimsækja þig?
spurði hún hálfafsakandi ég finn rakvatns-
lykt... Hún þagnaði. Já, þessi daufi ilmur mjög
svo daufi þarna inni var af rakvatninu sem
Göran var alltaf vanur að nota. Var þetta ein-
tóm imyndun hugsaði Katarina rugluð. Var
hún að imynda sér þetta allt saman... hann
hafði þó ekki getað verið þarna sjálfur...
— Elsa sagði Katarina æst þekkir þú ekki
lyktina, hún er af sama rakvatni og Göran var
vanur að nota... Hún þagnaði aftur. Elsa stóð
og starði i átt til dyranna og hún glennti upp
augun en beit á vör sér. Það var eitthvað
ómanneskjulegt við svip hennar og nú tók
hurðarhúnninn að hreyfast og hurðin opnaðist
hægt og varlega...
Elsa tók eitt skref fram á við eins og hún
ætlaði að ganga á milli Katarinu og hvers þess
sem birtist i dyrunum. En Katarina bandaði
frá sér hendinni, þótt hún stæði á öndinni af
undrun. Þetta var greinilega lyktin af rakvatn-
inu sem Göran var vanur að nota — hún starði i
átt til dyranna og kreppti hnefann óafvitandi
svo neglurnar skárust inn i lófann.
—Katarina! sagði kunnugleg dimm rödd Ro-
lands. — Já, ég vissi að þú hlauzt að vera
hérna.
Langt augnablik starði Katarina tómlega á
hann á meðan heilinn tók smátt og smátt aftur
til starfa og hún gerði sér loks grein fyrir þvi að
það var Roland sem stóð þarna fyrir framan
hana — ekki Göran. Hún andvarpaði og greip
höndunum fyrir andlitið. Roland gekk hratt i
átt til hennar og þegar Katarina hafði jafnað
sig dálitið tók hún hendurnar aftur frá andlit-
inu. Áður en hún vissi af sat hún við hlið Ro-
lands i sófanum og hann hélt utan um haná.
Elsa var horfin.
— Katarina litla sagði Roland og virtist
áhyggjufyllri en hann hafði nokkurn tima verið
áður. — Hvað er að þér? Við hvað varstu svona
hrædd?
— Ég var ekki beinlinis hrædd hvislaði
Katarina. Hún gat ekki talað hærra og hún var
þakklát fyrir að hann skyldi sitja þarna við hlið
hennar svo hún þurfti ekki að reyna að tala
hærra. — Ekki hrædd — en ég hélt að þú — að