Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 33
skóginum, að báðir bátarnir héldu kyrru fyrir úti á firðinum. Þá var hættan örugglega liðin hjá i bili. Þegar Halli sá, hve aðstaða ofsækj- enda þeirra var erfið, lá við að hann kenndi i brjósti um þá. Þeir voru svo góðir félagar, margir þessir umsjónarmenn á uppeldisheim- ilinu. 6. kafii Næturferð. Brátt tók að birta i lofti. Nýr dagur var i nánd. ,,Við getum sem bezt gengið eftir veginum,” sagði Halli. ,,Áður en mennirnir hafa komizt að landi og i sima, er engin hætta á ferðum fyrir okkur.” Drengirnir vissu, að þjóðvegurinn var rétt fyrir ofan, og nú gengu þeir þangað og héldu eftir honum drjúga stund. Halli hafði náð sér i lurk, og bar töskuna á bakinu. Þeir höfðu gripið til nestisins, þvi að þeir voru orðnir svangir eft- ir allt þetta stapp. En ekki gáfu þeir sér tima til að setjast niður, heldur mauluðu brauðið á göngunni. Þeir gengu fram hjá smærri og stærri bændabýlum, en urðu ekki enn þá varir við neinar mannaferðir. Hins vegar voru krák- ur og skjórar á flögri hér og þar i leit að morgunverði, og á stöku stað urðu þeir varir við kýr og kindur. Þegar fyrstu geislar morgunsólarinnar bár- ust upp yfir ásana i austri,og mynduðu langa skugga af likömum drengjanna á döggvota jörðina, spurði Villi, hvort ekki væri réttast, að þeir færu að leita sér að felustað, þar sem þeir gætu fengið sér blund og haldið kyrru fyrir um daginn. ,,Við getum sem bezt haldið áfram enn um stund,” sagði Halli. „Fólkið er ekki enn komið á fætur.” Halli fann tóman poka á vegarbrúninni og hirti hann og einnig dós undan fiskibollum. Þetta gat hvort tveggja komið sér vel seinna, — en Villa fannst það furðulegt uppatæki. Að nokkrum tima liðnum, þorðu þeir ekki annað en að yfirgefa þjóðveginn og halda inn i skóginn, þar sem þeir gerðu ráð fyrir, að menn gætu farið að veita þeim athygli. Halli hafði forystuna, eins og fyrr, og hugsaði nú mikið um, hvernig leysa mætti skóvandræði þeirra. Skóna, sem voru i töskunni, átti hann alls ekki, og þeir voru lika alltof litlir á þá báða, svo að það var ekkert við þá að gera, annað en að henda þeim. Hann hafði tekið al- gjör misgrip á þeim i myrkrinu. Og Villi hafði alveg gleymt að taka sina skó i birgðageymsl- unni. — Þeir ákváðu að hvila sig um stund und- ir stóru grenitré. Greinar þess uxu alveg niður að jörð, svo að þeir gátu verið þarna, eins og i nokkurs konar tjaldi. ,,Ég ætla nú fyrst að gá að þvi, hvort hér eru maurabú,” sagði Villi. Og hann varð harla glaður, þegar svo var ekki. Siðan fengu þeir sér nestisbita og nutu þess konunglega að taka upp : sardinudós og gæða sér á innihaldi hennar. Þorsta sinum svöluðu þeir i læk, sem var þarna rétt hjá, og Halli fyllti baukinn af vatni, svoað þeir hefðu nóg af þvi fram eftir deginum. Sokka sina og skó, sem voru blautir, hengdu þeir á grein til þerris og fóru siðan að sofa, enda orðnir sárþreyttir. Ekki fannst þeim ástæða til að halda vörð, þar sem þeir voru i svo góðu skjóli, og gerðu ekki ráð fyrir, að neinn gæti fundið þá. Allt i einu hrukku drengirnir upp við eitthvert þrusk og þungan andardrátt. Er þeir höfðu áttað sig til fulls á aðstöðu sinni, sáu þeir glytta i eitthvað rautt og hvitt á milli grein- anna. Við nánari athugun sáu þeir fljótt, að þetta var falleg kýr, sem var að skemmta sér við skó þeirra og sokka, er héngu þarna á grein. Þegar Villi sá, að kýrin var farin að éta annan skóinn hans, varð hann fjúkandi reiður, fann lurk og ætlaði að lemja dýrið. En Halli stöðvaði hann strax og sagði: ,,Vertu rólegur drengur, og sjáðu, hvað ég ætla að gera.” Siðan gekk hann með gætni til kýrinnar, talaði vingjarnlega til hennar og klóraði henni á bak við eyrun. Kýrin var hin rólegasta og var auðsjáanlega ánægð með þennan unga mann. Þvi næst tók Villi að klappa kúnni ogklóra enHaHimjólkaðibaukinn fullan úr hinu stóra júgri hennar. Svo drakk hann úr bauknum og mjólkaði hann aftur fullan, en kýrin sleikti buxur Villa af ánægju. En nú hafði hún vist fengið nóg af þvi að vera með drengjunum, hristi hausinn, svo að Villi hrökk til hliðar, og rölti siðan niður hliðina, til að hitta hinar kýrnar. Sólin var enn hátt á lofti, og Halli gerði sér grein fyrir, i hvaða átt, þeir skyldu halda næstu nótt. Baukurinn gekk á milli þeirra, á meðan þeir fengu sér aftur ofur- litinn nestisbita. ,,Mér finnst vera mikið skóbragð af mjólk- inni,” sagði Villi. Halli taldi hyggilegt, að þeir spöruðu nestið, 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.