Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 14
Prinsessan leitar ráða hjá pahba sínum Caroline Louise Marguerite Grimaldi 22 ára gömul — prinsessa af Monakó er ein þeirra tiu kvenna i heiminum, sem flestar myndir eru teknar af um þessar mundir. Allt frá þvi Caroline giftist franska kaupsýslumanninum Philippe Junot i júni fyrir ári hefur hún verið á forsiðum blaða um allan heim. Caroline og Philippe eru þau hjón, sem um þessar mundir er mest skrifaö um og hvaö flestar myndirnar birtast af. Allt sem hjónakornin taka sér fyrir hendur, festa ljósmyndararnir á auga- bragði á filmur sinar, svo þaö megi varö- veitast um alla ókomna tlö. Bæði Caroline og Philippe þykir þetta miður. Einna verst var þaö þó, þegar allt I 14 einu birtist mynd I heimsblööunum af Philippe að dansa viö einhverja laglega ljóshærða hnátu I New York og undir myndinni stóð — En hvar er Caroline? Þetta átti sér stað ekki alls fyrir löngu og var I fyrsta skiptiö sem hjónin voru aðskilin frá þvi þau giftu sig fyrir ári. Caroline dvaldist þessa viku meö foreldr- um slnum, Rainier fursta og Grace I Alpakofa fjölskyldunnar. A meðan fór Philippe til Bandarikjanna og Kanada til þess að sinna þar viöskipta- málum. Þetta átti slöur en svo aö veröa nokkur skemmtiferð. Philippe, sem nú er 39 ára gamall og var þekktur sem hinn mesti glaumgosi fyrir giftinguna gat ekki staöizt freisting- arnar og brá sér I næturklúbb. Hann var mikill gleðinnar maöur áöur en hann gekk að eiga Caroline. Kvöld eitt á meðan á ferðinni stóö kom allt f einu kona að boröinu, þar sem Junot sat með félögum sinum og sagöi viö hann: — Þér skuluð ekki sleppa svona auöveldlega heldur fá aö greiöa fyrir framfærslu sonar okkar! Philippe var fljótur að átta sig og gat neytt bros fram á varir slnar og sföan tók einhver nærstaddurkonuna ogleiddi hana á brott. Þrátt fyrir það að Caroline og Philippe ræddust viö á hverjum degi simleiöis var prinsessan leiö yfir þvi aö frétta um skemmtanallf manns sins úr blööunum. En eftir aö hjónin komu bæði aftur til Parisar gekk lifið sinn vana gang og rif- rildið var gleymt heima I fimm herbergja lúxusibúðinni sem þau búa i skammt frá Eiffelturninum. Það er alltaf nóg aö gera — Caroline á að verða sýningarstúlka hjá Dior — og á kvöldin skemmta hjónin sér og fara I veizlur. Heima I Monakó sitja svo furstahjónin og velta þvi fyrir sér hvort dóttir þeirra Framhald 4 bls. 37.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.