Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 27
er mjög slæm á bragöið. Og hiin getur lika þránað. Þess vegna veröur að bæta út i bragð- efnum og geymsluefnum til þess að vara- liturinn endist betur og þoli geymslu. Bragðefnin veröa að geta dulið fitu- bragðið af litnum, og laxeroliubragðiö, en þessi efni mega þó ekki erta húðina. Eitt stórt vandamál er samfara bragð- efnablöndunni i varalitinn, en það er, að i Suð-Austur-Asiu, þar sem Fambo vara- liturinn er aðallega seldur, er 200% tollur á vöruna, ef bragðefnin eru notuð. — Ef bragðefnunum væri ekki blandaö út i varalitinn lenti hann aðeins i 20% toll- flokki, segir So. Til þess að varalitur seljist verður litur- inn að vera sá rétti hverju sinni, eöa sá, sem er i tizku i það og það skiptið. Venju- lega eru varalitir i rauðum litbrigöum, en appelsinugulur, fjólublár og jafnvel grænn litur hefur verið framleiddur og selzt nokkuð vel. — Þegar svo komst i tizku, að konur virtust vera ósnyrtar, var farið að fram- leiðs litlausan varalit, sem kallaður var varalakk. Þetta varalakk er enn notað, en þá venjulega blandað bragðefnum, og er það borið á venjulegan varalit. Sérfræðingar segja, aö góður varalitur þurfi að veragæddurákveðnum eiginleik- um. — Varaliturinn þarf að vera fallegur á að sjá, sléttur og jafnlitaður, og hann má ekki flagna eða hnökra. Hann veröur að vera eins og óbreyttur á vörum konunnar, sem notar hann, frá þeirri stundu að hún ber hann á varir sér, og þar til hann er strokinn af aftur. Hann verður lika að þola geymslu hvort sem er i heitu eða köldu loftslagi, og svo þarf að vera auðvelt að bera hann á varirnar, og hann þarf að setja á þær fallega húð eða filmu, sem hvorki er of feit eða of þurr. Hann þarf líka aö tolla eða endast sæmilega vel á vörunum, en svo verður lika aö vera auðvelt að þurrka hann af, án þess að hann skilji eftir sig merki, ef fólk vill gera það af einhverjum ástæðum. Þetta eru þær kröfur, sem konur gera til varalitarins sins, þótt þær hafi ef til vill ekki gert sér svona ljósa grein fyrir þvi. Það er hlutverk framleiðendans, sem verður að vita hug kaupandans og þekkja allar hans óskir. Coco Chanel tizkufrömuðurinn franski, sem nú er látin sagði: — Ef þú ert sorgbit- in og miður þin, skaltu snyrta þig, og bera á þig varalitinn þinn og snúast til sóknar. Karlmenn fyrirlita grátandi konur. Coco Chanel sagðiþað, sem allar konur vita — það er fljótlegt og auðvelt að mála varir sinar, og fá aftur kæti sina um leiö, ef einhver er óhress eða niðurdregin. Og það breytir engu, þótt þú sért að bera laxeroliu á varirnar eða þá bý- flugnavax eða sauöafitu. Þfb. Hér er veriö aö hræra varalitardeigið, og hrærivélin er ekkert smáræöi, eins og þiö sjáiöenda er ekki ástæöa til þess aö vera aö hræra litiö f einu. Hér er veriö aö athuga hvort Fambo-varaliturinn frá Samfong I Hong Kong stenzt ekki þær kröfur sem til hans eru geröar. Mánaðarframleiðslan er um 120 þúsund varalitir. t 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.