Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 15
Dökkburkni eða fuglshreiðursburkni Asplenium nidus — fugls- hreiðursburkni eða dökk- burkni — er ólíkur flestum öðrum burknategundum að því leyti, að blöð hans eru stór, breið og óskipt. Þau eru fallega gljáandi, og virðast veraviðkvæm, en þegar betur er að gáð likjast þau engu fremur en leðri. Burkni þessi vex upp af stórum og sverum rótarstofni, og mitt á milli blaðanna er hol- rúm, sem líkist trekt, og minnir gjarnan á fuglshreið- ur, en af því hefur burkninn hlotið nafnið f uglshreiðurs- burkninn. Upp úr þessari trekt vaxa nýju blöðin. Þessi burkni má ekki fá á sig of sterkt sólskin og ekki má hann heldur standa í trekk, vegna þess að þá geta blöðin sviðnað og orðið brúnbiettótt. Burkninn þarf ekki mikið vatn að vetrarlagi, en hins vegar þolir hann mjög illa að þórna, og kann bezt við sig í röku lofti. Að vetrarlagi kann burkninn vel að meta heldur svalara loft en á sumrin, en þó má það helzt ekki fara niður fyrir 15 stig. Aspleninum nidus er upp- runninn í hitabeltislöndum gamla heimsins. Sagt er að honum hætti til að fá í sig vírus, sem getur orðið til þess að blöðin vaxi ekki og dafni eðlilega, og séu með óvenju- legu lagi. Ef fuglshreiðurs- burkninn nær sinni mestu stærð geta blöð hans verið þetta f rá 60 til 120 cm á lengd, en slík stærð er víst heldur óvenjuleg hér í heimahúsum. fb Blómin okkar 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.